Fréttablaðið - 06.03.2021, Page 6

Fréttablaðið - 06.03.2021, Page 6
Með núverandi fyrirkomulagi, skilar starfsemin umtals- verðum tekjum til sam- félagslegra mikilvægra málefna, tekjum sem ella hyrfu alfarið úr landi. Bryndís Rafnkels- dóttir, forstjóri HHÍ GARÐABÆR „Borgarlínan er hágæða almenningssamgangnakerfi sem mun aka að mestu í sérrými og hafa forgang á gatnamótum,“ segir í greinargerð með tillögu sem bæj- arstjórn Garðabæjar samþykkti varðandi breytingar á aðalskipulagi í sveitarfélaginu. Segir í greinargerðinni að með Borgarlínu muni ferðatími styttast og tíðni ferða aukast. „Borgarlín- unni má líkja við slagæð sem flytur fólk á greiðan og öruggan máta eftir helstu samgöngu- og þróunarásum höfuðborgarsvæðisins. Borgarlínan og Strætó verða tvinnuð saman í heildstæðu, hágæða leiðaneti en auk þess verður áhersla lögð á að borgarlínustöðvar séu vel tengdar hjóla- og göngustígum,“ segir nánar í greinargerðinni. – gar Segja Borgarlínu hágæðaverkefni Ein biðstöð fyrir Borgarlínu verður í Garðabæ. MYND/AÐSEND SAMFÉLAG „Það leysir ekki allan vanda þeirra sem eiga við spilafíkn að etja, að loka happdrættisvélun- um,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ), aðspurð um afstöðu HHÍ til kröfu Samtaka áhugafólks um spilafíkn (SÁS) um lokun spila- kassa. Niðurstöður viðhorfskönnunar sem framkvæmd var af Gallup síðasta vor sýndu að 86 prósent Íslendinga vildu að spilakössum yrði lokað til frambúðar, en spila- kössum var lokað vegna sóttvarna- reglna í kórónaveirufaraldrinum. Happdrætti Háskólans er annað tveggja fyrirtækja sem reka spila- kassa hér á landi, hitt er Íslandsspil sem rekið er af Rauða krossinum og Landsbjörg. Fyrirtækin tvö reka einnig heimasíðuna abyrgspilun.is með það að markmiði að leggja sitt af mörkum til að styðja við íslenskar rannsóknir á spilafíkn og ábyrga spilun. Spurð að því hvort þversögn felist í því að HHÍ taki þátt í rekstri vefsíðunnar og leggi sitt af mörkum til að hjálpa spilafíklum þegar stór hluti þess hóps segir neyð sína og vanda mega rekja beint til spila- kassanna sem sömu fyrirtæki reka segir Bryndís að svo sé ekki. „HHÍ hefur lagt sig fram við að stuðla að ábyrgri spilamennsku og haft frumkvæði á þessu sviði án aðkomu eða afskipta eftirlitsaðila og meðal annars fengið vottun sam- kvæmt staðli evrópskra ríkishapp- drætta um ábyrga spilun (Respons- ible gaming certificate). Hér er því ekki um neina þversögn að ræða,“ segir Bryndís. Hlutverk HHÍ er að fjármagna uppbyggingu Háskóla Íslands, bæði er varðar húsnæði og tæki. Bryndís segir það lögbundið hlutverk HHÍ að fjármagna húsbyggingar Háskól- ans og að happdrættið hafi nú fjár- magnað á þriðja tug háskólabygg- inga. „Það hefur ríkt samfélagsleg sátt um þetta form og HHÍ heldur utan um reksturinn með ábyrgum hætti,“ segir hún. Allur hagnaður af rekstri HHÍ skal nýttur til uppbyggingar Háskólans. Spurð að því hversu miklar tekjur HHÍ hlaut af spila- kössum á síðasta ári segir Bryndís HHÍ ekki gefa upp tekjur „einstakra þátta í starfsemi sinni“. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2019 var hagnaður HHÍ það árið rúmir 1,6 milljarðar króna. Í árslok átti happdrættið tæpa þrjá millj- arða í eigið fé, þar af um 1,2 millj- arða í handbært fé. Sama ár voru framlög og greiðslur til Háskóla Íslands 580 milljónir króna. Uppi hefur verið umræða um að taka upp svokölluð spilakort hér á landi en í þeim felst að spilarar spili með fyrirframgreiddum spila- kortum. Þannig megi stjórna betur þeim fjárhæðum sem spilað sé fyrir. Bryndís segir HHÍ lengi hafa bent á kosti slíkra korta, en að einnig sé unnið að lausn sem snúi að því að spilarar auðkenni sig með raf- rænum hætti. Bryndís segir að horfa þurfi á málið í stærra og víðara samhengi en með lokun spilakassa. Til að mynda þurfi að taka erlenda net- spilun inn í myndina. Þeir sem spili finni sér annan farveg og lokun kassanna gæti leitt til þess að spil- un færðist úr löglegu umhverfi og undir radarinn, einnig yfir á netið. „Í stað þess og með núverandi fyrir- komulagi, skilar starfsemin umtals- verðum tekjum til samfélagslegra mikilvægra málefna, tekjum sem ella hyrfu alfarið úr landi.“ birnadrofn@frettabladid.is Vandinn hverfur ekki með lokun spilakassa Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands segir lokun spilakassa ekki leysa vanda spilafíkla. Hlutverk HHÍ er að fjármagna uppbyggingu háskólans og nýta til þess hagnað. Um þriðjungur hagnaðar ársins 2019 fór til háskólans. Happdrætti Háskóla Íslands er annað tveggja fyrirtækja hérlendis sem sjá um rekstur spilakassa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPTI Velta í ferðaþjónustu dróst saman um 79 prósent á milli áranna 2019 og 2020, úr 97 millj- örðum í 21 milljarð. Á tímabilinu nóvember til desember árið 2019 veltu ferðaskrifstofur og ferða- skipuleggjendur tólf milljörðum en á sama tímabili á síðasta ári var veltan einn milljarður. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Velta á rekstri gististaða dróst einnig saman á milli ára og var í fyrra 35 milljarðar samanborið við 99 milljarða árið 2019. Þá dróst velta á veitingasölu og þjónustu saman um 40 prósent sé horft til tímabils- ins nóvember til desember á síðasta ári og borið saman við árið á undan. Í fyrra var veltan á umræddu tíma- bili tíu milljarðar miðað við sautján ári fyrr. Velta í stórmörkuðum var fimm- tán prósentum meiri á tímabilinu nóvember til desember árið 2020 en á sama tímabili árið áður. – bdj Velta í ferðaþjónustu dróst saman Minni velta var í rekstri gististaða. H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Styrkir úr Tónlistarsjóði Umsóknarfrestur til 3. maí Tónlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum til verkefna sem framkvæmd verða á tímabilinu: 1. júlí – 31. desember 2021. Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. Umsóknarfrestur rennur út 3. maí 2020 kl. 15.00*. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is. Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári, í maí og nóvember. Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími: 515 5800 tonlistarsjodur@rannis.is. *Ath. breyttan lokunartíma sjóðs. 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.