Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 28

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 28
BÖRN 06 MENN|N6 Tíl KWingju með afm*U3 Astríd Línagren' Hinn 14. nóvember s.l. varð „mamma“ Línu Langsokks, Bræðranna Ljónshjarta, Ronju Ræningjadóttur og margra annarra persóna í barnabókum, hún Astrid Lindgren, níræð. Það er örugglega ekki ofmælt að Astrid Lindgren sé einn frægasti barnabókahöfundur okkar tíma. Bamabækur hennar, sem eru fjöldamargar þótt hún hafi verið nærri fertug þegar hún gaf út fyrstu bókina, hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og margar þeirra kvikmyndaðar. Arið 1972 svaraði Astrid á prenti þeim spumingum um sjálfa sig sem hún oftast var spurð. Henni segist svo frá: Þann 14. nóvember 1907 fæddist ég í gömlu rauðu húsi með eplatrjám í kring. Býlið hét Nes og við vorum fjögur systkinin, sæl og glöð eins og bömin í Olátagarði. Þegar ég var búin með skólaskylduna fór ég til Stokkhólms, varð ritari, réði mig á skrifstofu, gifti mig og eignaðist tvö börn. Ég ákvað snemma að skrifa aldrei bækur. Fæstir taka líklega formlega ákvörðun um að skrifa ekki bækur, en það gerði ég. í skóla var sífellt verið að segja við mig: „Þú verður ábyggilega rithöfundur þegar þú verður stór“ og af einhverju tilefni var ég kölluð - í svolitlum hæðnistón - Selma Lagerlöf Vimmer- bæjar. Ég held að ég hafi orðið hrædd og ég þorði ekki að reyna þó að ég fyndi innst inni að það gæti verið gaman að skrifa. Þ e s s a ákvörðun stóð ég við árum saman og það sem olli því að ég breytti henni að lokum var eftirfarandi: Árið 1941 fékk Karen dóttir mín lungnabólgu. Hún var sjö ára þá. Á kvöldin þegar ég settist á rúmstokkinn hjá henni rellaði hún eins og bömum er tamt: „Segðu mér sögu!“ Eitt kvöldið svaraði ég dauðuppgefin: „Um hvað á sagan að vera?“ og þá svaraði hún að bragði: „Línu Langsokk!" Nafnið kom bara si svona. Ég spurði ekki hver Lína væri heldur fór strax að segja frá. Þetta var furðulegt nafn og stúlkan var furðuleg líka. Karen og vinum hennar þótti strax einkennilega vænt um Línu og ég varð að segja sögur af henni árum saman. Kvöld eitt í mars 1944 snjóaði í Stokkhólmi og þegar ég kom labbandi eftir gangstéttinni meðfram Vasagarðinum steig ég á svell þakið nýsnævi. Ég datt, tognaði illa á fæti og þurfti að liggja í rúminu um tíma. Mér til afþreyingar fór ég að hraðrita sögurnar um Línu Langsokk - ég var prýðilegur hraðritari síðan ég vann á skrifstofunni - og hef alltaf síðan byrjað á að hraðrita verk mín. Karen átti tíu ára afmæli í maí 1944 og ég ákvað að hreinskrifa sögurnar um Línu og gefa henni í afmælisgjöf. Næsta skref var að senda handritið til útgefanda. Handritið fékk ég aftur í hausinn, því útgáfan vildi ekki taka það, en meðan ég beið eftir ákvörðun útgáfunnar skrifaði ég aðra bók því nú var ég komin á bragðið. Hana sendi ég í stelpubókasamkeppni hjá Rabén og Sjögren bókaforlaginu og vann 2. verðlaun. Árið eftir efndi sama forlag til samkeppni um barnabækur og þangað sendi ég handritið um Línu svolítið endurbætt og hlaut fyrstu verðlaun. Síðan gekk allt eins og í sögu. Lína varð geysi- vinsæl þó að margt fullorðið fólk yrði hneykslað og hrætt um að allir krakkar færu að haga sér eins og hún. „Ekkert bam étur heila tertu í kaffiboði“ skrifaði einn fullur vandlætingar. Og það var laukrétt. Ekkert eðlilegt bam getur heldur lyft hesti. En ef maður getur það þá getur maður líka hesthúsað heila tertu. 26

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.