Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 26

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 26
BÖRN OC aaENN|N6 Oz og þar kemur fram nokkuð sem maður heyrir allt of oft, en gagn- rýnanda fannst svo gaman að sjá að ekkert væri til sparað við þessa uppsetningu. Eins og það sé vaninn að spara?! Samkvæmt tölum sem ég heyrði í útvarpinu um daginn er rúmlega 24 prósent þjóðarinnar fimmtán ára og yngri. Hvað eru mörg prósent á verkefnalista Borgar- leikhússins fyrir fimmtán ára og yngri? Það eru alveg örugglega ekki 24 prósent. Því má spyrja sig hvort að það sé í raun veglegt að hafa eina glæsilega sýningu á ári. Þegar þið semjið sjálf, finnst ykkur þá að þið þurfið að takmarka ykkur á einhvern hátt af því aðþið eruð að skrifa fyrir börn? Nei. Auðvitað er ekki hægt að segja hvað sem er, en maður stillir sig bara inn á vissa bylgjulengd strax í upphafi. Þegar ég skrifa handrit er ég ekkert endilega að spá í hvort þetta eða hitt passi fyrir böm og stundum leyfi ég mér að setja eitthvað inn í leikrit sem höfðar frekar til fullorðinna. Það sem fyrst og fremst þarf að hafa í huga er að manni sjálfum finnist verkið skemmtilegt og spennandi. Mér sýnist nokkuð margir flaska á þessum útgangs- punkti og þar má nefna t.d. bamaefni í sjónvarpi. Oftar en ekki hlaupa foreldrarnir í felur þegar barnaþátturinn byrjar. En sem dæmi um vel unnið bamaefni má nefna Stundina okkar þegar hún var í höndum Gunna og Felix. Þeir höfðu nefnilega sjálfir gaman að því sem þeir voru að gera. Afi á Stöð 2 hefur líka haldið velli ár eftir ár og er þó í raun og veru ekki að gera annað en að kynna teiknimyndir. En hann talar ekki niður til bamanna Smiður jólasveinanna (1992) eða vill fá þau upp til sín heldur nær til þeirra beint. Er börnum kannski ekki treyst nægilega til að taka við alls kyns menningarefni? Nei, og mín skoðun er sú að bömin þurfa ekki alltaf að skilja allt sem fram fer. Einhvem veginn síast þetta inn og maður verður alltaf að fá börnin til að teygja sig aðeins lengra en þau ná; þau eru jú að taka út þroska. Leikgerðin að Ástarsögu úr fjöllunum er sniðin að tveggja til sjö ára. Hver heilvita maður sér að tveggja ára böm skilja ekki efni sögunnar en samt sitja þau alveg límd því það er svo margt annað sem fangar hug þeirra. Hafa Sjónvarpið og Stöð 2 sýnt verkum ykkar áhuga? Við gerðum á tímabili nokkra þætti fyrir Sjón- varpið, en mér hefur ekki fundist áhuginn neitt gífurlegur þar. En þœtti ykkur ekki kjörið tœkifœri að starfa í sjónvarpi? Jú, auðvitað væri svoleiðis vinna mjög skemmtileg. Það virðist bara vera erfitt að finna stað fyrir íslenskt bamaefni, annað en það sem er í Stundinni okkar, því afgangurinn er talsettar kvikmyndir. Hvernig gekk leikhúshátíðin sem Möguleikhásið og aðrir leikhópar stóðu fyrir nú í október? Mér fannst aðsóknin ágæt, hún var í öllu falli ekki minni en ég bjóst við. Auðvitað hefði ég viljað sjá hér troðfullt hús en þetta vom nú flestallt sýningar sem voru búnar að ganga nokkuð áður. Það er von okkar í barnaleikhúsunum, og nú er ég að tala fyrir hönd allra leikhópanna, að við getum haldið svona hátíð á hverju ári. Ég kynntist þessum leikhús- hátíðum úti í Danmörku og auk almennings er væntanlegum kaupendum boðið. Þið Möguleikarar eruð ekki bara að leika leikrit, skrifa þau og halda leikhúshátíðir, heldur er í bígerð hjá ykkur málþing um barnamenningu á Islandi. Já, ætlunin er að velta fyrir sér þeirri spurningu hvert við viljum stefna í þeim málum. Mig langar að fá fólk sem er tengt barnamenningu til að tala frá eigin brjósti og hugleiða hver staðan er í dag og hvernig við getum þróað þetta starf á næstu ámm. Oftar en ekki hlaupa foreldrarnir í felur þegar barnaþátturinn byrjar. 24

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.