Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 30

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 30
Karíus og Baktus eftir Thorbjorn Egner er um margt sérkennilegt leikverk. Stöldrum bara aðeins við og veltum þessu fyrir okkur: Aðalsöguhetjurnar, og einu leikpersónurnar, eru tveir bræður sem gera sitt besta til að lifa hamingjusömu lífi við varasamar aðstæður. Að þeim steðja ýmsar ógnir, sem þeir reyna að mæta með útsjónarsemi og samheldni, en allt kemur fyrir ekki - í lokin ber andlitslaus andstæðingur þá ofurliði og þeir sópast burt á vit óblíðra örlaga. Við hljótum að finna til með þessum grátt leiknu bræðrum og standa með þeim í baráttu þeirra. En bíðum við: söguhetjurnar eru þeir Tannsteinn og Sýkill, sem skemma í okkur tennurnar nema við sveltum þá, burstum og skolum út á rúmsjó. Við erum ógnin sem tortímir þeim. Þverstæðan sem felst í því að nota þessar óværur sem prótagónista í sögu sem er ætluð til að vekja börn til umhugsunar um mikilvægi tannhirðu hlýtur að blasa við flestum ef ekki öllum fullorðnum sem hana lesa eða sjá leikgerð hennar. Þrátt fyrir þetta ber ekki á öðru en að þetta virki: ég á enn eftir að heyra af því barni sem neitar að bursta til að angra ekki Karíus og Baktus. Börn eru þegar allt kemur til alls skrýtnar skepnur og hegðun þeirra að jafnaði fullt eins mótsagnakennd og Karíus og Baktus. Og ef betur er að gáð: á það ekki allt eins vel um okkur sem eldri erum? Hver er eiginlega í grunninn munurinn á Karíusi og Baktusi annars vegar og raðmorðingjanum ástsæla Dexter hins vegar? Það er fleira óvenjulegt við verkið. Fyrir það fyrsta tekur það ekki nema rétt um hálftíma i flutningi. Um það er auðvitað ekki nema gott eitt að segja. Það er auðvitað fráleitt að ætla nútímamönnum að halda athygli á einhverju lengra en CSI-þætti, hvað þá nútímabörnum. En grínlaust: það er óþarfi að rembast við að hafa allar leiksýningar endilega klukkutíma til þrjá að lengd, sérstaklega þegar markhópurinn er á leikskólaaldri, þó það sé reyndar pínu kjánalegt þegar bílferðirnar í leikhúsið og heim taka álíka langan tíma og sýningin, jafnvel fyrir áhorfendur sem búa vestan Elliðaáa. Annað er það hve grímulaus leikgerðin J

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.