Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 28

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 28
28 Börn og menning Nafn Stefáns Mána ættu flestir bókelskir (slendingar að þekkja núorðið. Húsið, sem kom út í fyrra, var ellefta skáldsaga hans frá frumrauninni, Dyrunum á Svörtufjöllum (1996), en í millitíðinni hefur hann m.a. hlotið íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann og verið tilnefndur til hins norræna Glerlykils fyrir verk sín. Á árinu sem nú er brátt hálfnað hefur tólfta skáldsagan, Úlfshjarta, litið dagsins Ijós. Hér hefur Stefán Máni spreytt sig á nýju formi, eða að minnsta kosti nýjum markhópi; Úlfshjarta er unglingabók, eða ef til vill myndi enska hugtakið „Young Adult" lýsa greininni eilítið nákvæmar - kannski blæbrigðamunurinn liggi í því að á meðan „unglingabækur" séu samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu ætlaðar (börnum og) unglingum séu „Young Adult" bækur fremur teygjanlegar upp á við í aldri en niður; fyrir unglinga (og fullorðna) - fullorðið fólk sem telja má ungt í anda ef ekki öðru. Vinsældir fantasíubókaflokka á borð við Hungurleika Suzanne Collins hafa enda slst einskorðast við kornunga lesendur, en á kápu Úlfshjarta er einmitt fullyrt að hér sé á ferð „bók sem aðdáendur Hungurleikanna og Twilight [muni] falla fyrir". Persónuleikinn gegn frumskrímslinu Þótt fantasíubókmenntir hafi átt áberandi vinsældum að fagna á síðustu árum hafa furðuverur ávallt átt sér vísan stað í sagnalist, og gamalgróin minni á borð við vampírur og varúlfa má rekja til þjóðsagnaarfs ýmissa landa. í Úlfshjarta segir semsagt frá varúlfum, sem samkvæmt söguheimi bókarinnar hafa alltaf þekkst meðal manna - ekki aðeins í þeim skilningi að hafa lifað á meðal þeirra, heldur einnig þeim að varúlfarnir eru sjálfir mannfólk. Þetta finnst mér einmitt sérstaklega áhugaverður flötur á varúlfum í samanburði við ýmsar aðrar furðuverur sem þeir eru gjarnan flokkaðir með. Vampírur hafa til dæmis stigið yfir mörk lífs og dauða og þótt finna megi áhugaverða fleti á samlífi þeirra við mannfólkið þá lúta þær öðrum lögmálum og eiga ekki fyllilega afturkvæmt til mannheima. Sombíar eða uppvakningar eru firrtir allri mennsku og lítið annað en heiladauðir óvinir manna. Aftur á móti eru varúlfar í raun fyllilega mennskir að eðli - fólk sem býr við þá bölvun að umbreytast öðru hvoru í villidýr, og ekki bara í hinni óeiginlegu merkingu sem sumt „venjulegt" fólk kannast við: „Öll skynjun verður næmari en á sama tlma sortnar hugurinn, persónuleikinn leggst í skammtímadvala og frumskrímslið tekur yfir, dýrið innra með okkur..." (s. 135) Májafnvel segja að slíkur veikleiki geri viðkomandi bara sérlega mannlega/n þegar allt kemur til alls. Þótt grundvallareinkenni hefðbundinna furðuvera haldist að jafnaði óbreytt (vampírur drekka blóð, varúlfur er maður í tímabundnu

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.