Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 35

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 35
Mér finnst... 35 neitt úr því - strákum leiddist líka í skóla á meðan þeir sátu einir að skólagöngu og allir kennarar voru karlkyns. Fróðleikurinn um umheiminn og kunnáttan sem skólarnir rniðla er sú sama. Ljóstillífun breytist ekki eftir kyni nemandans, Afríka færist ekki til og gufuvélar virka alveg eins, hvort sem strákar eða stelpur eiga að læra um þær. Og það breytist ekki heldur að það er hundleiðinlegt að eiga að læra þetta og verða að kunna það og vera prófaður í þessu öllu saman þegar maður vildi miklu frekar gera eitthvað annað. En stundum er líka gaman og oftast er skemmtilegra að vera í skólanum - eða V|nnunni - en hengslast einn og aðgerðalaus heima og það vitum við öll, yngri sem eldri, sama hvað við eigum góðar græjur. Hér er annað leyndarmál: Strákar hafa ekki síður gaman af sögum en stelpur og þeim hnnst líka gaman að lesa - alveg þangað til þeim er talin trú um að þeir hafi það ekki og að það sé ókarlmannlegt að liggja í bókum. þeir eru nefnilega ósköp viðkvæmir fyrir þvi að „láta ekki eins og stelpa" og kynjaskipting markaðarins á bókum gerir að verkum að þeir sneiða hjá fjölmörgum sögum sem 9*tu skemmt þeim vel. Að maður nefni nú ekki þá tilhneigingu okkar eldra fólksins að gefa stelpum bækur (rólegheitaleikföng) en strákum dót (hasarleikföng) og styrkja með því fordómana sem við miðlum börnunum um eðli þeirra og upplag. Með því að telja strákunum okkar (og þá á ég ekki við handboltalandslið karla) trú um að þeim þyki ekki gaman að lesa sviptum við þá fullum notum af besta tæki sem völ er á til mannlegra samskipta og upplýsingamiðlunar: tungumálinu. Viljum við það? Væri okkur ekki nær að halda að þeim lestri frá fyrstu tíð, styrkja bókakost skóla á öllum skólastigum og gera bókasöfn að eðlilegum viðkomustað allra barna, bæði til yndislestrar og fróðleiksöflunar? Og já, lesefnið má alveg vera rafrænt líka. Leiðindi styrkja skapgerðina, auk þess að vera stórlega vanmetin uppspretta nýsköpunar. Ef engum hefði nokkurn tímann leiðst hefðum við t.d. ekki Internetið í þeirri mynd sem við þekkjum það. Upplýsingahraðbrautin er hins vegar heilt vegakerfi orða, einnig þeirra sem aldrei eru sögð en við lærum samt. Höfundur er þýðandi „Mér finnst..." lýsir skoðunum höfunda fremur en ritstjórnar eða stjórnar IBBY samtakanna.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.