Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 15

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 15
Fræði og frásögn 15 fyrir koma í ævintýrum, er takmarkaður. Propp taldi að í rússneskum ævintýrum væri 31 liður en að sjálfsögðu birtast þeir ekki allir í öllum ævintýrum. 3. Röð liðanna er alltaf hin sama. 4. Öll eiginleg ævintýri hafa sömu frásagnargerð. Propp leiðir þennan lið af hinum þremur en segja má að hann sé grundvallarforsenda athugunar Propps.6 Síðan setur Propp upp frásagnarliði sfna °9 nefnir dæmi um hvernig þeir birtast í rússneskum ævintýrum.7 Hann lét þó ekki staðar numið þar heldur greindi frásagnarliðina niður í sjö athafnasvið (spheres): þorparans, veitandans, hjalparmannsins, eftirsóttrar persónu (prinsessu), sendandans, hetjunnar og fölsku hetjunnar. Þessi athafnasvið þurftu ekki öll að koma fyrir í hverju ævintýri, mörg athafnasvið gátu skarast í einum frásagnarlið auk þess sem Propp taldi koma til greina að ein persóna gæti komið við sögu í mörgum athafnasviðum og tvær persónur á einu.8 Þegar Formgerð ævintýrisins kom út í enskri þýðingu var sem sprengju væri varpað á paðreim bókmenntafræði og þjóðsagnafræði °9 áratuginn þar á eftir er óhætt að telja blómaskeið frásagnarfræðin nar. í Bandaríkjunum verkaði rannsóknaraðferð PropPs sem vítamínsprauta á þarlendar þjóðfræðirannsóknir og þjóðfræðingurinn Alan Dundes beitti aðferðum Propps á þjóðsögur Indíána. í Evrópu urðu áhrif Pr°pps aftur á móti frekar til þess að vekja UPP kenningar annarra fræðimanna sem a sumu leyti byggðu á sömu forsendum °9 hann. Þar má helst nefna Lévi-Strauss, Bremond og Greimas en um kenningar þess S'ðastnefnda verður lauslega fjallað i næsta kafla. Enda þótt niðurstöður Propps hafi notið mismikillar hylli VOru viðhorf hans og rannsóknaraðferð byltingarkennd og hafa 11 eftir sig djúp spor. Hann varð fyrstur anna til að setja fram reglur um formgerð ei ar tegundar sagna og enda þótt deila uiegi um frásagnarliði hans leiddu rannsóknir ns til endurmats á fyrri aðferðum og nVrrar hugsunar á sviði frásagnarfræði. 1.2. A.J. Greimas og endurbætur hans á líkani Propps Eins og áður var getið hafði ensk útgáfa Formgerðar ævintýrisins þau áhrif að fleiri tóku sig til og gerðu líkön til að lýsa atburðarás sagna. Þar má nefna Frakkann Claude Bremond en hans líkan var ólíkt frásagnarliðum Propps að því leyti að Bremond notaði ekki tímaröð til að tengja liði sína saman heldur orsakasamhengi.9 En sennilega hefur Litháinn Algirdas Julien Greímas (1917-1992) og bók hans Formgerðarmerkingarfræði (Sémantique Structurale, 1966) haft ennþá meiri áhrif. Hans meginmarkmið var að endurbæta formgerðarlíkan Propps og í framhaldi af því varð til þátttökulíkan (aktant-líkan) hans, byggt á athafnasvæðum Propps. Þau voru eins og áður sagði sjö en Greimas fækkar þeim niður í þrenn andstæðupör: gerandi og viðfang, hjálparhella og andstæðingur og sendandi og viðtakandi. Þessi pör lýsa þremur mikilvægustu frásagnarmöndlunum, möndli girndarinnar, valdsins og tilfærslunnar. Þessi andstæðupör nefnir hann „aktanta" og setur þau upp í líkan: fsENDANDlJ (vIÐFANg) ^VIÐTAKANpf) A (hjálparhella) (gerand?) <4 (andstæðingur) Þetta líkan telur hann að geti bæði lýst einföldum frásögnum eins og ævintýrum Propps en einnig flóknari sögnum á borð við leitina að hinum heilaga graal.10 Eins og sést er það að mestu byggt á athafnasviðum Propps en einnig er Greimas undir áhrifum frá boðskiptalíkani Romans Jakobsons („Closing statement: linguistic and poetics," Style in Language, ritstj. T. Sebeok, 1960).11 Bak við þátttökulíkanið sem lýsir frásögnum liggur annað líkan Greimas sem hann kveður lýsa grundvallarformgerð merkingar (djúpgerðinni). Það er að mestu byggt á andstæðutvenndum Claude Lévi-Strauss (Anthropologie structurale, 1958) sem hann telur að baki öllum goðsögum og lýsa má með eftirfarandi formúlu: A: B :: C : D (A er B það sama og C er D). Þessi andstæðutvennd er raunar ekki glæný af nálinni, ættuð frá Aristótelesi, og svo er raunar einnig um líkan Greimas um grundvallarformgerð merkingar, hið svokallaða „fiðrildi" sem hér verður nú sett upp:12 s ----------------►Si S2 ~Si (Ekki S2) ◄--------------► (Ekki ~s S1 og S2 tákna hér móthverfu, andstæður sem skilyrðast hvor af annarri. ~S1 er bæði neitun S1 og forsenda S2 og ~S2 neitun S2 og forsenda S1. Segja má að Greimas sé í öllum grundvallaratriðum að þróa og endurbæta kenningar Propps og endanlegt markmið hans er hið sama: að finna algilda grundvallarþætti atburðarásar eða framvindu sögunnar. Greimas er aftur á móti með tvö lög í sinu kerfi (atburðarás og djúpmerkingu) auk þess sem hann beinir sjónum aðeins að mikilvægustu átakamöndlunum. 6 Sama rit, 19-24. Þýðingar á skilgreiningu Propps á frásagnarlið og grundvallar-reglunum fjórum eru Vésteins Ólasonar („Frásagnarlist í fornum sðgum," 169-170). 7 Propp, Morphology of the Folktale, 25-65. 8 Sama rit, 79-83. 9 Líkani Bremond er öllu nákvæmar lýst í bók Shlomith Rimmon-Kenan (Narrative Fiction, 22-28). 10 Flawkes, Structuralism and Semiotics, 87-95. '1 Sama rit, 83-85. 12 Ýmsar teikningar eru til af líkaninu. Grundvallarhugmyndin er þó ein og það er hún sem er höfuðatriðið.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.