Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 8

Börn og menning - 01.04.2013, Blaðsíða 8
8 Börn og menning Halfdan Rasmussen og Egner Halfdan Rasmussen (1915-2002) var jafnaldri Thorbjorns Egners og aðalþýðandi hans á dönsku. Hann var eitt af dáðustu og vinsælustu skáldum Danmerkur um áratuga bil. Hann var róttækur f stjórnmálaskoðunum og orti þung og siðræn Ijóð um fátækt kreppuáranna, hernámið og atómsprengjuna meðan hann var yngri en á stríðsárunum fór hann að yrkja fyrir börn, léttar og Ijúfar vísur og húmorísk bullkvæði. Hann varð frægastur fyrir barnaljóð sín (d. bornerim) og dönsk börn læra og syngja Ijóðin hans enn þann dag í dag.7 Bækur Halfdans Rasmussens voru myndskreyttar af Ib Spang Olsen (1921-2012) frá upphafi en fyrsta bókin sem þeir gerðu kom út árið 1948 og samstarf þeirra hélst meðan báðir lifðu. Halfdan Rasmussen var óhemjulega afkastamikill höfundur og skrifaði tugi Ijóðabóka þar á meðal margar Ijóðabækur undir nafninu Tosserier (ísl. Smælki). Halfdan þýddi ekki aðeins verk Egners heldur breytti hann þeim í samstarfi við hann, skrifaði inn nýjar senur, samtöl og söngva og sumt af þessu tók Egner upp í nýjum gerðum af leikritunum. Söngur Mikka refs varð til dæmis til í þessu samstarfi. Eða eins og ævisöguritari hans segir: „Egner var alls ekki á móti því að breyta eigin verkum - það varð bara að gerast á forsendum verksins og hans sjálfs."8 Danski barnabókafræðingurinn Nina Christensen hefur borið saman frumtexta Egners og þýðingar Rasmussens og segir að báðir höfundarnir skrifi hljómræna texta og báðir reikni þeir með því að barnið sem tekur við textum þeirra kunni að meta hljómfegurð, takt og leik að tungumálinu. Þeir trúðu líka báðir á að bókmenntir fyrir börn ættu að kenna börnum umburðarlyndi og bræðralag.9 Báðir voru að móta börn framtíðarinnar, hina svokölluðu friðarkynslóð. Þýðingar barnabóka Eins og áður er sagt geta góðar barnabækur farið víða og barnabókaarfurinn er alþjóðlegur og opinn. Það þýðir náttúrlega að barnabækur hafa oft verið þýddar en þýðingar þeirra hafa nokkra sérstöðu. Upphaflega var viðhorfið til þýðinga bæði fullorðins- og barnabóka ansi frjálslynt og höfundarréttur ekki tekinn mjög alvarlega. Menn lögðu út, snöruðu eða „þýddu og endursögðu" bækur og þýðendur barnabóka á nítjándu öld höfðu ekki alltaf fyrir að nefna að um þýðingar væri að ræða heldur birtu textana undir eigin nafni.10 Viðtökulöndin og -menningin hafa tekið sígildum barnabókum opnum örmum í þýðingum en því fylgdi oft að bækurnar voru aðlagaðar, nöfn þýdd, hlutum bókanna breytt eða sleppt og þessar breytingar á frumtextunum beindust að því að minnka framandleika textanna og fella þá eins vel inn í barnabókahefð heimalandsins og mögulegt var.* 11 Auk þessa áttu þýðendur barnabóka til að bæta inn í textann ef þeir héldu að börn í heimalandinu gætu ekki skilið til hvers var vísað eða myndu misskilja það og ennfremur er það alþekkt í þýðingum barnabóka að þýðendur taka tillit til þess sem börn hafa gott (eða ekki gott) af að heyra af frumtextanum.12 Egner á dönsku Halfdan Rasmussen var mikill meistari bullljóðahefðarinnar (nonsense) og leiks í tungumálinu sem getur verið bæði róttækt og langt frá því að vera saklaust Ijóðform. í þýðingum sínum á Egner, af norsku yfir á dönsku, breytir Rasmussen ekki miklu þar sem tungumálin eru nauðalík. Hann heldur yfirleitt björtu yfirbragði söngvanna, einfaldleika þeirra og léttleika. Þar sem Egner notar norsk orð og hugtök sem ekki eru til í dönsku umskrifar Rasmussen og víkur oft frá frumtexta Egners og stundum jafnvel algjörlega. í staðinn fyrir að reyna að þýða texta Egners endurskapar Rasmussen þá á dönsku með því að búa til samsvarandi eða jafngildan spuna og leik í tungumálinu eins og (frumtextanum og ná sama húmor og léttleika á móttökumálinu. Hins vegar bendir Nina Christensen á að það vill hlaupa svolítil „verðbólga" í lýsingar Rasmussens og hann ýkir eða ofgerir þannig að úr verður eðlisbreyting. Nína segir: „maður sér líka stundum að Rasmussen gerir danska textann ofurlítið fáránlegri en frumtextann og gerir þar með svolítið fyndnari."13 Dæmi um þetta er að hennar mati „Söngur Soffíu frænku", síðari vísa, þar sem Soffía syngur: Egner: Og orene til Jonatan var fylt med rusk og rask, og Jespers nakke likedan skal ha en grundig vask. Og hvis han ikke vasker seg skal det bli annen dans! Med skrubb og borste kommer jeg og skrubber nakken hans. Rasmussen: Een skal ha' vasket orerne og een ha' vasket tæer. Een skal ha' vasket hals og hár - og fingrene især. Og strækker sæben ikke til, sá ta'r Sofie fat med skurepulver, sandpapir, benzin og sygevat. Nina Christensen bendirá að Halfdan Rasmussen gerir böðunaraðferðir Soffíu gróteskar þar sem hann lætur hana skrúbba ræningjana með ræstidufti, sandpappír, bensíni og bómull. Ninu finnst þetta fyndið 7 Nina Christensen. 2013. „Sprog som musik. Halfdan Rasmussens oversættelser af Thorbjorn Egners sangtekster". Norsk bamebokinstitutt. Sótt 10.5.2013 http:// barnebokinstituttet.no/artikkel/1250/sprog-som-musik-halfdan-rasmussens 8 Heger, bls. 407. 9 Nina Christensen. 2013. 10 Silja Aðalsteinsdóttir, Islenskar barnabækur 1780-1979. Reykjavík, IVlál og menning, bls. 44. 11 Zohar Shavit. „Translation of Children's Literature". Gillian Lathey (ritstj.)- The Translation of Children's Literature. A Reader. Clevedon, Buffalo, Toronto: Multilingual Matters, bls. 26. 12 Astríd Surmatz. 2005. Pippi Lángstrump als Paradigma. Die deutsche Rezeption Astrid Lindgrens und ihr internationaler Kontext. Tubingen, A. Francke Verlag. 13 Nina Christensen. 2013. „Man finder da ogsá i andre sammenhænge eksempler pá, at Rasmussen gerne gor Egners sangtekster lidt mere absurde og dermed giver dem en mere humoristisk drejning."

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.