Studia Islandica - 01.06.1937, Qupperneq 32
30
Magnús jarl glaðligr, sem honum væri til veizlu boðit,1) hvárki
mælti hann með styg'gð né reiðiorðum, ok eptir þessa ræðu íell
hann til bænar ok laut í gaupnir sér ok hellti út mörgum tárum
í guðs augliti. Þá er inn helgi Magnús jarl var til dauða ráðinn,
bauð Hákon Ófeigi merkismanni sínum at drepa jarl“. Leg. (bls.
301) segir, þegar Magnús var leiddur fyrir Hákon: „_______Hakonis
præsentiæ præsentatur, in tali constantia perseverans, ut nec
corpus terrore nec mens horrore concuteretur. Nec mora, electus
Dei Magnus ab Hakone lictori tradebatur ut capitis sententia
plecteretur. Eductus ergo hilari mente et intrepido animo quasi
ad epulas invitatus, agonem suum Domino precibus commen-
tans ...“. M I (bls. 264) er hér sem fyrr með blönduðum texta,
en þó koma fyrir hreinir, eða a. m. k. nærri því hreinir Vita-
kaflar, t. d. þessi: „ok leiddr þann veg fyrir hinn ágjarna dóm-
ara Hákon jarl. En þessi inn styrki guðs kappi var svá með mik-
illi staðfesti i öllum þessum þrautum, at hvárki skalf hans
líkamr af hræzlu né hugp- af ótta eða harmi .... Hann var svá
glaðr ok kátr, er þeir handtóku hann, sem honum væri til veizlu
boðit, ok með svá staðföstum hug ok hjarta, at hvárki talaði hann
til sinna móstöðumanna með nokkurri styggð, reiði eða skelfdri
raust“.
Þá segir frá lífláti hans, og ber heimildum ekki alveg saman.
Innan um í Orkn. s. (bls. 118) er ýmislegt kirkjulegt, svo sem að
Magnús bað fyrir óvinum sínum og færði guði sjálfan sig að fórn,
o. s. frv. Þetta mætti vel vera úr Vita, en M I hefur hér texta
úr Orkn. s„ og Leg. er stuttorð, svo að það verður ekki prófað.
Að þessu loknu segir Orkn. s., að Magnús signdi sig, „ok !aut
hann undir höggit, ok leið önd hans til hirnins", og má það vel
vera eftir Vita, sem hefur um þetta mörg orð, einkum í M I
(26619-25, stytt í Leg. 3012—3021).
5) Þá kemur í 51. kap. Orkn. s. jarteiknasaga: staðurinn, þar
sem Magnús var veginn, varð grænn völlur. Þetta er sjálfsagt úr
Vita eða jarteiknabókinni, þó að ekki sé nú til nema texti Orkn. s.
6) Þá segir Orkn. s. (51. og 52. kap.) frá því, að Hákon jarl
leyfði ekki, að lík Magnúsar væri flutt til kirkju, en gerði það
þó um síðir að bón Þóru, móður Magnúsar, og var það þá flutt til
Hrosseyjar. Þetta hefur verið í Vita eða jarteiknabókinni, því að
í Leg. stendur (bls. 302) : „Mater vero ejus Yra nomine ad Ha-
1) Hér er þó annað orðalag í M II og dönsku þýðingunni.