Studia Islandica - 01.06.1937, Síða 6

Studia Islandica - 01.06.1937, Síða 6
4 flestum íþróttum, þeim er mönnum váru tíðar í þann tíma. Metnaðarmaðr var hann svá mikill ok kappsamr, at varla varð meiri, því at hann vildi fyrir engum vægja eða af því láta, sem hann tók upp".1) Þessi merkilega lýsing bendir í margar áttir, og mun ég nú reyna að skýra það ögn nánar. Jón Loftsson virðist hafa haft mannaforráð um allt Eangárþing, en hann átti auk þess þingmenn, svo að vitað er, bæði vestur á Rauðasandi og í Borgarfirði, og er þess getið, að Sæmundur, sonur hans, hafi átt borg- firzka þingmenn eftir hann.2) Á alþingi hefur enginn íslenzkur höfðingi ráðið viðlíka miklu og hann. Þorláks saga gerir mikið úr kappgirni hans, aðrar heimildir sýna, að hann hefur verið stórum vinsæll og með því skaplyndi, að menn lutu honum fúsir, óáleitinn við aðra og sanngjarn (það væri þá, að hann hafi verið ósanngjarn í gerðum eftir Önundarbrennu, eða svo taldi Ormur, sonur hans). Hann kemur oft við deilur manna og þá með þeim hætti, að hann var fenginn til að gera um mál manna; var dómi hans þá jafnan hlítt. Sögurnar geta ekki um deilur, þar sem hann væri að- ili, nema tvisvar, og var andstæðingur hans í bæði skiptin Þorlákur biskup Þórhallsson; af því að það lýsir Jóni og hugsunarhætti hans, skal ég drepa ögn nánar á það. Biskup kom nývígður út og krafðist um- ráðaréttar yfir kirkjum og bar fyrir sig erkibiskups boðskap og kirkjulög. Áður höfðu kirkjur verið eign leikmanna, þeirra sem létu smíða þær eða arfa þeirra, og svaraði Jón boðskap biskups þannig: „Heyra má ek erkibyskups boðskap, en ráðinn em ek at halda hann at engu, ok eigi hygg ek, at hann vili betr né viti en mínir forellrar, Sæmundur inn fróði ok synir hans. 1) Bisk. I 282. 2) Hrafns s., Bisk. I 647; Sturl. (Kál.) I 242, 346—7 (ísl. s., 11. og 44. kap.).

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.