Fréttablaðið - 06.03.2021, Síða 34
Borgarverk er stórt verktakafyrirtæki
sem hefur sérhæft sig í viðhaldi á vegum
og jarðvinnu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins
eru í Borgarnesi en einnig er rekin
starfsstöð á Selfossi og skrifstofa á
höfuðborgarsvæðinu. Borgarverk hefur
verið starfrækt í yfir 40 ár og hefur stækkað
ört á síðustu árum. Fyrirtækið hefur
síðan 2016 fengið viðurkenningu sem
Framúrskarandi fyrirtæki. Um 80 manns
starfa hjá Borgarverki.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Geirlaug
Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2021.
Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út á
hagvangur.is
Við óskum eftir að ráða sviðsstjóra/svæðisstjóra með aðsetur á Selfossi. Mikil uppbygging
er á Selfossi og er Borgarverk með allmörg stór verk á svæðinu.
SVIÐSSTJÓRI Á SELFOSSI
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun s.s. tæknifræði, verkfræði eða
sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla og hæfileiki á sviði stjórnunar og
reksturs
• Góð almenn tölvukunnátta, svo sem Excel og
færni í upplýsingatækni
• Hæfni í mannlegum samskiptum, rík
þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð
• Góð skipulagshæfni, framsýni og að vera
árangursdrifinn
• Búa yfir leiðtogahæfileikum og snerpu
• Metnaður og áhugi á að leiða ný verkefni
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Verkumsjón, verkefnastýring og eftirfylgni
• Tilboðsgerð
• Innkaup og samþykki reikninga
• Reikningagerð
• Kostnaðareftirlit/árangursmælingar
Við óskum eftir að ráða sviðsstjóra véla og viðhalds. Sviðsstjóri er mikið á ferðinni á milli
starfsstöðva og aðsetur því nokkuð frjálst.
SVIÐSSTJÓRI VÉLA OG VIÐHALDS
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Vélvirki eða bifvélavirki með meistararéttindi
eða önnur menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla og hæfileiki á sviði stjórnunar og
reksturs er kostur
• Góð almenn tölvukunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum, rík
þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð
• Góð skipulagshæfni, framsýni og að vera
árangursdrifinn
• Búa yfir leiðtogahæfileikum og snerpu
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Umsjón með viðhaldsdeild fyrirtækisins
• Innkaup og samþykki reikninga
• Samskipti við birgja
• Þjónusta, upplýsingagjöf og ráðgjöf við
verksvið
• Kostnaðareftirlit/árangursmælingar
Við óskum eftir að ráða bókara á fjármálasvið með aðsetur í Borgarnesi.
BÓKARI
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Viðurkenndur bókari eða menntun sem nýtist
í starfi er kostur
• Haldgóð þekking og reynsla af bókhaldi
er skilyrði
• Þekking og reynsla af bókhaldskerfinu DK er
kostur
• Góð almenn tölvukunnátta og færni
í upplýsingatækni
• Hæfni í mannlegum samskiptum, rík
þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð
• Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Móttaka, skráning og bókun reikninga
auk afstemmingarvinnu
• Samskipti við viðskiptamenn, birgja og
starfsmenn
• Önnur tengd verkefni
Við óskum eftir að ráða bifvélavirkja á nýja verkstæðið okkar á Selfossi.
BIFVÉLAVIRKI/VÉLVIRKI
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun á sviði bíla- eða vélaviðgerða
• Reynsla af viðgerðum á vörubílum og
vinnuvélum er skilyrði
• Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði,
metnaður og vandvirkni
• Góð almenn tölvukunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum og rík
þjónustulund
• Íslenska eða enska skilyrði
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Bilanagreiningar, viðgerðir og viðhald á fólks-
og vörubifreiðum auk vinnuvéla
• Ýmis smíði og uppsetningar