Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 11

Studia Islandica - 01.06.1937, Blaðsíða 11
9 þegar Jón var staddur í Noregi, þá fertugur að aldri. Þetta var annað og meira en eiga konunga í ætt sinni einhvern tíma í forneskju. All't þetta fór nú saman til að magna stórmennsku- hug þessa manns, sem sjálfur var mikilmenni að hæfi- leikum. En það er ef til vill ástæða að minnast þess um leið, að stórmennskuhugur Jóns er laus við ofsa og of- metnað; yfir honum er samræmi og göfgi; hryðjuverk og hrottaskapur kemst þar ekki að, eins og hjá svo mörgum samtímamönnum hans. Og hversu sem breyt- ist, þá helzt alltaf eitthvað af þessum menningarbrag meðal niðja hans. Þeir eiga ekki í deilum sín á milli, og þeir eru ekki áleitnir við aðra. Um mannúð þeirra má nefna það dæmi, að eftir lát Orms Breiðbælings gaf Sæ- mundur „allan arf börnum Orms eptir hann, óskilgetn- um11.1) Sú var og tilskipun Sæmundar, „at Solveig, dóttir hans, skyldi taka jafnmikinn arf sem einnhverr sona hans“.2) II. Eftir dauða Jóns Loftssonar er ættin að ytra útliti í sama blóma og áður. Fyrir henni er Sæmundur Jóns- son, en við hlið honum Ormur, bróðir hans. Þá er Páll Jónsson, og varð hann biskup, eftirmaður Þorláks. En þó að Þorlákur hefði ást á þessum systursyni sínum, voru þeir ekki líkir; Páll var alveg í stíl hinna gömlu presthöfðingja; hann var í einu manna kurteisastur og klerkur góður, lærdómsmaður og listamaður, og um leið goðorðsmaður, kvæntur og f jögra barna faðir. Frá hon- um var því ekki von mikillar mótspyrnu gegn vígslu höfðingja. Þó breytast tímarnir að þessu leyti líka með Oddaverjum. Sæmundur og Ormur voru báðir djákn- ar, eins og Jón var og Páll, áður en hann varð biskup; 1) Sturl. I 330. 2) S. st. I 366.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.