Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 25

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 25
Sagnaþulur á heimsflakki 25 i Vasabókasöfnin í Etíópíu eru sam- starfsverkefni heimamanna og sjálfboðaliða í Bandaríkjunum. Saumaðir eru pokar sem taka nokkra tugi bóka og hver poki fylltur fyrst og fremst með bókum sem skrifaðar eru og gefnar út í landinu. Þessi ..vasabókasöfn" eru síðan lánuð frammámönnum í hverju borgarhverfi eða þorpi. Tilgangurinn er að gefa sem flestum börnum færi á að nálgast baekur á móðurmálinu og mynda þannig undirstöðu fyrir frekara nám. Anne hefur gefið út fjölda bóka, bæði barnabækur og fræðibækur. „Þegar ég hóf störf hjá UNICEF byrjaði ég að taka saman þjóðsagnasöfn, því að ég fór um allan heim °9 hafði tök á að viða að mér efni. En þegar ég ákvað að gera alvöru úr því að skrifa skáldsögur varð úr að ég hætti hjá UNICEF og byrjaði að vinna sjálfstætt sem ráðgjafi. Núna vinn ég kannski tvo mánuði við að skrifa af miklum krafti og eyði næstu mánuðum við kennslu eða ráðgjöf um eitthvert verkefni. Til þess að geta skrifað sagði ég upp starfinu er verkefni sem ég hef unnið að lengi og svo eru nokkrir staðir í Kenya sem ég heimsæki á nokkurra ára fresti til þess að fylgja eftir starfinu og reyna að ýta því áfram." hjá UNICEF sem ég hafði samt mjög gaman af. Það var vel launað, en ég var ekki með fjölskyldu og hafði ekki um neinn að hugsa nema sjálfa mig. Þannig gat ég gert þetta." Anne segist hafa einnig hafa verið mjög virk í IBBY-samtökunum. „Ég hef setið í ótal nefndum og komið talsvert miklu í verk. Og í starfinu fyrir UNICEF og aðrar alþjóðastofnanir fékk ég tækifæri til að heimsækja gríðarlega mörg lönd. En ég hef ekki bætt við nýju landi í fjögur eða fimm ár því að núorðið ferðast ég oftast til staða sem ég hef heimsótt áður." THE A STORYíi VINEtTT AVouns Peopte’s Collectíon of Unusual Tales and Helpful Hints on How to Tel' Them A Source IVh)Uo{ Unusual and Easy-to-TelI Storles froni Around the \XbrId ANNE PELLOWSKI ANNE PELLOWSKI lllustrated by Lynn Sweat illustrated by Martha Stoberock w

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.