Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 20

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 20
Börn og menning nýjan heim sem liggur annaðhvort samhliða raunheimi okkar I nútímanum eða algjörlega fyrir utan mannkynssöguna í gerviheimi með eigin sögu, reglum og samfélagi. Árið 1989 kemur út fantasían Álagadalurinn eftir Heiði Baldursdóttur og það er við hæfi að þessi bók, sem opnaði nýja furðuveröld íslenskum börnum, kemur út á því ári sem ný veröld verður til í raunheiminum, við fall Berlínarmúrsins. Á tíunda áratugnum flæddu furðu- sögurnar yfir íslensk börn, bækur eftir höfunda eins og Kristínu Steinsdóttur, Iðunni Steinsdóttur, llluga Jökulsson, Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Helga Jónsson. Á þessari öld má kannski helst til nefna Þorvald Þorsteinsson, Sigrúnu Eldjárn, Ragnheiði Gestsdóttur, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og GunnarTheodór Eggertsson sem höfunda sem skrifa undir gunnfána fantasíunnar. Furðusögur slíta barnsskónum Og nú erum við loksins komin til vits og ára, við fyrsta kynslóð íslenskra furðusagnalesenda, við börnin sem ólumst upp við lestur furðusagna níunda og tíunda áratugarins. Við lesum enn furðusögur, og við erum farin að skrifa furðusögur sjálf. Síðustu þrjú árin hefur verið sannkölluð furðusagnahátíð hér á íslandi og eru engin glfuryrði að halda þvl fram að sprenging hafi orðið I útgáfu furðusagna, fyrir börn en þó einkum fyrir fullorðna. Fjöldi bóka hefur komið út sem hægt er að flokka sem furðusögur og flestar þeirra eru eftir unga rithöfunda sem eru að stíga fyrstu skrefin á ritferli sínum. Haustið 2012 var haldin fyrsta bókmenntahátíðin helguð furðusögum hér á landi. Tvö útgáfufyrirtæki hafa verið stofnuð sem einbeita sér að útgáfu furðusagna: Bókabeitan, sem gefur út furðusögur fyrir börn, og Rúnatýr, sem gefur út furðusögur fyrir fullorðna. Bæði útgáfufyrirtækin voru stofnuð af ungum rithöfundum sem hafa einbeitt sér að furðusögunni. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir, forsprakkar Bókabeitunnar, hafa skrifað fjórar bækur í hrollvekjubókaflokknum Rökkurhæðir sem ætlaður er stálpuðum börnum og unglingum og forsprakki Rúnatýs, Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, hefur skrifað eina fantasíu og tvær hrollvekjur og þýtt smásagnahefti eftir bandaríska hrollvekjumeistarann H.P. Lovecraft.3 4 Fantasían hefur að vanda verið vinsælust meðal þeirra nýju furðusagna sem komið hafa út síðustu þrjú árin. Nýir höfundar hafa gefið út sígildar fantasíubækur fyrir fullorðna, þeir Emil Hjörvar Petersen, Elí Freysson og Jón Páll Björnsson, en einnig hafa komið út fantaslur fyrir unglinga eftir höfunda eins og Ragnheiði Gestsdóttur og Hildi Knútsdóttur. Og árið 2012 féllu Islensku barnabókaverðlaunin í skaut Kjartani Yngva Björnssyni og Snæbirni Brynjarssyni fyrir fantasíuna HrafnsaugaÁ Hrollvekjan hefur einnig smokrað sér inn á bókamarkað landans, en Yrsa Sigurðardóttir hefur nýlega sent frá sér tvær hryllilegar bækur sem nutu gífurlegra vinsælda, zombíur námu land á Fróni í bók eftir Nönnu Árnadóttur, og Island varð steinrunnið I annarri fantasíubók Gunnars Theodórs Eggertssonar.5 Einstaka vísindaskáldsögur hafa jafnvel komið út síðustu árin, eftir höfunda eins og Helga Ingólfsson og Davíð Þór Jónsson. (slenski furðusagnarisinn, tölvuleikjafyrirtækið CCP, hóf svo útgáfu á bókum sem gerast í söguheimi sínum, en þar hefur komið út ein skáldsaga eftir Islending, Hjalta Daníelsson.6 Öld furðusögunnar er gengin í garð og lítur allt út fyrir að næstu árin og áratugina eigi furðusagan eftir að þroskast og blómstra hér á landi. Ef við lítum yfir þær bækur sem hafa verið að koma út síðustu árin er ekki hægt að komast hjá því að sjá að byrjendabragur er á mörgum þeirra, enda eru þær skrifaðar af rithöfundum sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum og jafnvel gefa bækur sínar út sjálfir og ekki undir vandaðri ritstjórn rótgrónu útgáfufyrirtækjanna hér á landi. Sumar bækurnar eru afskaplega illa 3 Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elin Hassel skrifa bækurnar í hryllingsbókaflokknum Rökkurhæðir I sameiningu, árið 2011 komu út Rústirnar og Óttulundur og árið 2012 komu út Ófriður og Kristófer. Þærfengu Vorvindaviðurkenningu IBBY á Islandi 2012 fyrir framlag sitt til lestrarhvatningar. Eftir Þorstein Mar Gunnlaugsson hafa komið út smásagnaheftið Myrkfælni(2011), hrollvekjan Þoka (2012) og fantasían Vargsöld (2013) sem mun vera fyrsta bók í lengri bókaflokki. 4 Tvær bækur hafa komið út I fantasíubókaflokknum Saga eftirlifenda eftir Emil Hjörvar Petersen, Höður og Baldur(2010) og Heljarþröm (2012). Elí Freysson hefur einnig gefið út tvær bækur I sínum fantasíubókaflokki, Meistari hinna blindu (2011) og Ógnarmáni (2012). Jón Páll Björnsson hefur skrifað eina fantasíu, Fimm þjófar (2011). Gegnum glervegginn (2011) er ekki fyrsta fantaslubók Ragnheiðar Gestsdóttir, en hún fékk Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir fantasluna Sverðberann (2004). Spádómurinn (2012) er fyrsta barnabók Hildar Knútsdóttur og önnur skáldsaga hennar. Hrafnsauga (2012) er fyrsta skáldsaga Kjartans Yngva Björnssonar og Snæbjarnar Brynjarssonar. 5 Yrsa Sigurðardóttir hefur skrifað tvær hrollvekjur sem nýta sér bæði þjóðsagnaarfinn og erlend hrollvekjuminni, Ég man þig (2010) og Kuldi (2012). Zombie lceland (2011) eftir Nönnu Árnadóttur er skrifuð á ensku. Gunnar Theodór Eggertsson sendi frá sér Steinskripin (2012), sjálfstætt framhald Steindýranna (2008) sem hlaut Islensku barnabókaverðlaunin. 6 Runukrossar (2010) eftir Helga Ingólfsson er furðuleg framtíðarsaga sem gerist á múslímsku (slandi. Orrustan um Fold (2012) eftir Davíð Þór Jónsson gerist I fjarlaegu sólkerfi. EVE: The Burning Life (2010) eftir Hjalta Daníelsson gerist I söguheimi tölvuleiksins EVE Online, en Hjalti starfar einnig I leikjafyrirtækinu CCP við að spinna söguþræði innan leikjaheimsins.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.