Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2021, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 06.03.2021, Qupperneq 12
SVEITARSTJÓRNIR Það andar köldu á milli Hveragerðis og Ölfuss þessa dagana eftir að Hveragerðisbær óskaði eftir breytingu á sveitar- félagamörkum. Því var neitað og urðu Hvergerðingar svo reiðir við nágranna sína að þeir ætla að hækka kostnaðarhlutdeild í sam- eiginlegum verkefnum. Um miðjan febrúar sendi bæjar- ráð Ölfuss grönnum sínum svar- bréf og benti þeim á að þeir hefðu til umráða níu ferkílómetra en nýttu aðeins tvo undir íbúða- byggð. Þá sagði í bréfinu að Ölfus gæti ekki fallist á þau rök að íbúar í Hveragerði gætu ekki notið úti- vistarsvæða nema þau væru hluti af skipulagssvæði Hveragerðis. Enda væri það svo að ýmsir góðir staðir í Ölfusi nýtast íbúum í Hveragerði til útivistar þrátt fyrir að tilheyra Ölf- usi. Hafnar bæjarráð Ölfuss frekari viðræðum um sveitarfélagamörk en er ávallt tilbúið til viðræðna við granna sína um sameiginleg hags- munamál. Þetta fór öfugt ofan í Hvergerð- inga sem bókuðu á bæjarráðsfundi sínum á fimmtudag að þeir hörm- uðu afstöðu nágranna sinna. Fyrst Ölfus sé ekki tilbúið til viðræðna ætlar bæjarráðið í Hveragerði að hækka kostnaðarhlutdeild Ölfus- inga í þeim verkefnum sem rekin eru sameiginlega. „Þó að Ölfusingar greiði hlut- fall af rekstrarkostnaði leik- og grunnskóla miðað við fjölda nem- enda á hverjum stað er ljóst að annar afleiddur kostnaður er ekki greiddur,“ segir í bókun bæjarráðs og er talin upp vinna tæknideildar, umhverfisdeildar og bæjarskrif- stofu sem allar sinni mikilli vinnu við fræðslustofnanir bæjarins. „Eðlilegt hlýtur að teljast að Ölf- usingar greiði hlutdeild í rekstrar- kostnaði þessara stoðdeilda miðað við umfang rekstrar fræðslumála í bæjarfélaginu,“ segir enn fremur í bókuninni. Hefur Aldísi Hafsteinsdóttur bæj- arstjóra ásamt skrifstofustjóra verið falið að ræða við Elliða Vignisson og félaga í Ölfusi um aukna þátttöku í þeim kostnaði sem felst í rekstri fræðslustofnana bæjarins. – bb Ölfus og Hveragerði í hart Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi. Aldís Hafsteins- dóttir, bæjar- stjóri í Hvera- gerði. BANDARÍKIN Meðalfjöldi daglegra bólusetninga í Bandaríkjunum fór í fyrsta skipti yfir tvær milljónir á miðvikudag. Fyrir mánuði var með- alfjöldinn um 1,3 milljónir. Þetta er haft eftir upplýsingum frá CDC, bandarísku sóttvarnastofnuninni. Um 54 milljónir Bandaríkja- manna hafa nú fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn COVID-19. Þá eru ekki teknar með tölur fyrir eins skammts bóluefni Johnson & Johnson, sem var heim- ilað til neyðarnotkunar fyrir um viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti setti landinu það markmið skömmu eftir að hann tók við embætti að dagleg- ar bólusetningar yrðu 1,5 milljónir. Þá hefur hann einnig lofað að ná 100 milljónum bólusetninga fyrir 30. apríl, sem verður hundraðasti dagur hans í embætti. Biden hefur undanfarna daga gagnrýnt Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, og aðra sem hafa slakað á COVID-19 takmörkunum og sagt að það væru „stór mistök“ fyrir fólk að hætta að nota grímur. „Það síðasta sem við þurfum er Neanderdals-hugsunarháttur um að fyrst allt sé í lagi í augnablikinu sé hægt að taka grímuna af sér og gleyma henni,“ sagði Biden á blaða- mannafundi í Hvíta húsinu. „Þvoið hendurnar með heitu vatni. Gerið það oft, notið grímu og virðið fjar- lægðarviðmið. Ég veit að þið vitið það öll. Ég vildi óska þess að nokkrir af kjörnum embættismönnum okkar vissu það líka.“ Dr. Rochelle Walensky, yfirmaður CDC, lýsti fyrr í vikunni yfir áhyggj- um vegna þróunar sjúkdómsins og sagðist óttast að ný og meira smit- andi afbrigði veirunnar gætu valdið fjórðu bylgjunni þar í landi. Í dag hafa 28,9 milljónir greinst með COVID-19 í Bandaríkjunum og 520 þúsund látið lífið af völdum veirunnar. arnartomas@frettabladid.is Bólusetja yfir tvær milljónir daglega Fjöldi daglegra bólusetninga í Bandaríkjunum er nú kominn yfir tvær millj- ónir. Um 54 milljónir hafa nú fengið að minnsta kosti einn skammt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lofað 100 milljónum bólusetninga fyrir lok apríl. Biðröð eftir bóluefni við ráðstefnuhús í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Breytingu á mörkum sveitarfélaganna var hafnað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Innviðasjóður Umsóknarfrestur 15. apríl kl. 15.00 Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði Hlutverk sjóðsins er að byggja upp rannsóknarinnviði á Íslandi. Innviðasjóður veitir styrki til kaupa og uppbyggingar á tækjum, gagnagrunnum, hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir framfarir í rannsóknum. Sérstaklega verður tekið tillit til innviðaverkefna á vegvísi sem njóta, að öðru jöfnu, forgangs við úthlutun styrkja. Við úthlutun úr Innviðasjóði er tekið mið af úthlutunarstefnu Innviðasjóðs og eftirtalin atriði lögð til grundvallar: l Að innviðirnir séu mikilvægir fyrir framfarir í rannsóknum á Íslandi og fyrir rannsóknir umsækjenda l Að fjárfesting í innviðum skapi nýja möguleika til rannsókna og/eða innviðirnir tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður styrkir l Að samstarf verði um nýtingu innviða milli stofnana eða milli stofnana og fyrirtækja með fyrirsjáanlegum hætti l Að áætlanir um kostnað og fjármögnun séu raunhæfar l Að innviðirnir auki möguleika á menntun og þjálfun á viðkomandi fræðasviði l Innviðir sem komið er upp með styrk frá sjóðnum skulu vera aðgengilegir öðrum rannsóknahópum eftir því sem svigrúm er til og skal sjóðnum gerð grein fyrir hvernig aðgengi verður háttað Umsækjendur skulu kynna sér vel reglur sjóðsins áður en umsókn er gerð. Nánari upplýsingar og aðgangur að rafrænu umsóknarkerfi á www.rannis.is. Dunlop stígvél Dunlop Acifort stígvél með ilja- og távörn. Hentug og efnaþolin. Leðurhanskar Fóðraðir Tegera leðurhanskar með riflás. Vnr. 9640 335 Frábær tilboð í verslunum N1 um land allt ALLA LEIÐ Bremsuhreinsir Öflugur fituleysir sem gerir yfirborð hreint og þurrt. Nítrilhúðaðir hanskar Nítrilhúðaðir hanskar úr örtrefjaefni sem andar vel. Smurolía Samsett, hágæða 5W-30 smurolía, fyrir bensín- og dísilvélar frá VW-Audi. Olíuhreinsir Óþynntur olíuhreinsir tilbúinn til notkunar. Fæst í 5l og 20l brúsum. Skoðaðu fleiri tilboð í vefverslun okkar Verslanir N1 um land allt 440 1000 Tilboðin gilda í mars 2021 E N N E M M / S ÍA / N M - 0 0 4 5 9 3 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.