Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 32

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 32
32 Börn og menning Eins og flestir félagsmenn vita er IBBY á íslandi deild innan alþjóðlegu IBBY-samtakanna ásamt um sjötíu öðrum landsdeildum, en þeim hefur farið fjölgandi á undanförnum árum. Höfuðstöðvar samtakanna eru í Basel í Sviss en á skrifstofunni þar starfa Liz Page, framkvæmdastjóri, og aðstoðarmaður hennar, Luzmaria Stauffenegger. Árgjöldin frá landsdeildunum standa undir rekstri skrifstofunnar, en upphæð þeirra er metin út frá efnahagslegu ástandi viðkomandi lands, eða bókaútgáfu á hvert mannsbarn. Upphæðin sem IBBY á íslandi greiðir á ári er um 360 þúsund krónur - þar sem bókaútgáfan hér á landi er svo lífleg. Eftir hrunið 2008 reyndum við að fá hana lækkaða vegna þess hve svissneski frankinn rauk upp í verði gagnvart íslensku krónunni en það reyndist ekki mögulegt. Stjórn alþjóðlegu samtakanna Formaður og stjórn samtakanna (Executive Committee, EC) vinna hins vegar í sjálfboðavinnu, og eru kosin til tveggja ára í senn, síðast á IBBY-ráðstefnunni ( London haustið2012. Núverandi formaðurer Ahmad Redza Ahmad Khairuddin frá Malasíu en ( stjórninni sitja tólf manns frá ýmsum löndum. IBBY-deildirnar keppast gjarnan við að eiga fulltrúa ( stjórninni, eða ákveðið landsvæði, t.d. Evrópa eða Norðurlöndin, tekur sig saman um að mæla með fulltrúa þess svæðis. Viðkomandi aðili þarf að standa sjálfur undir sínum ferðakostnaði, þannig að ekki er alltaf auðvelt að fá fólk í framboð, en þeir sem eiga greiðan aðgang að styrkjum bregðast yfirleitt vel við beiðni um að bjóða sig fram. Þegar stofna á landsdeild er umsókn send inn til samtakanna og fjallað um hana á fundi EC. Miklar deilur stóðu um það á sínum tíma þegar stofna átti deild í Palestínu þar sem ekki voru allir sammála um að hún teldist til þjóðríkis. íslandsdeildin var ein af þeim sem studdu umsóknina með ráðum og dáð og sem betur fer var hún samþykkt með meirihluta atkvæða, þannig að nú starfar blómleg IBBY-deild í Palestínu. Auk deildanna geta einstaklingar eða stofnanir í löndum þar sem engin deild starfar sótt um aðild að samtökunum. Aðkoma IBBY á Islandi IBBY á íslandi hefur frá upphafi tekið virkan þátt í alþjóðlegri starfsemi samtakanna, sótt heimsþing IBBY, tilnefnt bækur á heiðurslista og til H.C. Andersen-verðlaunanna og átt fulltrúa í EC. Heimsþingið er haldið annað hvert ár og flakkar milli landa sem bjóðast til að halda það en stundum er att miklu kappi um að hljóta þann heiður. Þingið hefur ekki enn verið á íslandi en fulltrúar íslensku deildarinnar hafa verið duglegir að sækja þingið þótt þeir þurfi sem einstaklingar að sjá um fjármögnun ferðarinnar. Við höfum átt fulltrúa í Indlandi, Suður-Afriku, Kína, Kólumbíu og víðar á jarðkringlunni, en sennilega mættu flestir þegar heimsþingið var haldið í Kaupmannahöfn árið 2008. Þá tóku sex stjórnarkonur sig saman, leigðu íbúð í miðborginni og sóttu áhugaverða fyrirlestra þá þrjá daga sem þingið stóð. Þema þingsins var „Stories in History - History in Stories" og þangað hópuðust um 500 rithöfundar, myndlistarmenn, bókaverðir, kennararog fræðimenn. Margrét Danadrottning var verndari heimsþingsins og um leið H.C. Andersen-verðlaunanna. Síðastliðið haust var heimsþingið haldið f London en hið næsta verður í Mexíkóborg í september 2014. Ef félagar hafa áhuga á því að sækja heimsþingið er þeim velkomið að hafa samband við stjórnarmenn til skrafs og ráðagerða. Á hverju ári tilnefnir hver IBBY-deild þrjár bækur á heiðurslista IBBY en lesa má nánar um heiðurslistann á vefsíðunni okkar, wvvw. ibby.is. Þá tilnefndum við annað hvert ár frá árinu 1988 bækur til H.C. Andersen verðlaunanna en hættum því eftir árið 2000 vegna kostnaðar. Einnig tilnefnir IBBY á íslandi rithöfund til Astrid Lindgren- verðlaunanna og höfum við á sl. árum tekið okkur saman við aðra tilnefningaraðila á íslandi og valið hann í sameiningu.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.