Fréttablaðið - 06.03.2021, Page 46

Fréttablaðið - 06.03.2021, Page 46
Laust er til umsóknar 80-100% tímabundin staða til eins árs, starf sálfræðings fullorðinna við Heilsugæsluna Efstaleiti. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu. Umsóknarfrestur er til og með 08.03.2021 Nánari upplýsingar veitir Alma Eir Svavarsdóttir Netfang: alma.e.svavarsdottir@heilsugaeslan.is 513-6100 Nánari upplýsingar veitir Agnes Sigríður Agnarsdóttir Netfang: agnes.agnarsdottir@heilsugaeslan.is 513-5000 Hægt er að sækja um starfið á: https://www.stjornarradid.is/ efst-a-baugi/laus-storf-a-starfatorgi/auglysing/?id=23933 Helstu verkefni og ábyrgð - Sálfræðiþjónusta fyrir einstaklinga 18 ára og eldri - Greining, mat og meðferð á geðrænum vanda, gagnreynd sálfræðimeðferð og ráðgjöf - Einstaklings- og hópmeðferð - Námskeiðahald, ráðgjöf og fræðsla - Handleiðsla og þjálfun nema í klíniskri sálfræði. - Þátttaka í þróun og uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslu - Samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir s.s. Landspítala og félagsþjónustu - Önnur tilfallandi verkefni eftir þörfum Hæfnikröfur - Leyfi frá landlækni til að starfa sem sálfræðingur er skilyrði - Reynsla af greiningu og meðferð fullorðinna með geðrænan vanda - Þekking og reynsla af gagnreyndum aðferðum, s.s. hugrænni atferlismeðferð - Faglegur metnaður og áhugi á uppbyggingu sálfræði- þjónustu í heilsugæslu - Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun í starfi - Reynsla og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu - Góð samskiptahæfni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum - Góð íslenskukunnátta skilyrði - Góð almenn tölvukunnátta Sálfræðingur Heilsugæslan Efstaleiti Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Verkefnastjóri á framkvæmdadeild Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Áhugasamir eru beðnir að sækja um starfið á www.vegagerdin.is Vegagerðin auglýsir eftir öflugum einstak- lingi til að sinna verkefnastjórn stórra verka á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar í Reykja- vík. Um er að ræða fullt starf við áætlanir, undirbúning og framkvæmd í nýbyggingu og viðhaldi samgöngumannvirkja. Um 100% starf er að ræða. Menntunar- og hæfniskröfur → Verkfræðingur, tæknifræðingur eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Meistara- próf æskilegt. → Marktæk reynsla af verkefnastjórnun → Reynsla af verkefnastjórnun stærri verk- efna æskileg → Skipulagshæfni, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt → Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum → Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli → Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju sinni. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2021. Starfssvið Starf verkefnastjóra á framkvæmdadeild felst í stjórnun viðhalds- og nýframkvæmda þ.m.t. gerð áætlana, útboðs og verklýsinga, fjárhagslegt og tæknilegt eftirlit, uppgjör verka og gerð skilamata. Einnig vinna verkefnastjórar framkvæmdadeildar að sameiginlegum umbótaverkefnum á sviði verkefnastjórnunar sem skilgreind eru nánar hverju sinni. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynn- ingarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni við- komandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi verkefnastjóra. Nánari upplýsingar um starfið veitir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar í síma 522-1000 (oskar.o.jonsson@vegagerdin.is). Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.                                                                                                                            ­    ­                             ­  €   ‚ ƒ„„ …           †           ‡         ­    ˆˆˆ    Hefur þú áhuga á safnastar? Leikskólastjóri óskast til starfa við leikskólann Barnabæ á Blönduósi Blönduósbær auglýsir stöðu leikskólastjóra lausa til um- sóknar. Stefnt er að því að ráða í stöðuna frá og með 1. júní næstkomandi eða eftir nánara samkomulagi. Leitað er að faglegum leiðtoga með mikinn metnað sem leggur áherslu á velferð og framfarir barna í góðu sam- starfi við starfsfólk og foreldra, er lausnamiðaður og hefur skýra framtíðarsýn um að viðhalda öflugu leikskólastarfi. Leikskólinn er fimm deilda skóli með um 70 leikskólabörn frá 8 mánaða aldri. Einkunnarorð leikskólans er leikur- gleði-virðing. Barnabær hefur unnið með þróunarverk- efnið Málþroski og læsi - færni til framtíðar og innleiðir nú hugmyndafræðina um jákvæðan aga. Haustið 2021 munu starfsmenn leik- og grunnskóla í Austur Húnavatnssýslu innleiða þróunarverkefnið Lærdómssamfélagið. Helstu verkefni og ábyrgð: • Stýrir og ber ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi leikskóla • Faglegur leiðtogi sem mótar framtíðarsýn í samræmi við skólastefnu Blönduósbæjar, aðalnámskrá leikskóla og lög um leikskóla • Ber ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfs- þróun og vinnutilhögun • Tekur þátt í samstarfi við aðila skólasamfélagsins Menntunar og hæfniskröfur: • Leyfisbréf leikskólakennara, skv. núgildandi lögum, er skilyrði • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða. • Kennslureynsla á leikskólastigi • Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun kostur • Framúrskarandi samkiptahæfni og jákvætt viðmót • Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og faglegur metnaður • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun kostur • Almenn tölvukunnátta og góð íslenskukunnátta • Hreint sakavottorð, skv. lögum um leikskóla Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ (Félags stjórnenda leikskóla). Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf sem tilgreinir m.a. ástæður umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af próf- skírteini og leyfisbréfi skal fylgja umsókn. Umsækjendur af öllum kynjum eru hvattir til þess að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2021. Nánari upplýsingar um starfið veitir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila á netfangið valdimar@blonduos.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.