Studia Islandica - 01.06.1937, Page 45

Studia Islandica - 01.06.1937, Page 45
43 ur hugsunarháttur, ekki meira en svo kristilegur; það er þar sem segir af hinni blindu á, sem goldin var fá- tækum manni, sem var fésnauSur, en drengr góðr og karlmenni í skapi. Þessum manni kom í hug, að Þor- lákur hefði gert annað eins og það, að gefa ánni sýn, og hugðist hann þá mundu fyrirgefa þeim, sem hafði prettað hann, „en láta hann ella aldregi hlutlausan fyrr en hann hefði sitt“. Sá maður, sem hér stjórnar penn- anum, er ekki langt frá þeirri siðaskoðun, sem drottn- ar í fornsögunum.1) Mál og stíll á Jarteiknabókinni er líkt og á guðsorða- bókum 12. aldar, karlmannlegt, látlaust, en með hlýju, sem vermir alla frásögnina; það er ólíkt mælsku og mærð munkanna, sem fer að setja svip sinn á kirkju- leg rit yfirleitt á 13. öld og þar á eftir. Jarteiknabókin er skrifuð áður en ofsi klerkdómsins hafði rofið að fullu samræmi 12. aldarinnar. VII. Eftir dauða Sæmundar Jónssonar missa Oddaverjar alveg forustuna meðal höfðingjaætta landsins. Þeir halda að vísu veldi sínu heima í héraði, þeir halda áfram að vera göfug ætt, á þeim er sami menningar- bragur, þeir halda hóp. En þeir eiga engan höfðingja í stíl sinnar aldar. Vér sjáum hér ágætismenn eins og Hálfdán á Keldum, mann sem er mjög vinsæll af bænd- um, en skortir það afl, sem rekur fram til dáða, skör- ungskap. Þetta er einkar ljóst, þar sem hann hefur við hlið sér Steinvöru, dóttur Sighvats Sturlusonar, sem hefur allt hið mikla atgjörvi ættar sinnar, skap, vits- muni, skörungskap — en líka menntaeðli hennar: skáld- 1) I sambandi við þetta má ef til vill minna á orð Kolskeggs auðga um Pál biskup: „Engi þótti faðir þinn jafnaðarmaðr í fyrstu ok heldr fylginn sínu máli, þó at hann yrði nú góðr :naðr, er hann varð byskup“ (Sturl. I 342).

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.