Studia Islandica - 01.06.1937, Page 37

Studia Islandica - 01.06.1937, Page 37
35 kom þá svá, at Orkneyingar stunduðu á ekki annat en hafa Hákon at höfðingja ok hans afsprengi".1) Þessi hlýi hugur til Hákonar stingur alveg í stúf við þann anda, sem kemur fram hjá meistara Roðbert. Og þegar þess er gætt, að í dýrlingasögum miðalda er vana- legast, að munurinn á dýrlingnum og fjandmanni hans eykst eftir því sem tímar líða og fleiri fjalla um skipti þeirra, og verður annar þá ljóssins barn, hinn myrkr- anna sonur, — verður að hugsa sér einhver sérstök öfl að verki. Þau hugsa ég mér þessi: hlutleysi íslenzks sagnaritara, sem styðst við orkneyskar ættarsagnir og ættrækni. Á dögum Páls jarls Hákonarsonar kemur til sögunn- ar maður, sem er svo fyrirferðarmikill, að Orkn. s. verð- ur að lokum mestmegnis saga hans. Þessi maður er Sveinn Ásleifarson. í frásögnum af honum kennir engu síður greinilegrar samúðar, enda þarf Sveinn þess með, slíkur ofstopamaður og víkingur. Ég skal nefna sem dæmi, hve mjög hann þurfti nærgætni við, þegar sagt var frá síðustu skiptum Sveins og Páls jarls. Þar er haft eftir Sveini, að Páll hafi beðið hann að fara í Orkneyjar og segja, að hann væri blindaður og meidd- ur í munklífi á Skotlandi. „Ok er þetta frásögn Sveins um þenna atburð. En þat er sögn sumra manna, er verr samir, at Margrét hafi ráðit til Svein Ásleifarson at blinda Pál jarl, bróður sinn, ok setja í myrkvastofu, en síðan réði hon til mann annan at veita honum þar líflát. En eigi vitum vér, hvárt sannara er“.2) Sigurður Nor- dal3) hefur sýnt fram á, hve mjög sé farið eftir frásögn Sveins í sögunni. Hins vegar telur hann, að höfundur muni ekki hafa séð Svein sjálfan, enda er Sveinn dauð- ur um 1170, en „paa den anden side kan jeg ikke tænke mig andet end at forf. personlig maa have kendt Svens 1) Orkn. s., bls. 91, 97 og 122. 2) Orkn. s. 189. 3) Orkn. s. iii—v. 3*

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.