Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 7

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 7
Thorbjarn Egner og þýðendur hans 7 var hins vegar hægt að halda fast í þá von að hann gæti orðið betri. Eins og annars staðar ( Evrópu var mikil eftirspurn eftir bjartsýni, ævintýrum, afþreyingu og sögum sem enduðu vel. Það átti að reyna að hlúa að börnunum því að framtíðin byggðist á þeim. Thorbjorn Egner var ráðinn að barnatíma fyrir yngstu hlustendurna hjá norska útvarpinu árið 1951.2 Þangað voru líka ráðnir fleiri afburðagóðir höfundar, meðal annarra Anne-Cath. Vestly sem skrifaði sögur fyrir yngstu hlustendurna og Alf Proysen sem spilaði og söng fyrir þá. Á fyrstu árum Egners við útvarpið þýddi hann og endursagði Bangsímon eftir A. A. Milne og Dagfinn dýralækni eftir Hugh Lofting. Þessar bækur eru hluti af hinum sígilda, alþjóðlega barnabókaarfi sem barnabækur allra landa sækja í. Egner þróaði á þessum tíma sinn persónulega og hlýja leikræna flutning sem allir elskuðu. Norski barnabókafræðingurinn Harald Bache-Wiig telur að fantasíuskrif Egners sjálfs sæki töluvert í hina alþjóðlegu barnabókahefð.3 Árið 1953 var barnatímum fyrir yngstu hlustendurna fjölgað, þeir voru fluttir fimm daga vikunnar og áhrif þess urðu ómæld. Ekki minnst fyrir Thorbjorn Egner en þekktustu verk hans komu fyrst fyrir eyru almennings sem leikrænar útvarpssögur, svo sem útvarpsleikrit með söngvum, áður en þau rötuðu á svið. Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi Dýrin í Hálsaskógi (1953) falla undir bókmenntagreinina dýrasögur (e. fable) og siðbótarsögur (e. moral tales) eða jafnvel umvöndunarsögur (e. cautionary tales) en dýrasögur fjalla mjög oft um siðferðileg mál og dýrin eru manngerð eins og f dæmisögum Esóps. Leikritið Dýrin i Hálsaskógi flokkast líka undir fantasíur og jafnvel söngleik. Aðalpersónur verksins eru mýsnar tvær, hin ábyrga, löghlýðna og smáborgaralega skógarmús Marteinn og hin óábyrga, kærulausa, skapandi og bóhemska klifurmús Lilli, auk refsins Mikka sem er nokkurs konar bragðarefur sem setur atburðarás af stað, skapar vandræði en leysir þau líka. Eins og Tiril Myklebost hefur sýnt fram á í grein í Morgunblaðinu4 byggist siðferðileg orðræða leikritsins ekki minnst á andstæðunum milli Marteins skógarmúsar og Lilla klifurmúsar, sá fyrrnefndi safnar °g sparar, er agaður, ábyrgur, fullorðinn og virðir veruleikalögmálið °9 hlustar á yfirsjálfið. Sá síðari nennir ekki að safna eða vinna, er óagaður og óáreiðanlegur eins og barn. Hann er á valdi vellíðunarlögmálsins og hvatanna og i upphafi bókarinnar lenda mýsnar í heimspekilegri deilu um áherslur: - Þú ert skrítinn, Lilli klifurmús, sagði Marteinn. Þú ert kærulaus. Þú safnar ekki hnetum eða könglum - þú hugsar aldrei fram í tímann en samt ertu alltaf í góðu skapi. - Ég spila og syng, sagði Lilli klifurmús. - Ekki er hægt að lifa á því, sagði Marteinn. - Enginn drepst af því heldur, sagði Lilli klifurmús. - En ertu þá aldrei svangur? - Jú. Á hverjum degi. - Hvernig færðu þá í svanginn? - Það er mitt leyndarmál, sagði Lilli klifurmús... [ hinum siðferðilegu átökum verksins um iðjusemi eða leti, hófsemi eða nautnasýki, samfélag eða einstaklingshyggju eiga Mikki refur og Lilli í raun meiri samleið en Marteinn og bangsapabbi. Það eru tveir þeir síðarnefndu sem standa að stjórnarskrá Hálsaskógar og þvinga refinn, ugluna og broddgöltinn til að gerast grænmetisætur í krafti lýðræðislegs meirihluta og með kröfu um þjóðarsátt að hætti Einars Gerhardsens. Tiril Therese Myklebost rökstyður að andstæðurnar milli Marteins og Lilla hafi búið í Egner sjálfum en hann var um margt flókinn persónuleiki og enginn skyldi halda að hið sviðsetta sakleysi Hálsaskógarsamfélagsins hafi sótt einfaldleika sinn til persónuleika höfundarins.5 Það er nauðsynlegt fyrir alla þá sem rannsaka eða vinna með verk Thorbjorns Egners að hafa það í huga sem áður er sagt að hann var eindreginn bandamaður Einars Gerhardsens og samsamaði sig honum á marga vegu. Það kom skýrt fram þegar Gerhardsen sendi frá sér ævisögu sína og lét senda völdum hópi fyrstu eintökin, þar á meðal Egner. Hann þakkaði fyrir bókina með bréfi þar sem hann útlistaði hve líkan bakgrunn og hugsun þeir tveir hefðu, synir verkalýðsins úr austurbænum, en bréfið sýnir ef til vill betur hve mjög Egner dáðist að leiðtoganum og virti hann en það hve líkir þeir voru. Bakgrunnur þeirra var í raun býsna ólíkur og ekki síður viðhorf þeirra og lýsingar á því að alast upp á Kampen; annar sá það í raunsæju, stundum harkalegu og gagnrýnu Ijósi, hinn í rósrauðum Ijóma með áherslu á gleði og samheldni.6 Thorbjorn Egner taldi það hlutverk sitt að sinna börnunum og móta norska æsku í anda sósíaldemókratískra hugsjóna og það gerði hann með bókmenntaverkum sínum en ekki síður með því að velja, semja og myndskreyta áhrifaríkar lestrarbækur fyrir öll stig grunnskólans. Þessar bækur voru alls ráðandi í norska skólakerfinu í meira en tvo áratugi. Á bak við bókmenntaverk Thorbjorns Egners er vel falinn pólitískur boðskapur og siðferðileg alvara. Og á bak við feimnislegt, varfærið bros hans og hlýlega framkomu bjó afar viljasterkur höfundur, þrjóskur og fullur af sjálfstrausti sem treysti engum betur en sjálfum sér og var ekki auðveldur í samstarfi. 2 Sama rit, bls. 176. 3 Harald Bache-Wiig. 2006. „Norsk barnelitteratur mellom Wonderland og Neverland. Om samspill mellom gammelt og nytt, fremmed og hjemlig i norsk barnelitteratur'' I Nina Christensen & Anna Karlskov Skyggebjerg (ritstj.) Pá opdagelse i bornelitteraturen. Kobenhavn, Host & son, bls. 89-90. 4 Tiril Therese Myklebost. „Torbjorn Egner - góðborgari og stjórnleysingi". Morgunblaðið 28. mars 2009. 5 Sama rit. 6 Heger, bls. 13-25.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.