Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 19

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 19
Furðusögur á Fróni DRACULA Duchcfsof Ncwcaftfe. skáldsögur eru síðan merktar sem vísindaskáldsögur og fjórar sem hrollvekjur. Þetta eru auðvitað fráleitar tölur og bera þess vott að íslenskir bókasafnsfræðingar, líktog bókaútgefendur, hafa verið ragir við að stimpla íslenskar skáldsögur með furðusagnastimplinum. Að sjálfsögðu hafa verið skrifaðar mun fleiri skáldsögur hér á landi sem hægt væri að flokka sem fantasíur, vísindaskáldsögur eða aðrarfurðusögur, en við getum ekki litið fram hjá því að þrátt fyrir að við séum þjóð sem býr yfir löngum og glæstum sagnaarfi undra og stórmerkja og galdra og teikna, þá hafa íslenskir rithöfundar alls ekki verið nógu duglegir að flétta þessa arfleifð inn í skáldsögur sínar. Furðusögur í aldanna rás Þetta yfirnáttúruleysi íslenskra rithöfunda má mögulega rekja til þess að (slenska skáldsagan er aðeins eitthvað um 85 ára gömul. Meginland Evrópu býr yfir 400 ára gamalli skáldsagnahefð og allt frá upphafi hafa ævintýri og furður einkennt skáldsögurnar sem þar hafa verið ritaðar. Á sautjándu öld sökktu Charles Perrault °9 Madame d'Aulnoy sér niður í ævintýraarf meginlandsins og og skrifuðu skáldleg ævintýri eða contes de fées. Hinum megin við Ermarsundið sat Margaret Cavendish ' skemmu sinni og páraði niður á blöð frylltu ævintýraprósarómönsuna The Blazing Woríd. Satírska ævintýraskáldsagan Ferðir Gúllívers eftir Jonathan Swift kom út í byrjun átjándu aldarinnar og nokkrum áratugum síðar fæddist gotneska skáldsagan í Bretlandi þegar Horace Walpole skrifaði '^e Casf/e of Otranto og lesendur grófu sig °fan í frásagnir af saklausum yngismeyjum sem ráfuðu um drungalega kastala á meðan ðraugar bauluðu á þær. Mary Shelley ^ynnti okkur fyrir skrímsli Frankensteins í BRAM-STOKiiR r^F.SCRlPTlON O F A N K W W ORLD, Thc Bfezing-World. Uy Arifewi l’ lllNCESSE- upphafi 19. aldarinnar og undir lok hennar flögraði Drakúla greifi á leðurblökuvængjum sínum inn á blaðsíður bókmenntasögunnar í samnefndri skáldsögu Bram Stoker. Franski rithöfundurinn Jules Verne skrifaði fjálglega um ferðina frá Snæfellsjökli að miðju jarðar um miðbik aldarinnar og Englendingurinn H.G. Wells elti hann í Tímavélinni sinni.1 (slenska skáldsagan býr ekki yfir þessum aldalanga furðuarfi. Einstakar skáldsögur - sveitarómönsur og sögulegar skáldsögur - komu út á nítjándu öldinni og í upphafi þeirrar tuttugustu, skáldsögur eftir höfunda eins og Torfhildi Hólm og Þorgils gjallanda, sem eru nú flestum gleymdar og aðeins harðkjarna fslenskufræðingar hafa lesið. Silja Aðalsteinsdóttir markar upphaf íslensku skáldsögunnar til þriðja áratugar 20. aldarinnar, þegar húslestur líður undir lok og íslenska prósasagan kvarnast í fullorðinsbækur og barnabækur: Á (slandi voru skáldsögur auðvitað skrifaðar með það - meðvitað eða ómeðvitað - fyrir augum að allir læsu þær eða hlustuðu á þær. Húslestur var aldagamall siður. En á byltingarárum prósans á þriðja áratugnum komu einmitt út sögur sem þóttu svo djarfar í ýmsum skilningi að það vakti hneyksli: Þetta var ekki hægt að bjóða unglingum upp á!2 En á fjórða áratugnum hefst gullöld barna- bókanna, og skáldsagan fyrir fullorðna tekst á loft undir áhrifum af samfélagslegri raunsæisstefnu erlendis frá og ægivaldi Skáldsins með stóra S-inu, Halldórs Laxness. Skáldsögur og smásögur sem við gætum flokkað sem furðusögur fyrir fullorðna hafa þó komið út jafnt og þétt síðustu fimmtíu árin, en þær hafa ekki komið af stað bylgju annarra svipaðra bókmennta. Aðra sögu er að segja í barnabókmenntunum, en á tíunda áratugnum urðu barnabækur æ furðulegri. í mars árið 1959 kom út bókin Ferðin til stjarnanna, fyrsta vísindaskáldsagan af þremur eftir Kristmann Guðmundsson. Ári seinna kom út framhaldið Ævintýri í himingeimnum og árið 1975 kom út Stjörnuskipið. Eru þessar bækur einstakar í íslenskri bókmenntasögu, en afskaplega fáar vísindaskáldsögur hafa verið ritaðar af íslenskum höfundum. Hrollvekjan hefur verið heldur vinsælli hér á landi, sérstaklega í barnabókmenntunum, og hafa ýmsir höfundar spreytt sig á því formi. Fremstur meðal jafningja stendur þó eflaust Helgi Jónsson, en nú hafa komið út átján bindi í hinum hryllilega bókaflokki hans, Gæsahúð, og sex bindi í bókaflokknum Gæsahúð fyrir eldri. Það er þó ekki hrollvekjan heldur fantasían sem hefur notið mestrar velgengni hér á landi. Og það er I íslenskum barnabókum sem fantasían hefur dafnað. Fantasíubækur eiga það sameiginlegt að kynna fyrir okkur 1 Charles Perrault, Histoires ou Contes du temps passé (1697); Marie-Catherine d'Aulnoy, Les Contesdes fées (1697); Margaret Cavendish, The Description ofa New World, Called The Blazing-World (1666); Jonathan Swift, Gulliver's Travels (1726); Horace Walpole, The Castle ofOtranto (1764); Mary Shelley, Frankensteim, or, The Modern Prometheus (1818); Bram Stoker, Dracula (1897); Jules Verne, Voyage au centre de la Terre (1864); H.G. Wells, The Time Machine (1895). 2 Silja AðaIsteinsdóttir. „Islenskar barnabækur: sögulegt yfirlit" í Raddir barnabókanna. Reykjavík: Mál og menning, 2005. Bls. 16.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.