Fréttablaðið - 06.03.2021, Side 32

Fréttablaðið - 06.03.2021, Side 32
Samband okkar einkennist af miklum systrakærleik. Auð-vitað rífumst við stundum, eins og önnur systkin, en við erum aldrei ósáttar í langan tíma í einu. Við erum svo rosalega samrýmdar og góðar vinkonur, og höfum alltaf verið,“ segir Brynja Mary Sverris- dóttir, sautján ára tónlistarkona um einstakt og skapandi samband þeirra Söru Victoriu, fimmtán ára systur hennar. „Persónuleikar okkar eru mjög ólíkir, sem og stíllinn,“ segir Sara Victoria, beðin um að lýsa systur sinni. „Brynja Mary er þolin- móðari, sveigjanleg og með mikið jafnaðargeð. Stíllinn hennar er stelpulegur og hún elskar allt sem er bleikt.“ Brynja Mary hefur þetta að segja um systur sína: „Sara Victoria er ákveðnari en ég og með meiri fullkomnunaráráttu, hún er óhrædd við að segja skoð- anir sínar og lætur engan vaða yfir sig. Stíllinn hennar er svalur og hún er meira fyrir svart en ég. Per- sónuleikar okkar eru mjög góðir saman, sérstaklega á framabraut- inni, því að við vegum hvor aðra upp og vinnum mjög vel saman.“ Þær systur vita vel hversu dýr- mætar þær eru hvor annarri. „Það besta við að eiga systur er að vera besta vinkona annarrar manneskju sem maður elst upp með og enginn getur skilið betur. Maður hefur alltaf einhvern til að tala við og um hvað sem er. Systur eru alltaf til staðar fyrir hvora aðra og maður getur deilt öllu með þeim, bæði upplifunum og tilfinn- ingum,“ segja þær. Endalaust þakklátar Frá barnsaldri hefur systurnar dreymt um frægð og frama á tón- listarsviðinu og hafa samið eigin tónlist. Í dag skipa þær dúettinn EYJAA og á dögunum lönduðu þær samningi við útgáfurisann Universal, sem er eitt af þremur stærstu plötuútgáfufyrirtækjum heims og hafa á sínu bandi margar af stærstu stjörnum veraldar. „Marga dreymir um að komast að hjá Universal og það er sannar- lega stórt að hafa fengið samning hjá þeim. Þeir gera allt fyrir sína listamenn, fjárfesta í þeim, taka upp tónlistarmyndbönd, mark- aðssetja, kynna og gefa út tónlist- ina, taka viðtöl við þá og auglýsa í bak og fyrir. Síðast en ekki síst redda þeir manni tónleikahaldi,“ upplýsir Brynja Mary, sæl með tímamótin. „Við gætum ekki verið þakk- látari fyrir að fá svona góða byrjun á okkar framabraut og geta unnið með jafn traustu, góðu og frá- bæru fólki sem heldur vel utan um okkur og er yndislegt í alla staði,“ segir Sara Victoria. Þær vita hvað þarf til til að komast á mála hjá Universal. „Fyrst og fremst hæfileika til að semja lög og syngja. Það er líka mikill kostur ef maður spilar á hljóðfæri og við spilum báðar á gítar, ukulele og píanó. Persónu- leiki listamannsins skiptir líka miklu máli sem og trú á sjálfan sig og mikill vilji til að gera sitt besta og ná langt,“ segja systurnar sem gætu séð draum sinn rætast um samstarf við stóru nöfnin í bransanum. „Já, við myndum elska að vinna með Ariana Grande, Camila Cabello, Lauv og Dua Lipa.“ Sakna Íslands mikið Þótt Brynja og Sara séu aðeins táningar að aldri hafa þær þegar búið í sex löndum: í Danmörku, Noregi, Þýskalandi, Hollandi, á Spáni og Íslandi. „Það er ótrúlega dýrmætt að hafa átt heima á svona mörgum stöðum. Við höfum fengið að upplifa svo margt fjölbreytt og skemmtilegt og kynnst yndislegu fólki alls staðar að, með mismun- andi menningu. Það er líka gjöf að læra sex tungumál og mun koma sér vel í framtíðinni. Þetta hefur þroskað okkur mikið, gefið okkur aukið sjálfstraust og reynslu, og gert okkur sveigjanlegri og sjálf- stæðari. Þetta hefur gert okkur að þeim manneskjum sem við erum í dag og hjálpað okkur að takast á við markmið okkar í lífinu og að ná svona langt miðað við ungan aldur. Við erum endalaust þakk- látar fyrir það,“ segir þær Brynja Mary og Sara Victoria. Þeim hefur þó þótt best að búa í Danmörku. „Þar líður okkur mest heima, því þar höfum við búið lengst og þar búa margir vina okkar. Annars fannst okkur líka æðislegt að búa á Spáni út af veðrinu. Öll löndin hafa fært okkur eitthvað gott. Við söknum svo alltaf Íslands, aðallega fjölskyldu og vina, en auðvitað líka fallegu náttúrunnar, góða matarins og vatnsins! Það væri geggjað að koma heim til tónleika- halds þegar heimurinn opnast á ný. Við erum meira en tilbúnar til þess og getum ekki beðið eftir að syngja lögin okkar saman á tón- leikum fyrir framan fólk!“ Óttinn við að missa vini Fyrsta lag EYJAA hjá Universal, Don‘t forget about me, kom út föstudaginn 26. febrúar. „Lagið fjallar um óttann við að missa vini þína. Við höfum alltaf verið svolítið hræddar um að í hvert skipti sem við eignumst góða vini glatist samband okkar þegar við flytjum burt. Við erum einfaldlega hræddar um að minn- ingar okkar dugi ekki til að halda vinskapnum á lofti,“ segir Brynja Mary. Samfélagsmiðlar hjálpi þó mikið við að halda vinskap á milli landa. „Við höfum auðvitað misst einhverja vini, en sannir vinir fara ekki, sama hvar maður er. Stundum er vinskap kannski ekki ætlað að endast en öðrum er það. Þegar við höfum flutt höfum við séð hverjir eru raunverulega vinir, og hverjir ekki, og við erum þakk- látar fyrir þá sem eru enn vinir okkar þótt lönd og höf skilji að,“ segir Sara Victoria. Þær semja tónlist sína í sam- einingu. Brynja er góð í að finna laglínur og Sara texta. „Þegar kemur að því að semja lög erum við gott teymi. Við byrjum venjulega á að spila nokkra hljóma á hljóðfæri, sköpum síðan nokkrar laglínur sem passa og skrifum textann,“ upplýsir Sara og fleiri lög eru væntanleg. „Við reynum að semja eins mikið og við getum þegar við erum saman, en COVID hefur verið mjög erfitt í Þýskalandi. Þar hefur verið tekið hart á hlutunum og strangara útgöngubann miðað við önnur lönd. Við nutum þess þó fyrir stuttu að Sara gat komið með mér í skólann minn í Hollandi, Wisseloord Academy, og þá viku notuðum við mjög vel og sömdum mörg lög í Wisseloord Studios sem eru heimsþekkt stúdíó,“ upplýsir Brynja Mary. Plan B er í bakhöndinni ef tón- listin verður ekki framtíðarstarf. „Ég mun alltaf vinna að tón- list en hef einnig áhuga á leiklist, dansi, förðun og eldamennsku,“ segir Sara Victoria. „Plan B hjá mér er að verða fata- hönnuður og hanna eigin fatalínu, en ég sé líka alveg fyrir mér að vinna við dans, leiklist og módel- störf,“ segir Brynja Mary. Helginni munu þær systur verja sín í hvoru landinu. „Vegna útgöngubanns hér í Þýskalandi er lítið hægt að gera sér til skemmtunar. Ég ætla bara að njóta tímans með fjölskyldunni og borða góðan mat,“ segir Sara Victoria. Brynja Mary er stödd í skólanum sínum í Hollandi. „Ég fer í tíma á laugardögum. Annars ætla ég að vera í stúdíóinu alla helgina að semja tónlist.“ Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Sannir vinir hverfa ekki Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur hafa búið í sex löndum á ævi sinni. Þó táningar séu eru þær komnar á samning hjá útgáfurisanum Universal, sem dúóið EYJAA. Brynja Mary og Sara Victoria sjá æskudraumana rætast með samningi við Universal. MYND/PHILIP TEMPEL/UNIVERSAL Sælar systur eftir undirritun samnings hjá Universal. MYND/SVERRIR EINISSON Uppáhaldstónlistarmaður? Sara: Whitney Houston og Ariana Grande. Brynja: Ariana Grande, Kiana Lede og Lauv. Uppáhaldsleikari? Sara: Rebel Wilson, Adam Devine, Adam Sandler og Kat- herine Heigl. Brynja: Zendaya, Rebel Wilson, Dwayne Johnson, Adam De- vine og Vanessa Hudgens. Uppáhaldsmatur? Sara: Kínverskur og mexíkóskur matur. Brynja: Grillkjöt með kart- öflum og piparsósu, sushi, snitzel með steiktum kart- öflum og Hollandaise-sósu og sænsku snúðarnir, Gifflar. Uppáhaldsdrykkur? Sara: Jarðaberja-smoothie og íste með ferskjubragði Brynja: Macchiato, ískaffi, mjólk, vatn og íste. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Sara: Riverdale, Insatiable, Gos- sip girl, You, RuPauls Drag Race. Brynja: Modern Family, The Good place, Keeping up with the Kardashians, Jane the virgin, Alexa and Katie, Un- solved Mysteries Crime. Uppáhaldsbók? Sara: Baksturs- og matreiðslu- bækur. Brynja: From Start to Stardom eftir Lisu London. Uppáhalds TikTok stjarnan? Sara: Addison Rae. Brynja: @sjbleau, @Jameschar- les og @madison bee 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . M A R S 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.