Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 27

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 27
I rauðu mánaskini 27 herðum að vinna bug á illu afli sem annars mun tortíma heiminum. [ þessari bók eru töfrar ekkert til að leika sér að. Þeir krefjast orku og æfinga og þeim fylgir mikil ábyrgð. Tvær fullorðnar persónur leiðbeina nornunum og hjálpa þeim að fóta sig í galdraheimum en þær eru báðar ansi dularfullar og vonandi fær lesandi að vita meira um þær (seinni bókunum. Hluti þess að öðlast vald yfir töfrunum er að komast að því hvers konar norn maður er líkt og það er hluti unglingsáranna að komast að því hver maður sjálfur er. Þetta upplifir Vanessa: „Nú eru Vanessurnar alltof margar og hún veit ekki lengur hver er sú rétta". Það getur verið vandasamt að vera næstum fullorðinn. Aukið sjálfstæði kallast á við aukna ábyrgð, fyrstu ástinni fylgir sársauki, ungnornirnar drekka og stunda kynlíf, og ófullkomnir foreldrar og skólinn bæta ekki úr skák. Að fjarlægjast gamla vini og vingast við fólk sem við fyrstu sýn virðist gerólíkt manni sjálfum: allt er þetta hluti af því að fullorðnast. Samhliða sálarflækjum unglingsáranna þurfa nornirnar að berjast við öfl sem vilja tortíma þeim. Bókin er á köflum mjög óhugnanleg. Rithöfundarnir læða þeirri hugsun að lesandanum að engin persóna sé í raun óhult og nornirnar séu í raun og veru að berjast fyrir lífi sínu. Þó svo að Hringurinn fjalli um unglinga er hún þannig skrifuð að sagan höfðar einnig til fullorðinna og greinilegt er að ritsamstarf nema blóði". Linnéa klæðir sig f kjóla með hauskúpum og slaufum, málar sig svarta í kringum augun og litar hárið svart. Hún er ekki ein af vinsælu stelpunum en á þó sinn utangarðsvinahóp. Það á Anna-Karen hinsvegar ekki. Hún hefur verið lögð í einelti alla sína skólagöngu, mest af hinni vinsælu en andstyggilegu (du. Námshesturinn Minoo lætur svo lítið fyrir sér fara að það er nánast eins og hún sé ekki til, en skellibjallan Vanessa lætur skólann sig lítið varða og hefur meiri áhuga á að drekka sig fulla og kela við kærastann. Rebekka er ábyrgðarfull og hugsar um systkini sfn en hún á jafnframt leyndarmál sem enginn má vita, ekki einu sinni Gústaf kærastinn hennar. Þannig koma stúlkurnar úr ólfkum hópum innan stéttskipts samfélags menntaskólans. Styrkur bókarinnar liggur í persónusköpuninni, í byrjun virðist sem hver norn sé tvívíð staðalmynd en þegar á líður gera þær fyrirframgefnar hugmyndir lesanda að engu. Ólík persónueinkenni og aðstæður söguhetjanna gera það að verkum að lesendur geta samsamað sig þeim. Þrátt fyrir að stúlkurnar séu ólíkar innbyrðis og þoli jafnvel ekki hver aðra neyðast þær til að standa saman þegar f Ijós kemur að þær eru „hinar útvöldu" og það er á þeirra þeirra Mats Strandberg og Söru B. Elfgren er heillavænlegt. Bókin er gríðarlega spennandi og lesandinn veit ekki frekar en nornirnar hverjum má treysta. Talmál unglinganna er áreynslulaust og eðlilegt, og íslenska þýðingin lipur. Frásögnin flakkar milli sjónarhorna nornanna en þó fær lesandinn aldrei að skyggnast inn í hugarheim tveggja nornanna. Það eykur eftirvæntinguna eftir að lesa seinni bækurnar tvær þar sem Ifklegt er að lesandi fái að kynnast nornunum betur. Ýmsum spurningum er ósvarað og í lok bókarinnar getur lesandi ekki beðið eftir þeirri næstu en það er einmitt aðalsmerki góðrar bókaraðar. Höfundur er bókmenntafræðingur

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.