Studia Islandica - 01.06.1937, Side 29
27
gerða af Vita, sem ætlaðar voru til að lesa í kirkj-
um, sem Leg. og Aberdeen-brev. sýna). Skal ég nú nán-
ar skýra ástæður þeirrar skoðunar.
Margt í sögu Magnúsar jarls í Orkn. s. er með klerk-
legum blæ, bæði að máli og hugsun. Þetta virðist mér
auðveldara að skýra með því, að heimildin hafi verið
kirkjulegt rit, heldur en að þessu hafi verið bætt inn í
Orkn. s. á eftir, því að það er rótgróið í nálega allri frá-
sögn sögunnar af jarli. Og ekki er líklegt, að efnið eitt
valdi þessum blæ, því að Orkn. s. er annars ekki með
klerklegum blæ eða mærð, og það jafnvel ekki, þegar
sagt er frá Rögnvaldi jarli, sem reyndist heilagur eftir
dauða sinn.
Ástæður þess, að ég hygg það vera einmitt Vita, sem
notað er í Orkn. s., eru þessar: Ekki er vitað um aðra
gamla ævisögu Magnúsar en þessa. Vér höfum séð, að
Vita er notuð í lesi því, sem farið var með á Magnús-
messu; það hefur vitanlega verið alþekkt á Islandi. Auk
þess má finna ýmsar samsvaranir milli ritanna. Það er
að vísu ekki ævinlega vandalaust, því þegar M I er sam-
an sett, er öllu sleppt, sem stóð í Orkn. s., og Leg. er
ekki nema lítið brot. En oft má þá ráða af líkum. Skal
nú gefa yfirlit yfir hið helzta af þessu tagi.
1) Frá bardaganum á Öngulseyjarsundi, þar sem Magnús sat
og las saltara, meðan aðrir börðust, og frá því er hann flýði írá
Magnúsi berfætt, segir ýtarlega í Orkn. s. (39.—40. kap.). Þessi
frásögn er í eðli sinu kirkjuleg, a. m. k. saltaralesturinn: undir-
búningur undir helgi hans. I M I er tekinn upp kaflinn úr Orkn.
s. En að þessara hluta hafi verið getið í Vita, virðist mega ráða
af því, að í öðru hdr. af Leg. hefur verið örstutt frásögn af
þessu, líklegast útdráttur af annari lengri (Leg., bls. 300 nm.).
2) Lýsing Magnúsar, sem er í fyrra hluta 45. kap. Orkn. s.,
er svipuð í M I og M II. Finnur Jónsson telur allan þennan kap.
klerklega viðbót í Orkn. s. Það er ekki hægt að segja, að lýsing
þessi sé varðveitt í brotunum af Vita í M I á þessum stað né í
Leg. En í frásögn M I af veru Magnúsar með Heinreki Engia-
konungi (úr Vita) er lýsing Magnúsar og að mörgu lík þessu