Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 12

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 12
BÖRN 06 /AENN|N6 TIL HAMINGJU! Illugi Jökulsson hlaut Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir frumsamda bók sína Silfurkrossinn og Arni Arnason hlaut sömu verðlaun fyrir þýðingu sína á Danna heimsmeistara eftir Roald Dahl. Þorgrímur Þráinsson hlaut íslensku bamabóka- verðlaunin sem Verðlaunasjóður íslenskra bamabóka veitir, fyrir bók sína Margt býr í myrkrinu. Svo sem sagt er frá annars staðar hér í blaðinu á sænska skáldkonan Astrid Lindgren stórafmæli á árinu. Hún er dáð um allan heim og bækur hennar hafa verið þýddar á 76 tungumál (má til gamans bera það saman við verk Selmu Lagerlöf, sem þýdd hafa verið á 38 þjóðtungur og Strindbergs á 39). Varlega áætlað er talið að bækur hennar hafi selst í 80 milljónum eintaka, og eru þá ekki taldar með svo kallaðar. „sjóræningjaútgáfur“ í Rúss- landi og Kína. í Svíþjóð er nýútkomin bók þar sem gerð er grein fyrir útbreiðslu verka hennar og rann- sakaðar viðtökur þeirra víða um heim. Nefnist hún Astrid i vida varlden og höfundur hennar, Kerstin Kvint, er umboðsmaður Astridar og samstarfsmaður í mörg ár. Fleiri bækur um verk Astridar eru nú óðfluga að líta dagsins ljós í Svíþjóð, sú nýjasta á vegum Svenska barnboksinstitutet. Bókin nefnist Astrid Lindgren och sagans makt og er höfundur hennar Vivi Edström (Raben & Sjögren). danska rithöfundarins Lars-Henrik Olsen. í kynningu segir að Lars-Henrik Olsen sé mikill sagnamaður. Söguefni hans sé lífið sjálft, ást og hatur, hamingja og söknuður, trúnaður og svik. Sögupersónur hans eru ýmist æsir og jötnar sem eiga í stöðugri baráttu, nútíma- drengur sem kynnist lífinu í Asgarði fyrir tilstuðlan Þórs, eða frásagnir af alþýðufólki fyrir þúsund árum. Tvær bækur eftir hann hafa verið þýddar á íslensku Ferð Eiríks til Asgarðs (Erik menneskesón) og Ferð Eiríks til Jötunheima (Kampen om sværdet). Þýðandi þeirra er Guðlaug Richter. Framlag Islands til norrænu barnabókaverð- launanna nú var bók Vigdísar Grímsdóttur, Gauti vinur minn. Þess má geta að árið 1992 ' hlaut Guðrún Helga- -----$£>) dóttir þessi eftirsóttu verðlaun. Fulltrúi íslands í dómnefnd er Fríða S. Haraldsdóttir skólasafnskennari. í Danmörku hafa bama- bókaverðir með sér sam- tök sem þeir skammstafa BÖFA. Árlega veita þeir „menningarverðlaun barna- bókavarða“ sem í þetta sinn féllu í skaut Halfdan Rasmussen og Ib Spang Olsen sem um ríflega aldarfjórðungs skeið hafa unnið saman að gerð barnabóka. Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur hlaut nýlega aðalverðlaun norrænnar bókmennta- hátíðar í háskólaborginni Caen í Normandí í Frakklandi. Skáldsagan hans, Líkið í rauða bílnum, var tilnefnd fyrir Islands hönd að þessu sinni en hún kom út hérlendis árið 1992. Norrænu bamabókaverðlaunin eru veitt árlega af samtökum skólasafnskennara (Nordisk skolebibliotekarförening). í ár komu þau í hlut 10

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.