Studia Islandica - 01.06.1937, Page 11

Studia Islandica - 01.06.1937, Page 11
9 þegar Jón var staddur í Noregi, þá fertugur að aldri. Þetta var annað og meira en eiga konunga í ætt sinni einhvern tíma í forneskju. All't þetta fór nú saman til að magna stórmennsku- hug þessa manns, sem sjálfur var mikilmenni að hæfi- leikum. En það er ef til vill ástæða að minnast þess um leið, að stórmennskuhugur Jóns er laus við ofsa og of- metnað; yfir honum er samræmi og göfgi; hryðjuverk og hrottaskapur kemst þar ekki að, eins og hjá svo mörgum samtímamönnum hans. Og hversu sem breyt- ist, þá helzt alltaf eitthvað af þessum menningarbrag meðal niðja hans. Þeir eiga ekki í deilum sín á milli, og þeir eru ekki áleitnir við aðra. Um mannúð þeirra má nefna það dæmi, að eftir lát Orms Breiðbælings gaf Sæ- mundur „allan arf börnum Orms eptir hann, óskilgetn- um11.1) Sú var og tilskipun Sæmundar, „at Solveig, dóttir hans, skyldi taka jafnmikinn arf sem einnhverr sona hans“.2) II. Eftir dauða Jóns Loftssonar er ættin að ytra útliti í sama blóma og áður. Fyrir henni er Sæmundur Jóns- son, en við hlið honum Ormur, bróðir hans. Þá er Páll Jónsson, og varð hann biskup, eftirmaður Þorláks. En þó að Þorlákur hefði ást á þessum systursyni sínum, voru þeir ekki líkir; Páll var alveg í stíl hinna gömlu presthöfðingja; hann var í einu manna kurteisastur og klerkur góður, lærdómsmaður og listamaður, og um leið goðorðsmaður, kvæntur og f jögra barna faðir. Frá hon- um var því ekki von mikillar mótspyrnu gegn vígslu höfðingja. Þó breytast tímarnir að þessu leyti líka með Oddaverjum. Sæmundur og Ormur voru báðir djákn- ar, eins og Jón var og Páll, áður en hann varð biskup; 1) Sturl. I 330. 2) S. st. I 366.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.