Studia Islandica - 01.06.1937, Side 43

Studia Islandica - 01.06.1937, Side 43
41 Haraldi hilditönn til Hrafns heimska, og hinni, sem lá til Noregskonunga. Líklega hefur í sögunni aðeins ver- ið getið hinnar síðari, ef það er rétt, sem Axel Olrik1) heldur fram, að lok sögunnar megi sjá á Ragnars sona þætti í Hauksbók, enda er það skiljanlegt; smekklegra hefur þótt að rekja ættartöluna ekki beint til Odda- verja, enda ættkvísl Noregskonunga til Jóns Loftsson- ar þótt veglegri. Þó að ættræknin eigi sinn mikla þátt í Skjöldunga sögu, eins og ég hef reynt að færa líkur að, þá má þó ekki gleyma öðru einkenni hennar, en það er ást á sög- um um fornkappa og ánægja af að segja þær. Sögu- ritarinn hefur sjálfsagt haft yndi af sagnaskemmt- un, án þess að horfa í, hvort sagan var sönn eða ekki. Hann hefur haft sér til varnar, ef að þessu var fund- ið, að hann var að skrifa gamlar ættarsagnir og þær studdust við forn kvæði, og síðan hefur hann látið gamminn geisa. Mikið skilur hann og höfund Orkneyinga s., sem hefur átt í ríkum mæli þann gagnrýnisanda, sem kemur fram í öllum þorra íslenzkra sagnarita um þær mundir og þó skýrast í ritum Snorra Sturlusonar. 1 Skjöldunga sögu fær ástin á skemmtilegum ævintýra- kenndum sögnum um fjarlæga atburði útrás, hneigð, sem alltaf er til, en gagnrýnisandinn hélt niðri um skeið. Og Skjöldunga saga hefur vafalaust rutt braut allskonar sögum um víkinga og fornkappa. Nærri henni stendur hin svokallaða Sæmundar-Edda og Sigurðar saga, sem menn hafa talið notaða þar og í Snorra-Eddu, en það er allt miklu meira mál en hér verði um það fjallað. Síðan koma Völsunga saga og Ragnars saga, Hervarar saga og síðan hver fornaldarsagan af annari. Væntanlega er Skjöldunga saga elzt allra þessara rita, og hún hefur beinlínis verið heimild Ragnars sögu og síðar Bjarka rímna (eða þeirrar sögu, sem þær styðj- 1) Aarböger 1894, 153 o. áfr.

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.