Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 10

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 10
Börn og menning var mikil yfirlega og stílfræðileg nákvæmni. Þetta sést til dæmis af tilsvörum persónanna sem oft eru stakar setningar, svo slípaðar að þær virka næstum eins og málshættir. Hljómur og tónlist vísnanna byggist fyrst og fremst upp af endurtekningum eins og sjá má í vísu Lilla klifurmúsar: SPILLEMANNSVISE (Egner) Her kommer Klatremus Lillemann en mus som synge og spille kan. En riktig synge- og spillemann det er Klatremus Lillemann. Tra-la-la-la-la tra-la-la-la-la tra-la-la-la-la-la la-la la la la. SPILARAVÍSA (Kristján) Hér kemur Lillimann klifurmús sem kæti ber inn í sérhvert hús. Ein regluleg söngva- og músikmús og meistara gítarsláttumús. Tra-la-la-la-la tra-la-la-la-la tra-la-la-la-la tra-la-la-la-la. Eins og sjá má eru fyrsta og fjórða línan endurteknar með blæbrigðum hjá Egner og rímið byggir líka á endurtekningum - Lillemann, spille kan, spillemann, Lillemann þar sem aðeins rím annarrar línu sker sig úr. Þríliðir eru ráðandi og það er hægt að læra svona vísu með því að hlusta á hana einu sinni. Þýðing Kristjáns er mun formfastari en gerð Egners. Kristján notar stuðla og höfuðstafi, þríliðir eru mun reglulegri og kórréttari en hjá Egner en um leið heldur hann einfaldleika og kliðmýkt Egners og barnslegum þokka. Honum tekst líka að ná endurtekningunni eða klifuninni í endaríminu á sömu stöðum þar sem aðeins önnur línan sker sig úr. Revevise Jeg heter Mikkel rev har reve-nesegrev og revesvans og vakker pels og gár pá tærne hev. Jeg legger meg pá lur i busker, stein og ur, og snapper opp hver liten musekropp som gár en tur. Jeg sier "Boh!" og skremmer muselurven og roper: "Gi meg det du har i kurven!" og sier musa nei og prover á fly sin vei sá en og sá to og sá tre og sá plopp! - er musa spist av meg. Vísur Mikka refs Hér mætir Mikki, sjá, með mjóa kló á tá, og mjúkan pels og merkissvip, sem mektarbokkar fá. Ég ligg í leyni þétt við lágan runn og klett. Ef lykt ég finn, hver lítil mús er löngum illa sett. Ég kalla: Gagg. Með kló í músarskinni Þá kveð ég Gef mér brauð úr tínu þinni. Ef mýsla neitar mér, og máski stimpast fer. Heyr, einn og tveir og þrír og þá með þökk hún étin er. Nár jeg gár ut pá jakt i all min rode prakt, har skogens alle smákryp ikke stort de skal ha sagt. Da skjelver de av skrekk og flyr forskrekket vekk, for alle er sá redd for meg fordi jeg er sá kjekk. Men hysj! Der syns jeg at jeg horer noen! Der kommer Morten skogmus gjennom skogen! Vær stille alle der, sá gjemmer jeg meg her, og ligger her med krumme tær til han er ganske nær. Þá veiðiför ég fer og frakkann rauða ber, hin minni dýr um mörk og fjall þá mega gá að sér. Þau skjálfa eins og urt í ógn, og flýja burt. Því marga sögn um mína slægð þau munu hafa spurt. En, uss, í mosa músar tif ég greini. Sjá, Marteinn kallinn læðist þar hjá steini. Hver hafi hljótt um sig. En hérna fel ég mig. Hið litla, montna músargrey nú mætti vara sig. Eins og í fyrra dæminu þýðir Kristján frumtextann nákvæmlega og bætir um betur með reglulegu og glæsilegu formi - en það er ekki laust við að persónusköpun refsins sé ólík hjá honum og Egner. Mikki Egners er fyrst og fremst hégómlegur og siðlaus, hann drepur hratt og umhugsunarlaust vegna þess að hann er rándýr. Mikki Kristjáns er fyrst og fremst valdsmaður, hann er hrokafullur, slægur og hin dýrin eru dauðhrædd við hann vegna kænsku hans sem þau sjá ekki við. Dýr Egners tortryggja Mikka af því að hann er svo flottur/kjekk. Kristján manngervir Mikka meira en Thorbjorn Egner. Mikki hans er rauðrefur með rauðan feld en hjá Kristjáni ber hann rauðan frakka þegar hann fer á veiðar eins og breskur lávarður (á refaveiðum) og öll þýðingin er full af sjaldgæfum orðum og myndhverfingum og er verulega fínn skáldskapur. Það er ef til vill réttara að tala um þá Kristján og Thorbjorn sem samhöfunda barnasöngvanna úr leikritunum ekki síður en þá Thorbjorn og Halfdan Rasmussen. Það er heildareinkenni á Egner-þýðingum Kristjáns frá Djúpalæk að þó að þær séu nákvæmar er málsnið þeirra samt annað. í þeim felst fagurfræðileg menningarfærsla því að þær eru hábókmenntalegar og komnar langt frá einfaldleika Thorbjorns Egners hvað það varðar. Samt læra íslensk börn þessi Ijóð og syngja við raust og sanna þar með að það má vel kenna þeim vandasamt Ijóðmál til að þroska málkennd þeirra og kenna þeim orðaforða sem bragð er að. Fátt er meira virði nú á dögum. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.