Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 9

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 9
Thorbj0rn Egner og þýðendur hans 9 en mér finnst það breyta lýsingunni á Soffíu frænku og úr skassi í grýlu. Sjáum hvernig Kristján frá Djúpalæk þýðir þetta: Kristján frá Djúpalæk: Því andlit þeirra eru svört, já eins og moldarflag, og kraftaverk það kalla má að koma þeim i lag. Ef sápa ekki segir neitt ég sandpappír mér fæ og skrapa þá og skúra fast uns skítnum burt ég næ. Kristján hefur greinilega haft þýðingu Rasmussens sér til hliðsjónar og valið það sem hefur hentað honum að breyttu breytanda. í þýðingu Halfdans Rasmussens kemur líka skýrt fram menningarmunur nnilli Noregs og Danmerkur í því að Halfdan Rasmussen lætur Bastían bæjarfógeta ekki þvo upp með frú Bastían heldur taka upp bjórflöskurnar („Han trækker gerne ollen op nár vi fár ollebrod") og hann lætur bóndakonuna sem er að leita að bangsa litla ásamt manni sínum í Dýrunum í Hálsaskógi skamma hann og segja að hann verði að drepa í vindlinum til að þau sjáist ekki („du má slukke din cigar/ellers kan han se dig, far"). Það er erfitt að benda nákvæmlega á það hvenær bullljóðahefðin og ýkjurnar í þýðingum Rasmussens hætta að vera skemmtilegur merkingarauki og verða að háði eða útúrsnúningum á pólitískri ætlun og boðskap hins norska kollega hans. Þýðingar Halfdans Rasmussens eru leikandi léttar og sannlega voru þær prýðiskynning fyrir börn á verkum nágrannaskáldsins í norðri en það er langt frá því að verk Egners hafi sömu hefðarveldisstöðu í danskri barnamenningu og þeirri íslensku. Kristján frá Djúpalæk lætur persónurnar í leikritum Egners ekki drekka bjór og reykja en hann umskapar Ijóð hans þó ekki siður en Halfdan Rasmussen. Kristján frá Djúpalæk Kristján frá Djúpalæk (1916-1994) er jafnaldri Thorbjorns Egner og á ýmislegt sameiginlegt með Halfdan Rasmussen. Báðir voru þeir róttækir í stjórnmálaskoðunum og Ijóð þeirra fyrir fullorðna eru alvarleg og metnaðarfull, einkum framan af, báðir hófu þeir feril sinn sem hefðarmenn i formlegum skilningi og voru það lengstum, báðir áttu þeir til siðferðilega og pólitíska andúð á samtíð sinni. Þó að þeir hafi átt sína aðdáendur voru það ekki hin metnaðarfullu, Pólitísku og háfleygu Ijóð sem þeir ortu framan af ferli sínum sem þeir voru dáðastir fyrir. Þeir sungu sig þó inn i hjörtu þjóða sinna. Rasmussen var dáður fyrir barnaljóð sín og Kristján fyrir hinar vinsælu Þýðingar sínar á barnaljóðum Thorbjorns Egners og ekki síður fyrir dægurlagatexta sína sem allir kunnu og sungu. í dægurlagatextunum svaraði Kristján þeirri eftirspurn áranna eftir str'ð, sem áður var talað um, þar sem beðið var um bjartsýni, ævintýri, afþreyingu og sögur sem enduðu vel. Hann var líka menningarpólitískt vakandi gagnvart áhrifum alþjóðlegrar fjöldamenningar og viss um oauðsyn þess að taka skynsamlega á móti henni en reyna ekki að banna hana eða bölva henni. Söngtextar Kristjáns, kannski sárstaklega sjómannasöngvarnir, eru eins og textar Egners hluti af Þeirri þjóðarbyggingu og þeim þjóðargoðsögnum sem (slendingar komu sér upp eftir margvíslega niðurlægingu stríðsáranna. Það þurfti að breiða yfir ágreining og andstæður og sameinast um hetjur, til dæmis hetjur hafsins. Aðalbjörg Bragadóttir bendir á það í MA-ritgerð sinni um Ijóð Kristjánsað hann hafi ekki bara átttil rómantík heldur líka raunsæja og harða drætti í sjómannasöngvum sínum. Þannig ruddi hann brautina fyrir Gylfa Ægisson og Bubba Morthens og þá sem endurnýjuðu sjómannasöngvana á áttunda og níunda áratug aldarinnar.14 Það kemur fram hjá Aðalbjörgu og Þórði Helgasyni sem bæði hafa skrifað um Kristján frá Djúpalæk að menningarvitum þótti hann leiða „skáldheiður sinn inn á ystu nöf"15 með dægurlagatextunum og trúlega hefur mönnum fundist hann bæta gráu ofan á svart með þýðingum sínum á barnaljóðum Thorbjorns Egners. Eins og Stefán Jónsson, barnaljóðaskáldið góða, skrifaði í dagbók sína þótti það ekki hefðarauki fyrir karlmannleg skáld að yrkja fyrir börn16 og í viðtali við Valgeir Sigurðsson segir Kristján: Ég veit, að sumir hafa lagt mér þetta út til lasts og sagt, að slíkar yrkingar væru ekki samboðnar skáldum, en ég hef jafnan svarað því til, að ef hin eiginlegu Ijóð mín standi ekki undir því að ég sé kallaður skáld, þá verði bara að hafa það. Ég hef líka þýtt mikið af söngvum, meðal annars í barnaleikritum, og ég hef ekki getað betur séð en að þau falli í ágætan jarðveg hjá þeim, sem þeirra eiga að njóta. Ég veit ekki, hversu oft er búið að sýna Kardemommubæinn, eða leika og syngja lögin í því verki en hitt er víst, að börn hafa ekki enn fúlsað við söngtextunum þar.17 Við sjáum hér að Kristján leiðir umræðuna um dægurlagatextana beint yfir i umræðu um barnatextana sem hann er stoltur af en þó kemur eins og afsakandi tónn í ummæli hans undir lok tilvitnunarinnar. Þórður Helgason segir: „Kristjáns verður lengi minnst fyrir framlag sitt til bamanna í landinu og þeirra sem auðnast að varðveita í sér sál barnsins. Hann samdi, stældi og þýddi fjölda söngtexta sem kynslóðir barna hafa hlustað á, lært og sungið. Fullyrða má að í þessum verkum hafi orðsnilld Kristjáns og smekkvísi notið sín til fulls."18 Egner á íslensku Það sem einkennir barnaljóð Thorbjorns Egners umfram allt annað er ákaflega barnslegt og einfalt yfirbragð þeirra, létt og leikandi og með eindæmum hljómrænt. Þetta er barnslegt yfirbragð en á bak við það 14 Aðalbjörg Bragadóttir. 2009. „Þetta land skamma stund bjó mér stað. Ég er strá I þess mold. Ég er það: Um sérstöðu Ijóðagerðar Kristjáns Einarssonar frá Djúpalæk". Óprentuð MA-ritgerð. Reykjavík, bls. 96-99. 15 Þórður Helgason. 2007. „Að eiga draum I dagsins tryllta gný. Um Ijóðagerð Kristjáns frá Djúpalæk". Fylgdarmaður hússins. Heildarkvæðasafn Kristjáns frá Djúpalæk, bls. 360. Ritstjórar Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Þórður Helgason. Reykjavík, Bókaútgáfan Hólar. 16 Stefán Jónsson, 2005, „Draumsins hef ég að sakna. Brot úr dagbókum Stefáns Jónssonar", Þorleifur Hauksson bjó til prentunar, Tlmarit Máls og menningar, 66. árg., 2. hefti, bls. 6-11. 17 Valgeir Sigurðsson 1978, Kristján frá Djúpalæk. Með yfirskegg og tösku. Um margtað spjalla. 15 viðtalsþættir, Akureyri, Bókaforlag Odds Björnssonar, bls. 66. 18 Þórður Helgason. 2007, bls. 368.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.