Studia Islandica - 01.06.1937, Page 44
42
ast við) og Hrólfs sögu kraka. Að þessar sagnir hafi
verið í hávegum hafðar með hinum síðari Oddaverj-
um, mun ég brátt minnast á.
VI.
Snemma á 13. öldinni er rituð saga eins Oddaverja,
Páls biskups, en hún er grein af öðrum stofni en þeim,
sem hér hefur verið fjallað um; hún er í flokki biskupa-
sagna, sem eiga rætur að rekja til íslendingabókar Ara
fróða, en spruttu upp í sambandi við helgi Þorláks
biskups og Jóns. Biskupasögurnar eru vitanlega kirkju-
legar að anda og mótaðar af allt öðrum hugsjónum og
hugsunarhætti en þeim, sem ríkti á höfðingjasetrinu
Odda. Þó er kannske eitt þessara rita ekki alveg laust
við að bera merki Oddaverja, og það er það, sem sízt
væri ætlandi: JarteiknabóJc Þorláks helga. Þessa bók
lét Páll biskup skrá, og hefur hann vafalaust stjórnað
þar pennanum. Af þessu riti óbreyttu er nú til töluvert
brot. Tilgangur þess er auðvitað að boða helgi Þorláks
biskups, með því að segja frá jarteiknum, sem gerðust
fyrir árnaðarorð hans við guð. Það er alkunn reynsla,
að slík rit voru á miðöldunum að jafnaði mjög óáreið-
anleg, líkt og stríðsfréttir nú á dögum, því að prédik-
unin bar dómgreindina og sannleiksástina ofurliði. En í
Jarteiknabók Páls er sagt frá öllu með gætni og var-
færni, og á einum stað (þegar segir frá sveininum, sem
féll í sýrukerið) er beint tekið fram, að sumir menn
taki miklu dýpra í árinni um jarteiknina og svo mundi
gert, ef þetta hefði borið við 1 útlöndum: „en ek kann
ekki meira taka af (o: fullyrða) en svá sem ek nú hefi
sagt“.‘) Þetta er sami gagnrýnisandinn, sem kemur
fram í Orkneyinga sögu — og líka sama gætnin, sem
kemur fram í afstöðu Páls biskups til helgi Þorláks
yfirleitt.1 2) Á einum stað kemur fram ósvikinn innlend-
1) Bisk. I 337.
2) Sjá um þetta efni greinina Jarteiknir, Skírnir 1936.