Studia Islandica - 01.06.1937, Síða 36
34
brátt“. Síðan standa þessi orð: „Svá segir (sagði M I, hefir sagt
M II) Holdboði, réttorðr bóndi í Suðreyjum, frá viðræðu þeira;
hann var þá með Magnúsi annarr hans manna, er þeir gerðu
hann handtekinn". Þetta er mjög merkilegt; hér er nefnd heim-
ild þess, sem Orkn. s. hefur fram yfir Vita á þessum stað og
líklega í öllum þessum kafla. Höfundur Orkn. s. leiðréttir þannig
frásögn Roðberts eftir þessum manni. Það má láta sér detta í
hug, að ekki sé víst, hvort Roðbert hefur verið vandur að heim-
ildum.
í frásögninni af lífláti Magnúsar jarls er Orkn. s. (50. kap.)
fyllri; segir hún, að Hákon skipaði fyrst Ofeigi merkismanni
sínum að vega að Magnúsi, en hann vildi ekki, þá skipaði Hákon
Lífólfi steikara, og vann hann verkið, enda hughreysti Magnús.
hann og gaf honum kyrtil sinn. Síðan segir Orkn. s., að Lífólfur
svipti hann lífi í einu höggi, en M I (bls. 266) og Leg. (bls.
3023__2), segja, að hann hafi orðið að höggva tvisvar. M I segir,
að Hákon hafi skipað að höggva í síðara skiptið. Líklega er hér
aftur að ræða um leiðréttingu. Þannig er þá hægt að skýra allt,
sem á milli ber.
Það er fljótséð á því, sem ég hef nú nefnt, að Orkn. s.
ber Hákoni jarli miklu betur söguna og styðst þó við
frásögn Holdboða, vinar Magnúsar. Aðrir staðir í Orkn.
s. sýna sama hug til Hákonar. Gott dæmi er þetta: „En
er synir þeira tóku at megnask, þá gerðusk þeir ofstopa-
menn miklir Hákon og Erlingr... ok sterkir ok velmennt-
ir um alla hluti. Hákon Pálsson vildi vera fyrirmaðr
þeira bræðra; þóttisk hann vera meiri burðum en synir
Erlends, því at hann var dóttursonr Hákonar jarls
Ivarssonar ok Ragnhildar, dóttur Magnúss konungs
góða“. Þegar sænski vísindamaðurinn spáir fyrir Há-
koni, segir hann að vísu, að Hákon muni rata í glæp
nokkurn, en það er alveg auðséð, að sá maður, sem
hann spáir fyrir, muni verða stórmenni. Eftir dauða
Magnúsar fór Hákon pílagrímsferð til Róms og gerðist
síðan höfðingi mikill og stjórnsamur, setti lög, sem öll-
um líkuðu vel, „tóku við slíkt að vaxa vinsældir hans;