Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 23

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 23
Sagnaþulur á heimsflakki 23 í alla skóla sem vildu taka við þeim. í höfuðborginni Madison voru framúrskarandi góðir bókaverðir sem völdu bækurnar sérstaklega fyrir þann hóp barna sem var að finna í hverjum skóla, en á sumrin voru bókakassarnir sendir heim á sveitabæina eða í þorpin. Þess vegna hafði ég aðgang að úrvalsbókum allan uppvöxtinn enda þótt við ættum heima í mjög strjálbýlu héraði þar sem ekkert bókasafn var að finna. Fyrsta bókasafnið í sýslunni var ekki opnað fyrr en eftir 1950." „Allt frá því að ég var lítil hafði ég mest gaman af bókum sem sögðu frá öðrum löndum. Ég man að ég hugsaði með mér að ég skyldi ferðast til allra landanna sem ég hafði lesið um. Sé draumur lifði með mér alla skólagönguna allt upp í háskóla - og þegar þangað kom var ég svo heppin að komast til kennara sem gátu hjálpað mér af sfað. [ háskólanum kenndi mér nunna sem hafði verið bókavörður i barnabókadeild borgarbókasafnsins I New York (New York Public Library) áður en hún gekk í klaustur. hað var henni að þakka að ég fékk fyrsta starfið - einmitt við það safn - og komst í Columbia-háskóla þar sem hún hafði sjálf verið við nám. Ég hafði líka fengið ágætar einkunnir og hlotið Fulbright-skólastyrk, en an stuðningsins frá henni hefði þetta ekki gengið svona vel," segir Anne Pellowski. Anne segir að bókasafnsfræðingar 1 ^andaríkjunum sem stefna á störf við barnabókasöfn verði að Ijúka tilskildu námi ' frásagnarlist og hún hafi lært hjá þekktri Sagnakonu, Augustu Baker: „Augusta sagði mér að ég hefði hæfileika svo að ég hef Verið sinna sagnahefðinni síðan," segir Anne kímin. „Ég byrjaði sem sögumaður á hverfisbókasafni í New York fyrir börnin í hverfinu. Sögustund í þessum skilningi felst ekki í upplestri úr bók heldur er munnleg frásögn þar sem sögð er saga eftir minni og útkoman fer eftir sköpunargáfu sögumannsins." segir Anne. „Þaðeryfir 100 ára hefð fyrir sögustundum af þessu tagi og þær hafa verið álitnar eðlilegur hluti af starfi barnabókasafna frá upphafi." „Við borgarbókasafnið í New York var ég sett yfir deild erlendra barnabóka, aðallega vegna tungumálakunnáttu, og eftir nokkur ár þar hóf ég að vinna við Alþjóðabókasafn æskunnar (International Youth Library) og aðstoðaði Jellu Lepman við að koma safninu á fót. Við þetta opnuðust mér dyr út um allan heim," segir Anne. Alþjóðabókasafn æskunnar er stærsta safn bóka fyrir börn og ungmenni í heiminum. Stofnandinn var rithöfundurinn og blaðamaðurinn Jella Lepman sem var einnig sú sem átti stærstan hlut í að alþjóðasamtök IBBY urðu að veruleika. Safnið hóf starfsemi árið 1949 og er til húsa í Munchen. „Þegar ég síðar gekk til liðs við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og fór að vinna að uppbyggingu barnafræðslu víða um heim var líka rökrétt að ég héldi því áfram að segja sögur og bregða mér I hlutverk sagnaþular á ferðum mínum." Eru einhver verkefni minnisstæðari en önnur úr störfum þínum fyrir UNICEF? „Ekki kannski verkefni heldur frekar tilteknar bækur sem ég er stolt af að hafa unnið að - eða fólk sem ég vann með. Ég var mjög stolt af starfi mínu í Venesúela vegna samvinnunnar við Virginiu Betancourt Valverde þá framkvæmdastjóra þjóðarbókasafns Venezuela. Mér finnst mjög leitt að núverandi forseti skuli hafa látið þessu starfi fara svona mikið aftur. Ég þekki mjög vel til í Venesúela og heimsótti alla landshluta þar til þess að aðstoða við uppbyggingu á litlum grenndarbókasöfnum, kenna starfsfólkinu handtökin og koma á fót barnabókaforlagi til þess að útvega fólkinu bækur á sinni eigin spænsku mállýsku og með sögum frá sínu héraði, ásamt efni frá öðrum löndum. Ég er mjög stolt af þeirri vinnu og vona að þetta verði allt byggt upp aftur. Bókaútgáfan gengur reyndar ennþá vel - hún heitir Ediciones Ekare." Anne segir að bókasöfnunum hafi farið mikið aftur: „Forsetinn lét loka mörgum þeirra og oft var reynt starfsfólk látið hætta, vegna þess að það tilheyrði ekki flokknum, og óþjálfaðir starfsmenn ráðnir í staðinn. Og þó að þetta fólk tilheyrði engum sérstökum flokki missti það vinnuna og það er sorglegt að hugsa til þess. Þetta á sérstaklega við í fátækustu héruðunum þar sem bókasöfnin gegndu hlutverki menningarmiðstöðva og gerðu það á dásamlegan hátt! En ég hef á tilfinningunni að þetta verði endurreist - er sannfærð um það - vegna þess að löngunin eftir að hafa þessar miðstöðvar var svo mikil, og á endanum á það afl eftir að segja til sín - sérstaklega núna þegar Chavez er fallinn frá." „Svo get ég nefnt ýmislegt einstaklings- bundnara. Fyrsti sagnaþulurinn frá Afríku

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.