Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 14

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 14
Börn og mennlng Vladimir Propp Algirdas Julien Greimas nýju viðhorf í málvísindum sem rekja má til Ferdinand de Saussure. Einnig má nefna rannsóknir Veselovskí á þjóðfræðum og deilu Potebnja og Sklovskí um sérkenni skáldskaparmálsins.2 Auk þess mætti geta að á þessum árum voru miklar hræringar í Rússlandi, ekki einungis á sviði þjóðmála (rússneska byltingin) heldur líka skáldskapar. Symbólisminn og fúturisminn koma upp skömmu áður og einkenna verk skálda á borð við Blok og Majakovskí. Fúturisminn er sennilega róttækust af öllum skáldskaparstefnum þessara ára. Fúturistar vildu frelsa skáldskapinn frá ófrelsi hefðarinnar og orðið úr fjötrum málfræðinnar.3 Um þetta leyti ber sennilega hvað hæst andófið gegn söguhyggjunni, ævisögulegu rannsóknaraðferðinni og samanburðarbókmenntafræðinni en þessar stefnur voru gagnrýndar fyrir að fást við flest annað en bókmenntirnar sjálfar. í þessu var formalisminn samstíga nýrýni. Formalistar og nýrýnendur vildu beina athyglinni að textanum sjálfum en ekki leita út fyrir hann. Aftur á móti var sá grundvallarmunur á þessum stefnum að formalistar leituðust við að finna hið almenna, algildar reglur um tungumál og skáldskap, en nýrýnendur könnuðu einstaka texta. Það sem formalistar lögðu mesta áherslu á var það sem sérkennir bókmenntirnar (hinn aðgreinandi þáttur), hvaða munur sé á notkun tungumáls í bókmenntum og almennri málnotkun. Til verða hugtök eins og „hið bókmenntalega" (literaturnost), ættað frá Jakobson sem taldi að sérstaða málnotkunar í skáldskap fælist í því að hann dregur athyglina að sjálfum sér en vísar ekki út fyrir textann. Sklovskí var á svipaðri skoðun en hann telur framandgervinguna (ostraniene) megineinkenni listrænna texta. Önnur hugmynd formalista var sú að efniviðurinn gerði ekki skáldskap heldur textinn, „formið", en það hugtak notuðu formalistar í sinni víðustu merkingu. Þeir voru andvígir skiptingu í form og innihald en drógu ekki taum formsins eins og þeir voru þó iðulega sakaðir um.4 Sjálfur vinnur Propp mjög í þessum anda í greiningu sinni á rússnesku ævintýrunum í safni Afanasevs sem hann tekurtil meðferðar í bók sinni. Hann gagnrýnir mjög fyrri rannsóknir á ævintýrum sem hann telur komnar í blindgötu. Þær fólust einkum í söfnun þeirra og umfjöllun um einstök, sértæk vandamál. Hann taldi að það sem vantaði mest í umfjöllun um ævintýri væri heildstætt flokkunarkerfi sem greina mætti eftir. Það hefðu eldri fræðimenn ekki fundið. Wundt hafði sett upp sjö flokka en Propp benti á að eiginlega allar þjóðsögur ættu heima í fleiri en einum af þessum flokkum. Volkov taldi aftur á móti að í ævintýrunum væru 15 þættir, þar á meðal þrír bræður, kolbítur, drekadráp og töfragripir en Propp benti á að allt samræmi vantaði í þetta kerfi. í sömu gryfju þótti honum Finninn Antti Aarne lenda. Aarne var einn helsti forvígismaður hins svokallaða finnska skóla í þjóðfræðum sem einkum leitaðist við að finna upphaflegustu gerð fjölþjóðlegra ævintýra en setti einnig upp flokkunarkerfi fyrir þjóðsögur. (hans kerfi voru sjö deildir (categories): óvinur, maki, þraut, hjálparmaður, dýrgripur, yfirnáttúruleg viska og fleiri yfirnáttúruleg minni, þ.e.a.s. bæði persónur, hlutir og eiginleikar. Propp taldi þetta ekki raunverulega tilraun til vísindalegrar flokkunar. Joseph Bédier var að mati Propps sá fyrsti sem sá að hlutfallið milli fasta og breytna í ævintýri skipti öllu máli. Þjóðfræðingurinn Veselovskí byggir á þessu í lýsingu sinni á ævintýrum. Hann lítur á minnin sem fasta en telur að atburðarásin sé breytileg. Propp telur lýsingu hans góða en dregur fram mótsagnirnar í málflutningnum. Veselovskí gerir ráð fyrir föstum minnum á borð við: drekinn rænir dóttur zarsins. En Propp bendir á að öllum þáttum þessa minnis megi skipta út. Þá gæti minnið t.d. verið: Skessan rænir Búkollu.5 Niðurstaða Propps er sú að sögulega rannsóknaraðferðin (sem gjarnan var kennd við finnska skólann) dugi ekki. Það sem þurfi að athuga séu byggingareindir ævintýrisins. Áherslu þurfi að leggja á það sem sameigínlegt er öllum ævintýrum fremur en það sem einkenni hvert þeirra um sig. Annars sé öll flokkun útilokuð. Á þessum grunni byggir hann síðan kerfi sitt með 31 byggingareind eða frásagnarlið (function) sem kæmu í rökréttu framhaldi hver á eftir öðrum eins og hlekkir í keðju og leiddu frásögnina til niðurlags sfns. Propp færir sér í nyt sitthvað úr fyrri rannsóknum. Hann taldi eins og Bédier að þættir ævintýrisins skiptust í breytur og fasta en ólíkt Veselovskí taldi hann minnin óteljandi en atburðarásina fasta. Nöfn hetjanna gætu verið breytileg en gjörðir þeirra væru alltaf svipaðar. Þennan fasta nefndi hann frásagnarlið og skilgreindi svo: Frásagnarliður er athöfn persónu skilin og greind i Ijósi þeirrar þýðingar sem hún hefur fyrir atburðarásina i heild. Auk þess setti hann fram fjórar reglur til grundvallar kenningu sinni: 1. Frásagnarliðirnir eru óbreytanlegir og stöðugir frumþættir í sögu én tillits til þess hver er gerandi. Þeir mynda grundvöll sögunnar. 2. Fjöldi þeirra frásagnarliða, sem 2 Flawkes, Structuralism and Semiotics, 59-60 og 73-76; Hugtök og heiti, 89-91. 3 Hugtök og heiti, 100. 4 Hawkes, Structuralism and Semiotics, 61-67 og 73-87. 5 Propp, Morphology of the Folktale, 3-16.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.