Börn og menning - 01.04.2013, Qupperneq 12
12
Börn og menning
með því að hirða tennurnar vel og að
staðaldri" (Morgunblaðið 1954, 31.
október). Þetta er alls ekki fyrsta og hvað
þá síðasta skipti sem börn eru hrædd til
hlýðni og vöruð við afleiðingum sætindaáts
eða ofáts. Þetta sjáum við hvað eftir annað
í alþýðuævintýrum þar sem börn springa,
fá garnaflækju eða hreinlega deyja, til
dæmis af því að drekka of mikið kalt vatn,
borða of mikið svínakjöt eða hakka í sig of
mikið af kökum. Sjálfur Gosi varð að asna
vegna sælgætisáts og Hans og Gréta lentu
aldeilis illa í því af sömu ástæðu. Nýjustu
viðvörunarsögurnar eru Latabæjarbækurnar
og sjónvarpsþættirnir þar sem börn eru
hvött til að borða grænmeti og ávexti en
forðast sykur og sætindi.
Foreldrar, kennarar, uppeldisfrömuðir
og heilbrigðisstéttin gripu tækifærið og
hafa nýtt sér Karíus og Baktus við hvert
tækifæri til að hvetja börn til að bursta
tennurnar og huga að tannheilsunni. Egner
var til að mynda verðlaunaður af samtökum
danskra tannlækna fyrir bók sína. Hér á
fslandi var í mörg ár að finna veggspjöld
með bræðrunum á tannlæknastofum og
Tannverndarráð (slands birti árum saman
auglýsingu þar sem tilkynnt var að Karíus
og Baktus færu ekki I jólafrí! Því væri
nauðsynlegt að bursta tennurnar um jól
sem aðra daga. Ótal vísanir í söguna er svo
að finna í ræðu og riti, einkum hvað varðar
tannheilsu en bræðrunum hefur líka verið
beitt til áhersluauka, svo sem í umfjöllunum
um pólitík og landsstjórnarmál.
í útvarpi, sjónvarpi, bók og á sviði
Karíus og Baktus hafa ekki aðeins notið
vinsælda á íslandi heldur um allan heim
og sagan hefur til dæmis verið gefin út
á öllum Norðurlöndum, Englandi, Ítalíu,
í Ungverjalandi, Japan og Bandaríkjunum
svo að fáein dæmi séu nefnd. Leikritið
hefur sömuleiðis verið flutt á sviði í ótal
löndum sem og útvarpi. Árið 1954 var
einnig framleidd 15 mínútna brúðumynd
eftir sögunni og var sú framleiðsla í höndum
Norðmannsins Ivos Caprinos. Kvikmyndin
var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og
meðan á sýningunni stóð
var brúðunum stolið. Þeim
var sem betur fer skilað
daginn eftir. Brúðumyndin
var sýnd I Stjörnubíói í
Reykjavík árið 1956 en auk
myndar Caprinos hafa nokkrar
myndir, bæði brúðumyndir og leiknar
myndir, verið framleiddar eftir sögunni.
Hér á fslandi hefur sagan verið margflutt í
útvarpi, fyrst í barnatíma útvarpsins í febrúar
árið 1956 í flutningi Árna Tryggvasonar
leikara og síðan hvað eftir annað í útvarpi
allra landsmanna, bæði í flutningi Árna
og annarra leikara. Eftir því sem ég kemst
næst var leikritið fyrst sett á svið hér á landi
érið 1961 á barnaskemmtun sem haldin
var af fjáröflunarnefnd húsbyggingasjóðs
Leikfélags Reykjavíkur. f hlutverkum
tannálfanna voru þær Sigríður Hagalín og
Helga Valtýsdóttir. Árið 1970 var þetta
sama leikrit sýnt í Stundinni okkar í leikstjórn
Helga Skúlasonar en leikarar voru Sigríður
Hagalín og Borgar Garðarsson. Karíus
og Baktus hafa sprellað á sviði ýmissa
félagasamtaka og leikfélaga vítt og breitt
um landið. Árið 2001 var leikritið svo í fyrsta
sinn á fjölum Þjóðleikhússins og árið 2007
tók Leikfélag Akureyrar bræðurna upp á
sína arma. Vinsældir leikritsins hafa þó ef
til vill verið hvað mestar á barnaplötum
en árið 1965 kom út hjá SG-hjómplötum
upptaka af leikgerð Helgu Valtýsdóttur,
Sigríðar Hagalín og Helga Skúlasonar og
naut fádæma vinsælda. Söngvar bræðranna
og saga hefur svo fengið að hljóma á ótal
barnaplötum síðan, síðast árið 2010.
Karíus og Baktus sigla um og leita að
nýrri tannholu
Það liggur við að það sé náttúrulögmál
að barnasögur endi vel. Geri saga það
ekki er hreinlega ekki um barnaefni að
ræða. Því er þó ekki að neita að örlög
bræðranna eru svolítið tvíbent og litlar sálir
finna oft óskaplega til með þeim - enda
er sögusamúðin miklu frekar með þeim en
drenghnokkanum Jens.
Jens skyrpir bræðrunum út úr sér og í
kjölfarið detta þeir ( þvottaskálina, renna í
skólprörið og „langt út í stóra djúpa hafið,
og þar sigla þeir nú og leita eftir nýrri
tannholu til að skríða inn í" (14). Og líti
lesandi á síðustu teikninguna í bókinni sjást
bræðurnir á fleka úti á reginhafi, ekki mjög
miður sín, en að minnsta kosti svolítið hugsi.
Þeir þurfa kannski ekki að kvarta en varla
fara þeir að syngja „Að vera glaður-lagið"
fyrr en þeir finna sér nýja holu.
Höfundur er doktorsnemi í íslenskum
bókmenntum
Bæjarpóstur Þjóðviljans skrifar um tannhirðÞ
og tannpínu:
Æjá, og svo gefur maður börnunum Karíus og
Baktus í jólagjöf, reynir að kenna þeim að hirða
tennurnar og fara reglulega til tannlæknis.
„Tannlæknirinn er bezti maður í heimi," o.s.frv- en
sjálfur er maður í hjarta sínu skítlogandi hræddnr
við þennan bezta mann í heimi og hummar frarT1
af sér i lengstu lög að fara á hans fund. En eftK
hverja tannpínu strengir maður þess heit að láía
slíkt aldrei henda aftur, fara reglulega tvisvar á
ári og vera fyrirmynd barnanna í þessum efnum-
(Þjóðviljinn 1955, 10. febrúar)