Studia Islandica - 01.06.1937, Page 30

Studia Islandica - 01.06.1937, Page 30
28 (M I 256). Annars er líka lýsing Magnúsar í æsku hans, og er hún í báðum þessum heimildum (M 2395—240s, Leg. 2989-1')! °S má líka vera höfð hliðsjón af henni. 3) í síðari hluta 45. kap. Orkn. s. er sagt frá því, að Magnús fékk sér konu af Skotlandi og lifði með henni skírlíflega í tíu vetur. Þessi kafli er klerklegur bæði að hugsun og orðfæri. Hann er vitanlega í M I, og er það texti Orkn. s., en ekkert tilsvarandi í Leg. En um þetta hefur þó staðið í Vita, því að M I geymir hér næst á eftir hugleiðingar Roðberts um skírlífi Magnúsar (M I 253—54), og er með því beint gert ráð fyrir frásögn sama efnis og er í Orkn. s. Auk þess er vikið að þessu efni í 3 af hin- um latnesku kvæðum um Magnús,1) og sýnir það, að þessi skoðun er rétt. 4) Þá koma frásagnir af deilum jarla og tillögum manna um, að þeir hafi sáttafund í Egilsey. „Þetta líkaði Magnúsi jarli sem fullkomnum heilhuga, án allra grunsemda, svika ok ágirnd- ar; ok skyldi hvárr þeira hafa tvau skip ok jafnmarga menn“ ... Nú stefnir Magnús að sér hinum góðgjörnustu mönnum. „Hann hafði tvau skip ok jafnmarga menn sem mælt var“ (Orkn. s. 112 —13). Frá þessu segir svo í Leg. (bls. 301): „Satellites autem sui (d: Hákonar) in necem beati Magni conspirantes, sed simula- tionis nube palliantes, cum beato viro pacifice in dolo locuti sunt, ut beatus Magnus et Hako statuto die in quadam insula, quæ vocatur Egelesio, cum pari numero hominum et armorum con- venirent. Placuit hoc beato, utpote homini serenatæ conscientiæ, cui vivere Christus et mori lucrum. Ad prædictam igitur insulam, in qua mansio sua sita erat, cum duabus longis navibus, nullam mali habens suspicionem, pervenit“. M I (23. kap.) fer fyrst eftir Orkn. s., bræðir síðan saman og fer síðan yfir í Vita. Frá Hákoni segir Orkn. s.j „at hann stefndi at sér liði miklu ok hefir her- skip mörg ok öll skipuð sem til bardaga skyldi leggja“. Nú segir jarl, að hann ætlar að taka Magnús af lífi. „Margir menn hans létu vel yfir þessi ráðagörð ok lögðu til mörg orð ferlig .. ,2) Hér segir í Leg. (bls. 301) : „Imminente vero die statuto inter eos, prædictus Hako cum septem vel octo navibus plenis, viris Belial et sanguinem sitientibus sibi associatis, prædictam insulam 1) Þ. e. í Hymn. I, Resp. og Seqv., sjá bls. 21 nm. 2) Orkn. s. 114. Tala skipanna er mismunandi í hdr.: mörg Plat., átta M II og danska þýðingin.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.