Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 31

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 31
er, eða eigum við að segja hálfköruð. Af hverju í dauðanum ætti þetta leikrit að þurfa á sögumanni að halda? Eru það ekki svona almennt séð leikpersónurnar sem ættu að segja okkur sögu sína frekar en einhver maður í hátalarakerfinu, jafnvel þó hann sé Arnar Jónsson? Hvað sem þessu öllu líður þá má hafa talsvert gaman af því að sjá uppfærslu Þjóðleikhússins á þessu furðuverki, í leikstjórn Selmu Björnsdóttur, hvort sem áhorfandinn er fjögurra ára eða fjörutíuogfjögurra. Fyrrnefndir annmarkar skáldverksins víkja fyrir einskæri gleðinni sem sprettur af því þegar einn leikur sögu fyrir annan. Ekki hlýst það síst af því að þeir bræður eru aldeilis bráðskemmtilega leiknir af þeim Friðrik Friðrikssyni og Ágústu Evu Erlendsdóttur. Friðrik hef ég áður mært á síðum þessa rits, og í þessari sýningu leikur hann Karíus eins vel og hans er von og vísa, þótt þessi áhorfandi hafi þóst sjá bregða fyrir ögn svipuðum töktum og hjá Litla skrímslinu í fyrra. Kannski mættí spara Friðrik svolítið í barnasýningarnar, eins vel og þær nú liggja fyrir honum. Ágústa Eva fer létt með að túlka skemmtilega Baktus litla bróður, sem reynir að öðlast sjálfstæði af meira kappi en forsjá. Samleikur þeirra er með ágætum. Talsvert er um kómískt krydd frá hendi leikstjóra og/eða leikenda. Slíkt er ævinlega þakklátt, ekki síst hjá eldri kynslóð áhorfenda. I þessari sýningu eru gæði kryddsins nokkuð misjöfn - sumt er æði dauft. Til að mynda þykir mér að einhver hefði þurft að slá ÓRG-eftirhermu Karíusar af - hún var bara skrýtín. Umgjörð sýningarinnar er hönnuð af meistarateiknaranum Brian Pilkington. Leikmyndin er svosem ósköp einföld, ef frá er talinn tannburstinn ógurlegi sem rennur dálítið spaugilega mekanískt inn á sviðið þegar við á. Ég verð að játa að smæð tannanna pirraði mig eilítið: ég á svosem ekki von á natúralískum stærðarhlutföllum milli sýkla og tanna, en það var eitthvað skrýtið við það þegar Baktus hafði gert sér bústað í hæstu hæðum, með útsýni yfir „hvíta fjallstinda", svona um það bil feti yfir gómnum. Búningar og gervi bræðranna eru skemmtilega trú frummyndum Egners ásamt því að bera greinileg höfundareinkenni Brians. Tónlistin alkunna er hér færð f nýjan og nútímalegan búning af félögunum í Pollapönki. Hún græðir við það kraft og hressileika, en nokkur ágalli er að söngtextarnir heyrast ekki svo vel sem skyldi. Það er fátt nýstárlegt við þessa sýningu, enda engin sérstök ástæða til. Hið sérkennilega efni verksins kemst vel til skila til enn einnar kynslóðarinnar, sem áreiðanlega verður hægt að narra til að bursta enn betur fyrir vikið, á kostnað Karíusar og Baktusar. Höfundur er áhugaleikari og leikskáld

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.