Fréttablaðið - 06.03.2021, Page 26

Fréttablaðið - 06.03.2021, Page 26
Bryndís Bolladóttir varð ástfangin af eiginleik­um ullarinnar í námi við Listaháskólann, en það var ekki fyrr en eftir hrun að hug­ mynd hennar að hljóðdempandi kúlu fékk vængi. „Ég varð ástfangin af eiginleikum ullar og sérstaklega þæfðrar ullar þegar ég kynntist henni í námi. Ég fann strax að hún gæfi mikla möguleika og ekki eyðilagði að hún væri mér svona nærri. Það var síðan kona úr Setberginu sem hringdi í mig árið 2006 og biðlaði til mín að búa til fyrir sig listaverk. Verk sem jafnframt hefði hljóð­ dempandi virkni fyrir heimili hennar,“ útskýrir Bryndís. Konan bjó í stóru húsi með leðursófa og stórum glergluggum. „Hún þekkti til verka minna og sá eitthvað í mér sem ég var ekki sjálf búin að gera,“ segir Bryndís en þetta varð upphafið að því að hún fór að horfa í þessa átt en hönnun hennar hefur vakið heimsathygli. „Ég reyndi að nálgast hljóðverk­ fræðinga og annað fagfólk árið 2007, en það var allt á yfirsnúningi og fáir tilbúnir í að fjárfesta tíma í nýsköpun. Það var síðan í ársbyrj­ un 2009 sem tækifærin sköpuðust eftir hrunið. Þá fékk skapandi hugsun að njóta sín og þverfag­ legt starf átti auðveldara með að blómstra.“ Bryndís var þá sjálf í fæðingar­ orlofi en nýtti tímann vel og kynnti minni gerðina af Kúlu árið 2010, en hún er brýtur hljóð upp og ári síðar kynnti hún fyrstu hljóðdempandi kúluna. „Síðan þá hefur hún verið í þó nokkurri þróun þó svo útlitið hafi haldist óbreytt. Eftir 2011 hef ég svo búið til öll helstu form sem hægt er að finna í þrívídd.“ Góð hljóðvist mikilvæg Mik ilvæg i góðrar hljóðv istar verður fólki sífellt ljósara. „Einbeit­ ingarskortur, höfuðverkir og önnur vanlíðan er algengur fylgifiskur slæmrar eða rangrar hljóðvistar,“ segir hún og bendir á að víða megi gera betur í þessum efnum. „Góð hljóðvist eykur vellíðan og einbeitingu, dregur úr þreytu og auðveldar samskipti. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á mikil­ vægi hljóðvistar til að bæta heilsu og auka lífsgæði fólks. Margar þeirra hafa síðan verið heimfærðar upp á krónur og aura: Til dæmis að hljóðvandamál geti leitt til 66 prósenta minnkunar á framleiðni. ULLIN BÝÐUR LÍKA UPP Á HLÝLEIKA SEM PLAST Á TIL DÆMIS ERFITT MEÐ AÐ NÁ. VIÐ EIGUM AÐ BÚA TIL VANDAÐA HLUTI SEM KOSTA MEIRA OG ÆTLA HLUTUNUM Í KRINGUM OKKUR AÐ ENDAST LENGUR. Hefur aldrei skilið fjöldaframleiðslu Bryndís Bolladóttir varð ástfangin af eiginleikum ullarinnar í námi við Listaháskólann, en það var ekki fyrr en eftir hrun að hugmynd hennar að hljóðdempandi kúlu fékk vængi og sló í gegn. Lina sem hér má sjá, kemur sem hálfur og heill sívalningur. „Hún gefur óþrjótandi möguleika rétt eins og teiknuð lina. Það hefur verið gaman að fylgjast með hugmyndaauðgi okkar erlendu samstarfsaðila þegar kemur að Línu því takmörkin á því sem hægt er að gera eru lítil,“ segir Bryndís. Fyrsta og þekktasta verk Bryndísar er Kúlan sem notið hefur mikilla vinsælda, enda hefur hún fyrir löngu sannað eiginleika sína, en nú hafa bæst við verkin Land og Lina. Bryndís hefur þróað leið til að nýta ull sem fellur til í framleiðslu. „Í okkar framleiðslu höfum við fundið skapandi leið til að minnka sóunina en búa um leið til verk sem við teljum einstök og við erum mjög stolt af.“ MYND/AÐSEND Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Einnig að tilraunir hafi sýnt fram á 48 prósenta aukningu á einbeitingu og 10 prósentum betra skammtíma­ minni þegar hljóðvist er bætt. Auk fjölmargra rannsókna sem hafa sýnt fram á neikvæð áhrif á heilsu starfsmanna ef hljóðvist er léleg.“ Fyrsta og þekktasta verk Bryn­ dísar er Kúlan sem notið hefur mikilla vinsælda og sjá má víða, enda hefur hún fyrir löngu sannað eiginleika sína, en nú hafa bæst við verkin Land og Lína. „Kúla hefur þá eiginleika að eftir henni er tekið. Hún er áræðin og kraftmikil og því vel sýnileg. Þó svo hún sé f lókin í framleiðslu er hún einföld í útliti og fólk tengir við hana. Kúluformið hreyfir við okkur sem manneskjum. Rannsóknir hafa sýnt að form af þessari gerð ná að slá á strengi sem bæta líðan og eru okkur svo eðlislægir.“ Bryndís segir eina bestu viður­ kenningu sem hún hafi fengið, koma frá erlendum kollegum henn­ ar sem hafa sagst oftar en ekki hafa spurt sig: Af hverju datt mér þetta ekki í hug? „Það sem vinnur með Kúlu er einnig hennar Akkílesar­ hæll því margir eiga erfitt með að trúa því að eitthvað svona ólíkt því sem finnst á markaði sé að virka svo vel. Hún er náttúrlegur skúlptúr með hljóðdempandi virkni í hæsta gæðaflokki.“ Þróaði sinn eigin textíl Ástríða Bryndísar liggur í áferðinni: „Þannig hafa efnin sem ég hef klætt Kúlur í í gegnum tíðina verið mín efni. Eiginleikar efnisins og fram­ leiðsluaðferð hafa töluverð áhrif á hljóðísogs­eiginleika þess sem ég hef gert. Sumarið 2019 hóf ég að þróa nýtt efni, Earth Matters textíl þar sem sköpunargleðin fær að njóta sín. Vélbúnaðurinn er auð­ vitað ennþá til staðar en honum er nú beitt þannig að hugur og hönd ráða meiru um útkomuna,“ segir Bryndís sem sækist eftir að skapa náttúruáferð í efninu. Hún segist aldrei almennilega hafa skilið fjöldaframleiðslu. „Ég hef alltaf sagt að maður beri meiri virðingu fyrir því sem kostar aðeins meira. Þannig virka hlutirnir og við vitum það öll. Offramleiðsla og ofneysla hefur verið að ágerast síðustu 50 ár og hraðinn eykst og eykst. En ég vona svo innilega að heimurinn sé að átta sig á að við þurfum öll að vanda okkur mikið meira, hugsa meira í langtíma­ Bryndís sækist eftir því að skapa náttúruáferð í Earth Matters. 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.