Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 17

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 17
Fræði og frásögn 17 börnum sínum vegna Blávarar. Flótti barnanna er erfiðari viðureignar. Hann getur bæði flokkast undir frásagnarlið 9 (hetja send af stað), 11-14 (hetja heldur að heiman, prófraunir) og 21-22 (hetju veitt eftirför, hetja kemst undan). Ef til vill má segja að flóttinn, eftirförin og undankoman gegni öllum þessum hlutverkum. Þá er hinn látni konungur í hlutverki hjálparhellunnar en Sigurður og Líneik eru hetjurnar. Þá hefst eiginlega ný saga þar sem hinn gríski konungssonur er kominn inn í myndina. Bæði verður þá ný blekking þegar kóngssonur er ginntur til að taka við Laufey stað Líneikar (frásagnarliðir 6 og 7) en síðan eru þrjár prófraunir sem ég tel einna helst að megi flokka undir frásagnarliðum 12 °9 14. Sigurður og Líneik hafa þá fengið ný hlutverk, eru hjálparhellur en Laufey er í hlutverki hetjunnar. En þessu lýkursnögglega þegar kóngssonur kemur að þeim stöllum við saumana. Þá verður eiginlega afhjúpun, fyrst Líneikar, þá Laufeyjar og loks Blávarar (ef Lil vill má flokka þetta undir lið 27 og 28: hetja þekkist, bófinn er afhjúpaður). Þá eru bara eftir tveir liðir, þorparanum er refsað (liður 30, liður 19 er eiginlega hér inni) og hetjurnar giftast hver annarri (liður 31). Enginn vafi leikur á að frásagnarliðir Propps na mjög vel utan um þetta ævintýri enda Þótt þeirra sé ekki allra þörf. Hlutverkum persónanna verður aftur á móti best lýst með þátttökulíkani Greimas. Hægt er að setja UPP þrjú líkön til að lýsa öllum hlutverkum ' sö9unni. í því fyrsta myndi viðfangið vera konungsríkið. Þá er gamli kóngurinn veitandi °9 Sigurður og Líneik bæði viðtakendur °9 gerendur (súbjekt). Þessi mynd ruc s'ðan af andstæðingnum Blávöru en g kóngssonurinn er hjálparhellan sem sé þess að allt komist að lokum I samt lag. Þ likan gengur fram hjá mörgum mikilvæi þáttum í ævintýrinu og því mætti : UPP annað sem lýsir þeim betur. Lí niyndi þá vera viðfangið sem geram sá gríski) girnist og hann er þá jafnfr V|ðtakandi en kóngur veitandi. Blávö andstæðingurinn en Líneik, Sigurður LauLey hjálparhellurnar. hetta líkan segir heldur ekki all flóttaatriðinu eru Sigurður og Líneik ótvíræðir gerendur (súbjekt), kóngurinn greinileg hjálparhella en Blávör andstæðingurinn. Viðfangið er þá frelsið en sendandi og viðtakandi á huldu (e.t.v. þau sjálf). í Laufeyjar þætti er það aftur á móti hún sjálf sem er gerandinn, Sigurður og Líneik eru hjálparhellur en Blávör andstæðingurinn. Viðfangið er þá sennilega lausn frá vandræðum hennar og þá er Grikkinn veitandi en Laufey sjálf verður viðtakandi. Þetta ævintýri er þannig að mörgu leýti flókið og verður ekki lýst með einu þátttökulíkani. Grundvallarformgerðin getur hins vegar bara verið ein og má lýsa með „fiðrildinu". Höfuðandstæður sögunnar eru greinilega Blávör annars vegar og konungsfjölskyldan hins vegar. Ef við færum okkur eitt skref frá hlutgervingunni eru það þá annars vegar smábæirnir og úteyjarnar (þaðan sem Blávör kemur) og hins vegar stórbæirnir og þjóðlöndin (heimkynni Líneikar og fjölskyldu hennar, Laufeyjar og föður hennar og grísku konungsfjölskyldunnar). Ef við tökum enn eitt skref þá eru andstæðurnar orðnar menning og ómenning, hið hráa (S2) og hið soðna (S1). Siðan færa blekking og galdrar Blávarar konungsríki Sigurðar og Líneikar úr S1 (menningunni) ( ekki-S 1 og síðan hyggst Blávör drepa alla og byggja landið tröllum og þá er landið komið í S2. Lausnin felst hins vegar í afhjúpuninni (sem þá er á ekki-S2 ásnum) sem leiðir aftur til fyrra ástands (menningarinnar). 2.3 Á að koma í stað niðurstöðu Þannig geta líkön Propps og Greimas fært okkur talsvert nær kjarna sögunnar. Aftur á móti segja þau aldrei alla söguna. Til að greina ævintýrið fullkomlega þyrfti að gera grein fyrir minnunum í sögunni (ástinni milli systkinanna, trega konungsins, hafvillunum, saumaskapnum, trjánum, hvarfi hirðmannanna o.s.frv.) og hinu fjölskrúðuga máli ævintýrisins sem einkennist af frásagnarformúlum og endurtekningum, vísum Sigurðar og Líneikar og ýmsu öðru sem seinlegt yrði að telja upp hér. Enn flóknara væri síðan að lýsa lengri og flóknari sögum. Hér verður hins vegar ekki farið (slíka nákvæmari greiningu því að viðfangið var ekki Sagan af Líneik og Laufey heldur sagan af Propp og Greimas og líkanasmíð þeirra. Höfundur er lektor í íslenskum bókmenntum við HÍ Heimildaskrá Chatman, Seymour, Story and Discourse. Narrative Structure in Fiction and Film. íþöku 1978. Genette, Gérard, Narrative Discourse. Jane E. Lewin þýddi. Oxford 1980. Hawkes, Terence, Structuralism and Semiotics. Lundúnum 1977. Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Jakob Benediktsson ritstýrði. Reykjavík 1983. íslenskar þjóðsögur og ævintýri. Einar Ól. Sveinsson tók saman. (3. útgáfa) Reykjavík 1986. Jón Hnefill Aðalsteinsson, „Þjóðsögur og sagnir," Islensk þjóðmenning VI. Munnmenntir og bókmenning. Reykjavik 1989. Propp, Vladimir, Morphology of the Folktale. (2. útgáfa) Austin 1968. Rimmon-Kenan, Shlomith, Narrative Fiction: Contemporary Poetics. Lundúnum 1983. Vésteinn Ólason, „Frásagnarlist í fornum sögum," Skírnir 152 (1978). Grein þessi var upphaflega samin sem námsritgerð árið 1993; síðan birt á vefritinu Kistunni árið 2000, en birtist nú vegna margra áskorana á prenti í fyrsta sinn, lítið breytt frá sinni upphaflegu mynd.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.