Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Side 37
Taílenskur karrýréttur Hollur réttur sem einfalt er að út­ búa og tilvalið er að nýta græn­ metið í ísskápnum sem er á sið­ asta séns. Mér finnst gott að bera núðlur, hrísgrjón eða jafnvel góðar baunir fram með réttinum. 1 msk. kókosolía 300 g gulrætur 1 paprika rauð ½ paprika, appelsínugul ½ brokkólíhaus 1 hvítlauksrif 1 laukur 2 msk. rautt karrýmauk 1 msk. sojasósa 400 g kjúklingabaunir 500 ml kókosmjólk 2 msk. kókósmjöl, gróft Ferskt kóríander Kókosflögur (Núðlur, hrísgrjón eða baunir að vild) Byrjið á að skera gulræturnar niður í þunnar sneiðar og laukinn og paprikuna smátt. Skerið brokkólíið gróflega niður. Mér finnst best að rífa hvítlaukinn á fínu rifjárni. Seikið grænmetið á pönnu upp úr kókosolíu. Skolið kjúklingabaunirnar vel með köldu vatni og bætið þeim saman við grænmetið á pönnunni. Hellið kókosmjólkinni saman við og látið malla vel saman við vægan hita. Að lokum er rauða karrýmaukinu bætt saman við ásamt sojasósunni og öllu leyft að malla vel saman í um 20-30 mínútur. Stráið kókosflögum og fersku kórí- anderi yfir áður en þið berið fram. Bæði gott að bera fram eitt og sér í skál en einnig upplagt að sjóða núðlur með, spæla egg yfir þær (eggjanúðlur) eða hrísgrjón. Una í eldhúsinu Una Guðmundsdóttir mælir með léttum og bragðmiklum græn- metisrétti í súldinni sem nú herjar á landsmenn. MYNDIR/AÐSENDAR BESTA LEIÐIN TIL AÐ GEYMA FERSKT KRYDD Flest ferskt krydd eins og kóríand­ er og steinselja kemur í plast­ bökkum. Kryddið geymist ekki vel í þeim sökum raka. Besta leiðin til að lengja líftíma kryddsins (virkar fyrir salat líka) er eftirfarandi: 1. Skolið og þerrið vel. Til dæmis í salatvindu. Eða með eldhús­ pappír. Engan raka, takk! 2. Fjarlægið öll skemmd lauf, því að þau skemma út frá sér. 3. Rúllið kryddinu upp í eldhús­ pappír – stilkana öðrum megin. Varist að setja of mikið í hverja rúllu. 4. Setjið pappírinn í loftþétt box eða zip­lock poka og geymið í kæli. Ef um salat er að ræða er það sett hreint og þurrt í poka eða loftþétt box með eldhúspappír í botninn til að draga í sig raka. Basilunnendur athugið! Aðrar reglur gilda um basilíku sem þolir illa kulda – hún geymist best við stofuhita – stilkurinn ofan í vatni og poki yfir laufin. Best er þó að kaupa hana í potti og geyma úti í glugga – athugið að ekki má liggja vatn á rótum hennar. Vökvið oft og lítið. MATUR 37DV 5. MARS 2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.