Fréttablaðið - 06.03.2021, Side 45

Fréttablaðið - 06.03.2021, Side 45
kopavogur.is Kópavogsbær leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum einstaklingi í starf deildarstjóra nýrrar inn- kaupadeildar. Deildarstjóri er yfirmaður innkaupadeildar og gegnir forystuhlutverki í innkaupum hjá Kópavogsbæ. Innkaupadeild heyrir undir fjármálasvið sem hefur yfirumsjón með fjármálastjórn Kópa- vogs og veitir stjórnendum upplýsingar, stuðning og aðhald. Deildarstjóri heyrir undir sviðsstjóra fjármálasviðs og starfar með stjórnendum á öllum sviðum Kópavogsbæjar. Helstu verkefni og ábyrgð · Uppbygging á nýrri innkaupadeild í samráði við sviðsstjóra og aðra stjórnendur. · Umsjón og eftirlit með samningagerð og annarri framkvæmd innkaupa, útboða og verðkannana á vegum bæjarins. · Stefnumótun og áætlanagerð varðandi innkaup hjá Kópavogsbæ. · Þjónusta, upplýsingagjöf og ráðgjöf við svið og stofnanir bæjarins vegna innkaupamála. · Umsjón og ábyrgð á að innkaup bæjarins séu í samræmi við lög og reglur sem um þau gilda. · Þróun innkaupaaðferða og rafrænnar stjórnsýslu á sviði innkaupamála. · Dagleg verkstjórn innkaupadeildar. Menntunar- og hæfniskröfur · Háskólapróf í verkfræði, viðskiptafræði, vörustjórnun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi. · Þekking og reynsla af innkaupum. · Reynsla af því að leiða verkefni og vinna að umbótum. · Þekking á upplýsingakerfum á sviði innkaupa er kostur. · Þekking og reynsla af opinberum innkaupum er kostur. · Reynsla á sviði innkaupa í stórri rekstrareiningu er kostur. · Hæfni í mannlegum samskiptum og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni. · Frumkvæði, skipulagshæfni, sjálfstæði, umbótavilji og metnaður. · Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti á íslensku og ensku. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars n.k. Allar nánari upplýsingar um starfið má finna á vef Kópavogsbæjar undir auglýst störf. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is. Nánari upplýsingar veitir Pálmi Þór Másson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, palmi@kopavogur.is Deildarstjóri innkaupadeildar Textaskrif og vinnsla á efni inn á visiticeland.com HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ: • Textaskrif um land og þjóð í samræmi við ritstjórnarstefnu visitIceland.com • Uppfærsla upplýsinga og leiðbeininga á visitIceland.com • Samstarf við áfangastaðastofur, sveitarfélög og fyrirtæki í ferðaþjónustu um gerð efnis fyrir ferðamenn • Þýðing og staðfærsla efnis og texta fyrir stafræna miðlun Ferðamálastofa leitar að starfsfólki til efnisvinnslu og texta- skrifa fyrir vefinn visiticeland.com og miðla tengdum honum. Ferðamálastofa, Íslandsstofa og Atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytið hafa með samkomulagi sín á milli ákveðið að vefurinn visitIceland.com verði helsta upp- lýsingaveita fyrir ferðamenn á leið til landsins, á meðan dvöl þeirra á landinu stendur og eftir að heim er komið. Er þá m.a. horft til upplýsinga um framboð þjónustu, menningu, sögu, náttúru, fjölbreytileika landsins, aðgengi ferðamanna- staða, öryggi og umhverfisvernd, veður og færð á vegum. Mikilvægt er að í slíkri miðlun upplýsinga sé ítarlegt og vel unnið efni, bæði texti og myndir. Uppfærsla og endurnýjun á efni þarf að vera stöðug til að miðillinn sé lifandi og áreiðanlegur. Leitað er að einstaklingum með víðtæka þekkingu á landi og þjóð, menningu og staðarháttum og tengsl við ólík byggðar- lög landsins. Störfin eru á landsbyggðinni en að öðru leyti er um að ræða störf án staðsetningar. Miðað er við að starfshlutfall sé að lágmarki 50%. Störf án staðsetningar á landsbyggðinni HÆFNISKRÖFUR: • Yfirgripsmikil reynsla af textaskrifum fyrir vef (leitarvélabestun) og þekking á sviði ferðaþjónustu, háskólapróf er kostur • Mjög góð enskukunnátta og reynsla af skrifum á ensku. Þekking á fleiri tungumálum þ.m.t. íslensku er kostur • Góð þekking á landi og þjóð, menningu og staðháttum og sérstöðu Íslands s.s. veðráttu og öryggi • Góð tengsl við ólík byggðarlög landsins • Tölvukunnátta og góð þekking á samfélagsmiðlum og vefmiðlun • Frumkvæði og metnaður í starfi • Rík þjónustulund og jákvæðni • Hæfni í mannlegum samskiptum Nánari upplýsingar Umsóknum skal skila á netfangið upplysingar@ferdamalastofa.is fyrir 11. mars nk. Umsóknin skal m.a. innihalda starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Nánari upplýsingar veitir Inga Rós Antoníusdóttir ingaros@ferdamalastofa.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi hagvangur.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.