Börn og menning - 01.04.2013, Síða 18

Börn og menning - 01.04.2013, Síða 18
/ þessari grein varpa ég fram nokkrum hugleiðingum, eða öllu heldur nokkrum alhæfingum, gífuryrðum og spurningum, um stöðu furðusögunnar hér á íslandi. Ég sökkvi mér ofan í hið annarlega í íslenskri skáldsagnagerð og íslenskri bókmenntasögu. Það er við hæfi að byrja á þvf að reyna skilgreina nákvæmlega hvað furðusagan er. Þetta er erfiðari spurning en búast mætti við. Furðuskáldskapur hefur ekki fest sig ( sessi hér á íslandi eins og erlendis, og þar sem íslenska bókmenntafræðinga vantar efnivið til að flokka hafa þeir ekki enn sest niður og gert lærða lista og flokkunarkerfi fyrir þennan bókabálk. Ég varpa því fram nokkrum hugtökum sem hafa verið notuð í íslensku yfir þennan skáldskap: furðusögur, kynjasögur, vísindaskáldsögur, fantasíur, ævintýri, hrollvekjur, draugasögur, staðleysusögur, tæknitryllar. Erlendir útgefendur hafa stofnað sérstaka bókaflokka og jafnvel bókaútgáfumerki sem sérhæfa sig í útgáfu bóka undir þessum mismunandi undirflokkum, en á íslandi hafa þessar sögur ekki enn náð að aðgreina sig frá almennum skáldskap. Kannski væri þó réttara að halda því fram að íslenskir útgefendur og höfundar hafi verið ragir við að jaðarsetja bækur sínar með því að stimpla þær þeim skaðræðisstimpli sem furðusagan virðist vera. Skáldsögur og smásögur sem við gætum skilgreint sem furðulegar hafa komið út við og við síðustu fimmtíu árin, en það er aðeins fyrir tuttugu árum að við getum sagt að bylgja furðusagna hafi flætt yfir landið, fyrst í barnabókunum og nú síðustu þrjú árin í bókum sem markaðssettar eru fyrir okkur hin sem komin eru á fullorðinsárin. Þegar ég settist niður til að undirbúa þessa grein velti ég fyrir mér hvernig ég ætti í ósköpunum að tala um svo víðfeðmt efni sem íslensku furðusöguna. Ég leitaði á náðir bókasafnsins, fletti í bókaskrá okkar íslendinga, Gegni gamla, og athugaði hversu margar fslenskar furðusögur þar væri að finna. Það er algengt meðal lesenda og útgefenda að skipta furðulegum bókmenntaverkum í þrjár megingreinar: vísindaskáldsögur, hrollvekjur og fantasíur. 18 fslenskar skáldsögur hafa verið flokkaðar af bókasafns- og upplýsingafræðingum landsins sem fantasfur. Þar af komu sex út á seinasta ári og alls þrettán síðustu þrjú árin. Fimm íslenskar

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.