Studia Islandica - 01.06.1937, Síða 12
10
sama er að segja um Pál Sæmundarson og Jón Orms-
son. En síðan virðist ekki fara saman vígsla og manna-
forræði með þeim frændum; prestur er einn sona Sæ-
mundar, Vilhjálmur, en ekki höfðingi, en annars menn
úr öðrum knérunnum í ættinni.1) Arons saga segir, að
þeir bræður Haraldur Sæmundarson, Vilhjálmur og
Filippus hafi elskað Guðmund biskup; þeir voru nógu
fjarri svo mörgum stóratburðum, að þeir gátu leyft
sér þá rómantík — og aðra.
Vafalaust er beztur kjarni í þeim frillusonum Jóns
Loftssonar, Páli og Ormi, en þeir urðu skammlífari en
Sæmundur. Páll biskup andaðist 1211, en Ormur var
veginn 1218. Hvílíkrar virðingar Sæmundur naut, má
gjörla sjá á því, að orð fóru milli hans og Haralds jarls
Maddaðarsonar í Orkneyjum, að jarlinn gifti honum
Langlíf dóttur sína, „ok var þat milli, at Sæmundr vildi
eigi sækja brúðkaup í Orkneyjar, en jarlinn vildi eigi
senda hana út hingat“.2) Hér hefði þó farið betur minna
kapp og meiri forsjá, því að slíkar mægðir gátu vel
stutt að því, að Oddaverjar væru enn um langt skeið
fyrir öðrum ættum hér á landi. En þetta fór á aðra
leið, Sæmundur brá á sömu venju og faðir hans, átti
börn með ýmsum konum og flestum ókunnrar ættar,
og er ekki annað líklegra en sú blöndun hafi dregið afl
úr ættstofni þeirra.
Meðan Sæmundur er lífs, verður þeim frændum ekki
frýjað þess, að þá skorti stórmennskuhug, en ekki er
höfðingskapur hans með fullri giftu til loka, og er
ýmist við of eða van. Hann á ekki hinn jafnvæga þrótt
Jóns. Og þrátt fyrir mikla virðingu gnæfir hann ekki
yfir aðra höfðingja eins og faðir hans. Það er auðséð,
1) Sj'á upptalingvna í greininni Nafngiftir Oddaverja, Bidrag
till nordisk filologi tillagnade Emil Olson, Lund 1936, hls. 192
nm. Þar við má bæta Eyjólfi presti (Bisk. I 314), sem hefur Jík-
lega verið sonur Jóns Loðmundarsonar (Sturl. I 47, 501).
2) ísl. s., 22. kap., Sturl. I 274.