Fréttablaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 58
Ebba kom fram í sjónvarps-þættinum Matur og heimili með Sjöfn Þórðar á Hring-
braut á dögunum og eldaði sína
uppáhalds súpu sem hefur fylgt
henni í langan tíma.
Þegar Ebba er spurð út í matar-
hefðir fjölskyldunnar er svarið
einfalt. „Ég reyni að hafa matinn
hollan, hreinan, bragðgóðan og
einfaldan. Mér líður sjálfri best af
þannig mat og það er einfaldast
að búa hann til, svo þetta er vinn,
vinn, ef ég má sletta á íslensku.“
Ebba er á því að líklegast teljist
þeirra mataræði svolítið miðjarð-
arhafslegt. „En með árunum og
meiri vitneskju og visku er ég búin
að átta mig á að best er að borða
fjölbreytt, svo lengi sem maður
þolir matinn. Af því að fjölbreytt
matvæli gefa okkur fjölbreytta
næringu. Þannig að ég reyni að
hafa fjölbreytni á borðum, en um
leið einfalt, hollt og hreint. Ég les
alltaf innihaldslýsingar, kaupi
mikið lífrænt og ég hendi engu.“
Dreymir um ruslatunnu fyrir
matarafgangana
Ebbu blöskrar matarsóunin sem
virðist eiga sér stað á mörgum
íslenskum heimilum og er mikið
í mun að nýta allt hráefni vel.
„Ég er mikil áhugamanneskja
um matarsóun. Meðal fjölskylda
hendir sem samsvarar um 150
þúsund krónum í ruslið ár hvert.
Það er alveg skelfilegt.
Margt skemmtilegt hægt að
gera fyrir þann pening. Fyrir
utan að þessir matarafgangar
enda í plastpokum sem er ekki
gott fyrir umhverfið og andrúms-
Uppáhalds linsubaunasúpan
Ebba Guðný Guðmundsdóttir er þekkt fyrir val á góðu og heilsusamlegu hráefni þegar kemur að
matargerð fyrir alla fjölskylduna. Hún hefur gefið út matreiðslubækur og verið með fyrirlestra.
Ebba Guðný reynir að hafa fjölbreytni á borðum en um leið einfalt, hollt og
hreint. Hér hefur hún gert ljúffenga linsubaunasúpu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Linsubaunasúpan lítur vel út.
loftið. Ég man þegar ég heimsótti
vinkonu mína í Lundi, Svíþjóð
fyrir um þrettán árum, þá var sér
ruslatunna fyrir matarafganga.
Mig dreymir um að það verði hér
í Reykjavík þar sem ég held að
margir treysti sér ekki í moltu-
gerð.“
Linsubaunir í stað kjöts
Þegar kemur að því að laga mat
fyrir heimilið er hún því dugleg að
nýta það sem til er að hverju sinni
og segir að gera matarmiklar súpur
séu oft góð leið til að nýta meðal
annars afganga að grænmetinu í
ísskápnum. „Linsubaunasúpan-
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn@torg.is
Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum.
Kínverjar kalla sæbjúgu gjarnan
„ginseng hafsins“ og til eru sagnir
um notkun sæbjúgna þar fyrir
meira en þúsund árum. Arctic
Star sæbjúgnahylkin innihalda
yfir fimmtíu tegundir af nær-
ingarefnum sem geta haft jákvæð
áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi
mannslíkamans, til dæmis er
mikið kollagen í þeim, en það er
eitt helsta uppbyggingarprótein
líkamans.
Finnur mikinn mun á sér
Á síðustu árum hefur Arctic
Star sérhæft sig í þróun á fæðu-
bótarefnum, svo sem fram-
leiðslu, markaðssetningu og sölu
á hágæða sæbjúgnahylkjum.
Hylkin eru framleidd úr íslensk-
um, hágæða, villtum sæbjúgum
sem eru veidd í Atlantshafinu.
Magnús Friðbergsson hefur
tekið sæbjúgnahylkin frá Arctic
Star undanfarin ár. „Vinur minn
kynnti mig fyrir sæbjúgna-
hylkjunum og þar sem ég hafði
lengi verið slæmur í hnjám, með
liðverki og lítið getað beitt mér,
ákvað ég að prófa. Tveimur til
þremur vikum seinna fann ég
Sæbjúgnahylkin eru bylting
Magnús Friðbergsson mælir með sæbjúgnahylkjum frá Arctic Star, en hann finnur mun á sér
eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum.
Magnús er
betri í hnjám og
finnur minna
fyrir liðverkjum
eftir að hann
fór að taka
sæbjúgna-
hylkin. Hylkin
eru nú komin í
nýjar umbúðir
eins og sjá má á
myndinni.
Íslensk
framleiðsla
mikinn mun. Nú hef ég tekið
sæbjúgnahylkin í tvö ár og fer
allra minna ferða án óþæginda.
Það er algjör bylting frá því sem
áður var. Nú get ég gert hluti eins
og að fara í langar gönguferðir,
sem ég gat varla gert áður. Að
minnsta kosti gerði ég það ekki
með bros á vör og það tók mig
langan tíma að jafna mig eftir
álag,“ útskýrir hann.
Magnús, sem er 71 árs, hafði
fengið að heyra frá lækni að mikið
slit væri í hnjám hansog ekki væri
von á að það gengi til baka. „Hann
sagði mér að kíkja á fæðingar-
daginn minn og að ég gæti ekki
búist við að fara aftur í tíma. Mér
fannst vont að heyra þetta og var
því tilbúinn að prófa ýmislegt
sem gæti mögulega lagað þetta.
Sæbjúgnahylkin frá Arctic Star
virka mjög vel á mig og ég mæli
með að fólk prófi þau.“
Framleiðandi sæbjúgna er Arctic
Star ehf. Allar nánari upplýsingar
fást á arcticstar.is. Arctic Star sæ-
bjúgnahylki fást í flestum apó-
tekum, heilsubúðum,
í Hagkaupum og í Fjarðarkaup.
sem ég gerði í þættinum er í miklu
uppáhaldi. Hún er einföld, f ljótleg,
ódýr og ljúffeng. Svo er snjallt
að nota stundum linsubaunir í
staðinn fyrir kjöt. Mér finnst æði
að hafa grænmetissúpu um það bil
tvisvar í viku og þá nota ég yfirleitt
alltaf linsubaunir, rauðar, grænar
eða brúnar. Það tekur 20 mínútur
að sjóða rauðu sem er mikill kostur
en yfirleitt um 40 mínútur að sjóða
hinar.“
Ebba mælir líka með heimabök-
uðu brauði með súpunni. „Okkur
finnst æði að setja ólífuolíu og smá
salt á brauðið með súpunni. Og það
er frábært að blanda saman pró-
teini úr linsum og úr grófu korni,
sú samsetning býr til fullkomið
prótein fyrir okkur. Ég borða orðið
mikið glúteinlaust og þær upp-
skriftir eru líka á síðunni. Ég nota
og blanda saman á víxl bókhveiti-
mjöli, quinoamjöli, möndlumjöli
og Keto brauðblöndunni frá Kaju
er ég baka glúteinlausar bollur,
hrökkkex og pítsur fyrir mig. “
Uppáhalds
linsubaunasúpan
200 ml vatn
1 stk. laukur (má nota blaðlauk)
2 msk. paprikukrydd (mér finnst
best að blanda saman sterkri og
sætri – þær fást lífrænar)
2 stk. lárviðarlauf
2 stk. hvítlauksrif (pressuð og ég
set oft meira)
2 dl rauðar linsubaunir
1 rauð/gul paprika (ég sleppi
henni á veturna þegar ekki er til
íslensk)
½-1 sæt kartafla (fer eftir stærð)
1/2-1 kúrbítur
1 lítill brokkolíhaus (má sleppa
og nota eitthvað annað)
400 ml niðursoðnir tómatar eða
tómatar í krukku (passata)
500 ml vatn
400 ml kókosmjólk (aukaefna-
laus)
2 teningar af lífrænum græn-
metisteningum
Himalayasalt og svartur pipar
eftir smekk.
Ég byrja á því að setja vatnið í
pott, kveiki undir og sker niður
laukinn og hendi í pottinn ásamt
kryddi og hvítlauk. Því næst skola
ég linsurnar vel í sigti og skelli
þeim út í pottinn og hræri vel.
Svo held ég ótrauð áfram og þvæ
grænmetið, af hýði ef þarf, sker
í munnbita og hendi í pottinn
jafnóðum. Að lokum bæti ég við
tómötum, meira vatni og kókos-
mjólk og læt malla í um 20-30
mínútur. Salta og pipra, smakka
til og ber fram með góðu brauði að
eigin vali.
Á instagramsíðu Ebbu, @
Pureebba, eru að finna uppskriftir
að ostabollum og pönnubrauði
sem og í öllum bókunum hennar.
Alls konar einfalt.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . M A R S 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R