Studia Islandica - 01.06.1937, Side 5
Einkunnarorð:
... því er það ekkert ólíklegt, aS hann
(o: Sænmndur fróði) hafi og ritað ættar-
tölu á likan hátt, og samtengt við ættbálk
sinn, sem var talinn frá Skjöldungum, og
sjáum vér þar einnig Ijósa ástæðu til, að
Skjöldunga sögur hafa haldizt svo lengi við
á Islandi og verið þar ritaðar.
Jón Sigurðsson, Dipl. Isl. I 503.
I.
Af þeim höfðingjaættum, sem mestu ráða hér á landi
síðustu öld þjóðveldistímans, verða Oddaverjar einna
fyrstir til að koma veldi sínu á fastan grundvöll, og
bera þeir höfuð og herðar yfir aðra goðorðsmenn á síð-
asta fjórðungi 12. aldar. En hér fer sem oft ella, að
þeir setjast síðan í kyrrsetu, og ber miklu meira á öðr-
um síðustu hálfa öldina, sem þjóðveldið stóð.
Merkilegastur höfðingi ættarinnar á því tímabili,
sem hér ræðir um, er vafalaust Jón Loftsson (1124—
1197). Hann var sonur Lofts prests, Sæmundarsonar
prests hins fróða. Hann kemur mjög við sögu landsins
um sína daga, og kemur allt, sem frá honum er sagt, í
einn stað niður. í bók, sem rituð er af óvinveittum
manni og til lofs mótstöðumanni hans, Þorláks sögu
hinni yngri, er honum lýst svo, að hann var „mestr
höfðingi á íslandi; hann var goðorðsmaðr; hann var
inn vísasti maðr á klerkligar listir, þær sem hann hafði
numit af sínum forellrum. Hann var djákn at vígslu,
raddmaðr mikill í heilagri kirkju. Lagði hann ok mik-
inn hug á, at þær kirkjur væri sem bezt setnar, er hann
hafði forræði yfir, at öllum hlutum. Fullr var hann af