Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 17

Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 17
15 nærri geta, hvort menn héldu því ekki á lofti frá upp- hafi, ef þeir þóttust geta rakið kyn sitt til konunga. Ættartölur voru meðal þess, sem fyrst var skráð hér á landi, og þar sem Oddaverjar voru einmitt í broddi fylkingar meðal ritandi manna hér, má nærri geta, hvort þeir hafi ekki skráð sína ætt, sem þeir töldu kon- unglega. Alveg hliðstætt dæmi er langfeðgatal Ara fróða, sem vel mætti vera eftir ættartölu Oddaverja sem fyrirmynd, en ef svo er ekki, má nærri geta, hve lengi Oddaverjar hafa setið aðgerðarlausir, þegar Ari kom með sína ættartölu, en þeir hafa þótzt jafnokar hans að lærdómi og kyni, en höfðu miklu meiri verald- arráð og voru í uppgangi. Ættartalan varpaði ljóma á þá, studdi framgang þeirra, en hún má líka skoðast sem vottur um stórlæti þeirra. Miðkafli þessarar ritsmíðar, ættartala Skjöldunga, á sér tvær fornnorrænar hliðstæður, en það er ættartal Ynglinga og Hlaðajarla. Elzt er ættartala Ynglinga, sem er til seint á 9. öld í Ynglingatali eftir Þjóðólf hvinverska. Það er sennilegt, að farið sé eftir einhverj- um ævagömlum fróðleiksheimildum (þulu), en litlum sögnum og litlum hetjukvæðum. Eftir Ynglingatali hef- ur Ari farið. Ætt Hlaðajarla er rakin í Háleygjatali, sem Eyvindur skáldaspillir orti á síðari hluta 10. aldar; af því kvæði eru nú ekki til nema fáar vísur, en lang- feðgatal þeirra er til, eftir kvæðinu.1) Sú ættartala virðist hafa verið gerð í mesta flýti í öndverðu og hafa lítið gamalt að styðjast við; Ynglingatal hefur verið til hliðsjónar. Þegar ættartala Skjöldunga var samin, virð- ist ekki hafa verið nein samfelld heimild að styðjast við, eins og Ari gat gert; en um Skjöldunga hefur verið til allmikið af gömlum kvæðum og sögum, og þau ætt- arbrot, sem þar komu fram, voru skeytt saman og 1) Sjá Torfæus, Hist. rer. Norw. I 146; Storm, Arkiv XV 111—12 nm.

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.