Studia Islandica - 01.06.1937, Page 47

Studia Islandica - 01.06.1937, Page 47
45 Stórlæti þeirra frænda kemur fram í nöfnum, sem ann- ars tíðkast lítt eða ekki nema í ættum þjóðhöfðingja. En yfir allt leggst smám saman meiri og meiri róman- tik. Við hlið nafna fornra frænda eða samtíðarstór- menna koma nöfn úr hetjusögunum. Það er ekki um að villast, að hér hafa hetjukvæði og fornaldarsögur verið í hávegum hafðar. Nöfn eins og Randalín bendir meira að segja á sérstakt samband við sögu Ragnars loðbrókar. Svo koma riddarasögurnar, útlenda róman- tíkin. Um leið og veldi Oddaverja er að hrynja, hlýtur einn þeirra nafnið Karlamagnús. Auðvitað eiga niðjar Sæmundar fróða á þeim tíma sér sonu og dætur. En „Oddaverjar“, goðorðsmannaættin frá þjóðveldistíman- um, hafa runnið skeið sitt á enda.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.