Studia Islandica - 01.06.1937, Side 8
6
vígja goðorðsmenn.1) Annar liður í sambandi höfðingja
við kirkjuna er kirkjueign einstakra manna, sem Þor-
lákur biskup reyndi að fyrirkoma, eins og þegar var
sagt, og einmitt á þessum sömu áratugum, en Árni
biskup síðar, en fengu þó ekki af tekið með öllu.
Eins og kunnugt er, varð kirkjueignin fyrst arðvæn-
leg með tíundarlögunum 1096, sem sett voru af Gizuri
biskupi með tilstuðlun Sæmundar fróða. Ákveðinn hluti
tíundar (Va) rann til kirkju, en auk þess hlutu margar
kirkjur gjafir og ítök í jörðum, og hefur eign þeirra
orðið mjög tekjusæl. Auk þess var fé það, sem kirkju
var eignað, skattfrjálst.2) Nú voru lögákveðnar tekjur
goðorðsmanna ekki miklar og sjálfsagt ekki nægar til
að lyfta höfðingjastéttinni fjárhagslega yfir alþýð-
una.3) Á sumum stöðum í Sturlungu er getið um gjöld
til goðanna, svo sem sauðatoll eða sauðakvöð,4) en þau
geta eins vel verið komin til á Sturlungaöld, og ekki er
þeirra getið í héraði Oddaverja. En þeir frændur hafa
því betur kunnað að nota sér kirkjueignina — eins og
raunar aðrar íslenzkar höfðingjaættir, en Oddaverjar
hafa þó að öllum líkindum verið fyrstir að koma undir
sig fótum að þessu leyti — og gert það rækilegast. Sæ-
mundur fróði lét gera kirkju í Odda „ok auðgaði hann
þann stað með stórum tillögum ok miklum ríkdómi".5)
Um auð kirkjunnar gefur máldagi hennar góða hug-
mynd; hann er frá 1270, og þó að allmikið hafi vafa-
laust bætzt við á næstu 50 árum á undan, þá er kjarni
1) Skipun Eiríks erkibiskups um 1190, Dipl. Isl. I 289—91.
2) Grág. II 46, Bisk. I 732—3.
3) Hversu kirkjueignin varð fjárhagsleg undirstaða höfð-
ingjanna hefur prófessor Árni Pálsson sýnt fram á í fyrirlestr-
um sínum.
4) Sturl. II 85, 153, 275, sbr. II 279, 305.
5) Bisk. I 320, sbr. 693, Dipl. Isl. II 96. Sjálfsagt hefur þó
verið þar kirkja áður, því að Sigfús, faðir Sæmundar, var líka
prestur (Landn. 1925, bls. 18).