Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 11

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 11
Helga Birgisdóttir Hér þarf ekki að kvarta: Karíus og Baktus síðan 1954 Tannálfarnir og bræðurnir sykursætu Karíus og Baktus birtust fyrst á prenti i Noregi árið 1941 í Nýju barnabókinni eftir Thorbjörn Egner. Það var svo árið 1946 sem Egner snikkaði söguna til og breytti henni i útvarpsleikrit og segja má að með því hafi hafist langur og farsæll útvarpsferill hans. íslensk börn hafa hræðst og skemmt sér yfir bræðrunum i meira en hálfa öld eða frá árinu 1954. Nú siðast var leikritið sett upp í Kúlu Þjóðleikhússins og er fjallað um þá sýningu á öðrum stað í þessu blaði. Hér er sjónum hins vegar beint að sögu tannálfanna á íslandi. Kærkomið lestrar- og íhugunarefni Það var Barnauppeldissjóður Thorvaldsens- félagsins sem tryggði sér útgáfuréttinn að Kariusi og Baktusi og kom bókin út á vegum félagskvenna hinn 26. október 1954 en útgáfan var liður í fjáröflunarstarfsemi til að kosta byggingu nýs barnaheimilis en auk bókarinnar voru meðal annars seld falleg jólamerki. (slenski þýðandinn er ekki nafngreindur í bókinni en fram kemur í nokkrum bókadómum að hann hafi verið Sveinbjörn Jónsson. Gerður var góður rómur að sögunni f dagblöðum landsins og fékk hún að mestu jákvæða dóma. Bókin kvað segja börnum „með skemmtilegum hætti frá Ýmsu sem þeim er mjög nauðsynlegt að vita (Þjóðviljinn 1954, 26. október) og v*ri „vafalaust heppileg til áhrifa á börn" (Morgunblaðið 1954, 29. október). Þó kvartaði (sak Jónsson (Morgunblaðið 1954, október) yfir leiðinlegum prentvillum og fáum greinaskilum og óskaði eftir því að sagan væri á liprara máli. Hann hrósaði sögunni hins vegar fyrir góðan boðskap og sagði hana flytja börnum kærkomið lestrar- og íhugunarefni. Frá fyrstu útgáfu hefur sagan verið víðlesin og prentuð hvað eftir annað - nú síðast árið 2013. Og Jens hafði tennur í munni sér Sagan sem Thorvaldsens-konur gáfu út árið 1954 er talsvert ólík frumútgáfunni frá 1941. Frásögnin er einfaldari og sögupersónur færri, til dæmis vantar stúlkuna sem annar tannálfurinn átti að eiga að konu. Grundvallaratriði sögunnar eru þó og hafa alltaf verið hin sömu: Karíus og Baktus lifa kóngalífi í sykursætum tönnunum á Jens, byggja sér þar hús, höggva og hamast og þurfa ekki að hafa áhyggjur af tannburstanum því „Jens burstar aldrei tennurnar" (7) - það hefur hann ekki gert í hálft ár og er að auki steinhættur að borða gulrætur og rúgbrauð. En svo fær Jens ógurlega tannpínu með tilheyrandi kvölum og hefst þá handa við að bursta tennurnar. Bræðurnir eru nær drukknaðir í ótætis tannkremslöðrinu en verra tekur við þegar Jens sest í stólinn hjá tannlækninum sem borar í allar skemmdir og fyllir þær svo upp. Það var haft eftir Egner að hann vissi sjálfur aldrei hvernig hann ætti að láta sögur sínar enda. Upphaflega lét hann Karíus og Baktus hverfa niður í vatnspípu, „en það fannst börnunum alltof skelfilegt. Svo að ég lét þá fara á haf út í árabát í leit að nýjum tönnum til að búa í" (Morgunblaðið 1960, 19. janúar). Karíus og Baktus fara ekki í jólafrí! Karius og Baktus er dæmi um það hvernig hið uppeldislega og fagurfræðilega rennur saman I barnabókum enda talar hún á „æfintýramáli til barnanna, um að gæta vel tanna sinna, fyrst og fremst með því, að borða helzt aldrei sætindi, og einnig

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.