Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2021, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 06.03.2021, Qupperneq 30
DJI Reykjavík er eini sölu-aðilinn á landinu sem er í samstarfi við hinn leiðandi drónaframleiðanda DJI. Þetta samstarf gerir fyrirtækinu kleift að bjóða betra verð og víðtækari þjón- ustu en gengur og gerist. Nýjasti dróninn er kappakstursdróni sem getur flogið lipurlega á allt að 140 km hraða og í allt að 20 mínútur í senn og skilar sér alltaf heim. „DJI er stærsti drónafram- leiðandi í heimi og fyrirtækið er í f lestum tilfellum fyrst með nýjungarnar, enda eyðir það mikilli orku og mannafla í þróun, en um 30% starfsmanna eru verk- fræðingar sem vinna að þróun á vörum,“ segir Sigurður Helgason, stofnandi og eigandi DJI Reykja- vík. „Þessi áhersla á þróun útskýrir kannski hvers vegna fyrirtækið er í þessari leiðandi stöðu.“ Mikið aðhald frá DJI „Ég hafði samband við DJI vorið 2016 og hafði áhuga á að selja þessa vöru, enda hafði mig sjálfan dreymt um að geta flogið dróna í nokkra áratugi áður en þeir voru til,“ segir Sigurður. „Þau tóku mér fagnandi og ég seldi svo mikið á fyrstu þremur mánuðunum að þau buðu mér að vera dreifingaraðili fyrir DJI á Íslandi. Stuttu síðar báðu þau mig svo um að opna stóra sérverslun í mið- bænum í samstarfi við fyrirtækið þar sem það var svo mikil ánægja með samstarfið og söluna,“ segir Sigurður. „Þannig að núna erum við viðurkennd sérverslun með vörur DJI. Við fáum bæði mikla þjálfun og stuðning frá framleiðandanum sjálfum, sem gerir okkur meðal annars kleift að bjóða betra verð en aðrir og við stöndumst vel verð- samanburð við önnur Evrópu- lönd,“ segir Sigurður. „DJI gerir líka ríka kröfu um fagmennsku og sérþekkingu, þar sem við erum andlit fyrirtækisins á Íslandi. Samstarfið hefur verið mjög náið frá upphafi og við hjálpum þeim til dæmis varðandi ýmis mál sem tengjast áhrifavöldum og markaðsefni. DJI leggur líka áherslu á að halda okkur þjálf- uðum og sendir okkur reglulega á námskeið til að viðhalda sér- þekkingu okkar,“ segir Sigurður. „Við erum líka send á þjónustu- námskeið og þurfum að standast próf á því sviði, þannig að við erum í stöðugum skóla.“ Einstaklega víðtæk þjónusta „Þetta samstarf gefur okkur líka tækifæri til að bjóða mjög víðtæka og góða þjónustu og við leggjum mikla áherslu á það. Viðskipta- vinir sem nota dróna frá okkur sem atvinnutæki þurfa til dæmis aldrei að hafa áhyggjur af því að geta ekki unnið verkefni sín ef dróninn bilar, brotlendir eða eitt- hvað kemur upp á,“ segir Sigurður. „Við erum alltaf með lánstæki af öllum drónunum okkar sem við rukkum ekki krónu fyrir. Það er fjárfesting í þjónustu sem tryggir að viðskiptavinir geta alltaf haldið áfram að gera verkefnin sem þeir ætla. Núna er hægt að kaupa kaskótryggingar hjá okkur með öllum drónum sem við seljum. Ef það þarf að leysa úr ágrein- ingsefnum með ábyrgð, sem gerist stundum, gera þessi góðu tengsl við DJI okkur líka yfirleitt alltaf kleift að fá niðurstöður sem eru viðskiptavinum að skapi,“ segir Sigurður. „Ólíkt f lestum framleiðendum býður DJI upp á tveggja ára ábyrgð á sínum vörum til allra, líka fyrir- tækja og stofnana, og ef dróninn hrapar vegna notendamistaka gildir ábyrgðin samt áfram út tímabilið eftir viðgerð,“ segir Sig- urður. „Þessi ábyrgð gengur miklu lengra en neytendalöggjöf segir til um og er hluti af okkar sérstöðu. Þetta sérlega háa þjónustustig hefur gert okkur kleift að ávinna okkur traust frá mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofn- unum landsins,“ segir Sigurður. „Viðskiptavinir okkar eru meðal annars Vegagerðin, Fiskistofa, RARIK, Landsnet, Lögreglan, Ríkislögreglustjóri, Reykjavíkur- borg, Orkuveitan, Háskóli Íslands, björgunarsveitir, RÚV, ÍAV, Svarmi, Resource og ótal aðrir. Við erum alltaf á tánum og með bak- vakt til að leysa úr vandamálum og veita ráðgjöf.“ Vinnuþjarkur með LIDAR „Við leggjum mikla áherslu á atvinnudeildina okkar, sem kallast Enterprise deildin, og við erum að fá mjög spennandi nýjungar þangað. Einn öflugasti atvinnudróninn sem við seljum er Matrice 300 RTK, sem er til dæmis notaður af björgunarsveitum, lögreglunni og Fiskistofu og Landsnet notar hann í eftirlit með rafmagnslínum,“ segir Sigurður. „Þetta er veðurþolinn dróni sem getur flogið í allt að 20 metrum á sekúndu og grenjandi rigningu eða ausandi snjókomu. Hann getur flogið þegar aðrir drónar geta það ekki, til dæmis við leitarstörf eða snjóflóðaeftirlit. Þessi dróni er að fá viðbót þann- ig að hann verður ekki bara með hitamyndavél og góða aðdráttar- linsu sem er vatns- og veðurþolin, heldur er líka að bætast við LIDAR. Hann getur skannað landslag eða vettvang, til dæmis slysavettvang, í þrívídd með blöndu af laser og myndavél á mun styttri tíma en er gert í dag með LIDAR á þrífæti,“ útskýrir Sigurður. „Þetta nýtist líka við ýmsar rannsóknir, til dæmis á hopun jökla eða vegna breytinga vegna hugsanlegs eld- goss.“ Öruggur og flugþolinn kappakstursdróni „Við erum líka mjög öflugir í drónum fyrir almenning og þar erum við að kynna nýjasta fjöl- skyldumeðliminn. Hann heitir DJI FPV og þetta er kappakstursdróni sem getur flogið á allt að 140 km hraða, tekið krappar beygjur og flogið hratt upp og niður. Þetta er sannkallaður adrenalíndróni,“ segir Sigurður. „DJI hefur ekki farið inn á þennan markað áður en svona drónar hafa verið frekar takmarkaðir. Þeir hafa haft tak- markaðar rafhlöður sem endast bara 3-10 mínútur og takmarkað myndsamband. En dróninn frá DJI getur flogið í allt að 20 mínútur og það þarf ekki að setja hann saman sjálfur. Marga hefur dreymt um svona fimleikaflug og þetta er góður stað- ur til að byrja, því þetta er mjög öruggt tæki. Það er hægt að ýta á „panik“ takka á fjarstýringunni og þá stoppar dróninn í loftinu, fer í GPS mode og getur komið öruggur heim aftur,“ segir Sigurður. „Þetta er ekki hægt á öðrum kappaksturs- drónum, þeir nota ekki GPS og eru því óáreiðanlegri. Ef þú missir sam- band við þá brotlenda þeir bara. Það er líka hægt að læra á hann í skrefum. Það er hægt að fljúga honum eins og venjulegum dróna, setja hann á miðlungshraða og þá fer hann upp í allt að 100 km hraða og svo er manual mode og þá fer hann upp í allt að 140 km hraða,“ útskýrir Sigurður. „Þú sérð svo allt með gleraugum. Það er áskorun að fljúga svona en DJI er með flug- hermi svo það er hægt að æfa sig vel heima í stofu. Það er hrikalega gefandi að ná þessu og þetta er rosaleg upplifun. Ég skora á fólk að kíkja á netið og sjá myndbönd úr drónanum og skoða dómana sem hann hefur fengið. Við erum með alla breiddina af drónum, allt frá þungavigtardrón- um alveg niður í 249 gramma 4K GPS dróna á 77.990 kr. sem er mjög öflugur,“ segir Sigurður. „Hann heitir DJI Mini 2 og þolir allt að 10 m/sek, þrátt fyrir smæðina.“ Nánari upplýsingar er að finna á www.djireykjavik.is. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Sigurður segir að nýi dróninn sé sannkallaður adrenalíndróni og það þurfi að æfa sig vel til að ná tökum á að fljúga honum á 140 km hraða. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR DJI bað Sigurð um að opna stóra viðurkennda sérverslun í samstarfi við sig í mið- bænum. Búðin er rúmgóð og glæsileg og þar er frábært úrval af drónum og aukabúnaði fyrir þá. Matrice 300 RTK atvinnudróninn getur flogið í mjög vondu veðri og er með hitamyndavél og góða aðdráttarlinsu. Hann er nú líka að fá LIDAR viðbót. Sérstök gleraugu eru notuð til að stýra DJI FPV. Ef sambandið rofnar skilar hann sér svo aftur heim. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . M A R S 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.