Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 6

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 6
Dagný Kristjánsdóttir Thorbjorn Egner og þýðendur hans, Hálfdán Rasmussen og Kristján frá Djúpalæk Thorbjorn Egner Thorbjorn Egner (1912-1990) fæddist á Kampen, verkamannahverfi í Austurbæ Oslóar 12.12.1912, klukkan tólf á hádegi, að sögn fjölskyldunnar.1 Faðir hans var smákaupmaður. Thorbjorn var örverpi, eldri systkini hans tvö voru tólf og fjórtán árum eldri en hann svo að hann ólst upp eins og einkabarn, elskaður mjög. Egner var góður teiknari frá unga aldri, fór f listnám og lagði fyrir sig gluggaskreytingar og auglýsingar. Þegar heimsstyrjöldin síðari braust út og Þjóðverjar hernámu Noreg var hann 28 ára, giftur æskuástinni sinni, sonurinn Björn var eins og hálfs árs og stúlkubarnið Turi rétt ófætt. Hann hætti í auglýsingunum og ákvað að freista gæfunnar sem sjálfstætt starfandi myndlistamaður og rithöfundur. Eftir stríðs- og hernámsárin var norska þjóðin í sárum. Undir lok stríðsáranna brenndu Þjóðverjar stóran hluta af byggð og gróðri Finnmerkur til kaldra kola og fylgismenn norsku nasistanna og samstarfsmenn Þjóðverja reyndu að fela fortíð sína eins og best þeir gátu. Einars Gerhardsens og sósíaldemókratanna beið það hlutverk að byggja upp nýtt velferðarsamfélag í þessu fátæka og dreifbýla landi en þeir komust til valda árið 1947. Þeir leiddu ríkisstjórn uppbyggingarinnar og undir stjórn Gerhardsens lögðu stjórnmálaflokkarnir mörg ágreiningsmál til hliðar þvf að þjóðarsátt var orð dagsins. Friðurinn var ekki sjálfsagður og menn urðu að láta eitthvað á móti sér til að halda hann. Lýðræði byggist að sjálfsögðu á því að menn takist á um skoðanir sínar en uppbyggingin eftir stríðsárin leyfði ekki átök og endalausan ágreining heldur áttu „öll dýrin í skóginum að vera vinir." Norska útvarpið lék stórt hlutverk í þeirri þjóðarbyggingu sem fór í hönd á eftirstríðsárunum. Það þurfti að styrkja samstöðuna og leiða þjóðina inn í nútíma sem samtímis byggði á gömlum gildum. Það þýddi ekki að segja börnunum að heimurinn væri algóður. Það 1 Anders Heger. 2012. Egner. En norsk dannelseshistorie, Cappelen Damm AS, bls. 15.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.